Kaffispjallið

Fréttamynd

Af­sökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi

Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Há­mark tvær vikur í heilsutengd ára­móta­heit með eigin­konunni

Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Öll heimilis­verk skemmti­leg nema eitt

Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Fer út í daginn upp­full af hundaknúsi“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sann­færð um að hún var Skoti í fyrra lífi

Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar.  

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“

Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Á erfitt með að tapa fyrir eigin­manninum í skrafli

Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það fyrsta sem ég segi er „Góða morgun““

Það er engin lognmolla á morgnana heima hjá Elísu Dögg Moraitis Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Enda mikið um að vera að koma öllum í skóla og leikskóla. Elísa gerir þó oft grín að sjálfri sér því hún er svo skipulögð að nánast allt fer í excel.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa

Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að sofna yfir sjón­varpinu á kvöldin telst ekki með

Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Elskar kaffi að ítölskum sið og línu­lega dag­skrá

Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV.

Atvinnulíf