Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Víðir minnir á skólaskylduna

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að stóra verkefnið næstkomandi mánudag, þegar slakanir á samkomubanninu taki gildi, sé að koma nemendum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum í skólann.

Innlent
Fréttamynd

„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“

Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja skiptið sem ekkert nýtt smit greinist

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Enn hafa því 1.797 greinst með veiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skipti sem ekkert nýtt smit greinist.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna.

Erlent
Fréttamynd

Faraldurinn enn í vexti í Rússlandi

Fleiri en 100.000 manns hafa nú greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru í Rússlandi. Greint var frá mestri daglegri fjölgun nýrra smita frá upphafi faraldursins í dag. Vladímír Pútín forseti varar við því að faraldurinn hafi enn ekki náð hámarki sínu.

Erlent
Fréttamynd

Fundu tugi líka í flutningabílum í New York

Lögreglan í New York fann í gær tugi rotnandi líka í flutningabílum fyrir utan útfararstofu í borginni í gær. Það var eftir að nágrannar hringdu í lögreglu og kvörtuðu undan miklum daun frá bílunum.

Erlent
Fréttamynd

Afslættir til skoðunar vegna ferða­manna­fá­tæktar í sumar

Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi

Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekkert nýtt innanlandssmit í Suður-Kóreu

Engin innanlandssmit greindust í Suður Kóreu í gær í fyrsta sinn síðan kórónuveiruaraldurinn hófst en hann varð snemma skæður þar í landi þótt yfirvöld hafi fengið mikið lof fyrir það hvernig tekið var á málum þar.

Erlent