„Þakklátur að fara héðan með sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. mars 2022 21:47 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.” KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.”
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins