Kryddsíld

Aðeins meira „bling“ nauðsynlegt í Kryddsíldina þetta árið
Glimmer og glys setti svip á Kryddsíldina á Stöð 2 á gamlársdag en blómaskreytingarnar voru í þaulvönum höndum blómaskreyta Garðheima.

Þórólfur Guðnason valinn maður ársins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2020 er gert upp.

Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“

Árið 2020 gert upp í Kryddsíld
Hin árlega Kryddsíld var í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hófst klukkan tvö og stóð til klukkan fjögur.

Áramótaheit formannanna: Stundvísari Sigmundur og meira jóga
Formenn Alþingisflokkanna voru mættir í Kryddsíld Stöðvar 2 til þess að gera upp árið í stjórnmálunum og líta fram á veginn, eins og venjan er á gamlárskvöld. Pólitíkin var þó ekki það eina sem komst að, en formennirnir voru beðnir um að fara yfir sín persónulegu markmið og áramótaheit fyrir árið 2020.

Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni
Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld.

Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma
Formenn Alþingisflokkanna höfðu allir sínar skoðanir á loftslagsmálum, sem hafa verið í deiglunni á árinu 2019, þegar þau voru rædd í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag.

Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2.

Fréttaannáll Kryddsíldar 2019
Árið 2019 hefur verið viðburðaríkt.

Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar.

Bein útsending: Árið 2019 gert upp í Kryddsíld
Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16.

Krytur um Kryddsíld
Skarphéðinn Guðmundsson segir enga beiðni hafa borist um að ávarp forsætisráðherra yrði fært.

„Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er staðreynd“
Bjarni Benediktsson útskýrir orð sín um lágmarkslaun.

Logi hjálpaði Ingu með staupið: „Okkur Ingu kemur ágætlega saman“
"Ég var nú kannski ekkert sérstaklega þyrstur. Inga vildi ekki sitt staup og við bara skiptum. Það var ekkert flóknara en það.“

„Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum.

Herra Hnetusmjör brá á leik með formönnum flokkanna
Rapparinn Herra Hnetusmjör mætti í Kryddsíld í gær þar sem hann flutti lögin sín Vangaveltur og Upp til hópa.

Katrín bauð Angelu Merkel í fjallgöngu til Íslands
Fundur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Angelu Merkel var rifjaður upp í Kryddsíld í gær.

Árið 2018 gert upp í Kryddsíld
Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45.

Þórhildur ætlar í partý en Logi verður fyrir sunnan: Stjórnmálamenn deila áramótahefðum sínum
Formenn flokkanna ræddu áramótahefðir sínar í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag.

„Yes sir, I can boogie“ í hugljúfum flutningi Sigríðar Thorlacius
Sigríður flutti diskóslagarann þekkta á nýstárlegan hátt.