

Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós.
Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið.
Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins.
KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld.
Helgi Már Magnússon, nýráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segist ekki hafa getað hafnað tækifærinu að taka við liðinu. Hann hlakki til nýs hlutverks hjá félaginu sem hann hefur spilað fyrir stærstan hluta síns leikmannaferils.
Helgi Már Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Honum til aðstoðar verður Jakob Örn Sigurðarson. Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við KR og Jakob eins árs samning.
Í kvöld fóru fram tveir leikir í Lengjudeild kvenna. Grindavík vann 1-0 sigur gegn botnliði Augnablik og FH tyllti sér á toppinn með 2-0 útisigri gegn KR í toppslag deildarinnar.
Fimmtándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og það var nóg skorað í fyrri hálfleiknum í tveimur leikjum. Hér má sjá öll mörkin frá því í gærkvöldi.
Valur vann KR 1-0 í stórleik kvöldsins í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta er liðin áttust við að Hlíðarenda. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en vonir KR-inga um Íslandsmeistaratitil eru gott sem úr sögunni.
Valur hefur hvorki skorað né fengið stig á móti KR á heimavelli í þrjú ár í leikjum liðanna í Pepsi Max deildinni og þjálfari Vesturbæjarliðsins elskar örugglega að mæta á heimavöll erkifjendanna.
Það hefur ekki verið mikið hægt að treysta á lið Heimis Guðjónssonar þegar uppeldisfélagið hans úr Vesturbænum kemur í heimsókn.
Topplið KR náði naumlega í stig gegn ÍA er liðin gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna sem fram fór á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.
Fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né.
KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi.
KR-ingar komust upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla eftir sannfærandi 4-0 sigur á Fylki í Vesturbænum í gærkvöldi en þetta var lokaleikur fjórtándu umferðarinnar.
Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, náði þeim merka áfanga í leik liðsins gegn Fylki í kvöld að skora sitt hundraðasta mark í deildarkeppni á ferlinum.
KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum.
Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.
11. umferð fór fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. Toppliðin þrjú í deildinni unnu öll og þá vann botnlið Augnabliks sinn fyrsta sigur síðan í fyrstu umferð.
Farið var yfir mark KR í 1-1 jafntefli liðsins við Breiðablik í Stúkunni að loknum leikjunum í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Varnarmenn Breiðabliks virtust aðeins gleyma sér og var í kjölfarið refsað.
KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði viljað fá þrjú stig gegn Breiðabliki í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Meistaravöllum.
Ef að Breiðablik ætlar að sækja að Val í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta þarf liðið að kveða KR-grýluna í kútinn í kvöld. KR getur komist í 2. sæti með sigri.
KR styrkti stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna með 3-2 heimasigri á Augnablik í kvöld. KR-ingar snéru taflinu við eftir að hafa lent undir gegn botnliðinu.
Ellefu og tólf ára stelpur í fimmta flokki KR gátu ekki keppt á Símamótinu um helgina þar sem liðið þurfti allt í sóttkví vegna kórónuveirusmits. Í staðinn ætla þær að keppa við strákana í meistaraflokki og eru þær ekki í neinum vafa um hvor vinni þann leik.
Síðastliðinn mánudag vann KR 1-0 sigur gegn Keflavík þar sem Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins. Pálmi Rafn Pálmason misnotaði víti fyrir KR-inga og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni, er búinn að taka eftir ákveðnu mynstri í spyrnum Pálma.
Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær.
Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum.