Körfubolti

KR lætur Mander­son fara fyrir úr­slita­keppnina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Isaiah Manderson mun ekki leika fleiri leiki fyrir KR.
Isaiah Manderson mun ekki leika fleiri leiki fyrir KR. Vísir/Bára Dröfn

KR hefur ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Isaiah Manderson fara áður en úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta hefst. KR mætir Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

„Körfuknattleiksdeild KR og Isaiah Manderson hafa komist að sameiginlegu samkomulagi um að leysa leikmanninn undan samningi. KKD KR þakkar Isaiah fyrir dvöl sína í KR og óskar honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu KR.

Frammistaða Manderson í treyju KR var til umræðu í Körfuboltakvöldi nýverið. Segja má að hann hafi ekki beint heillað með frammistöðu sinni. Manderson spilaði aðeins fimm leiki fyrir KR, skoraði að meðaltali 12 stig í leik og tók 5,2 fráköst.

KR mætir deildarmeisturum Njarðvíkur á miðvikudaginn kemur í úrslitakeppninni. Verður hún að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×