Grín og gaman

Fréttamynd

Álag í unglingavinnunni leiddi til símtals í Neyðarlínuna

„Ég varð strax áhyggjufull, þetta var eitthvað svo óhugnanlegt,“ segir Elfa Arnardóttir í samtali við Vísi. Elfu og móður hennar Sesselju brá heldur betur í brún síðasta mánudag þegar þær voru í göngu skammt frá heimili Sesselju á Selfossi.

Lífið
Fréttamynd

Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair

Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akur­eyrar í vikunni í þeim eina til­gangi að fljúga með jóm­frúar­ferð Niceair til Kaup­manna­hafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akur­eyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum.

Ferðalög
Fréttamynd

Aron mola segist hafa séð drauga

Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem aronmola, heldur því fram að hann hafi séð drauga margoft í hlaðvarpsþættinum Ólafssynir sem hann heldur úti ásamt Arnari Þór Ólafssyni.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er bara heilög stund“

Uppistandarinn Bergur Ebbi er kominn aftur á svið með uppistandið sitt í Tjarnarbíó þar sem hann hefur sýnt fyrir fullu húsi síðan í mars. Við ræddum við Berg Ebba um tilurð sýningarinnar, en nú eru aðeins örfáar sýningar eftir fyrir sumarfrí.

Lífið
Fréttamynd

Aron Mola og Arnar Þór eru Ólafssynir í Undralandi

Vinirnir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron mola og Arnar Þór Ólafsson eru farnir af stað með glænýtt hlaðvarp sem ber heitið Ólafssynir í Undralandi. Þátturinn snýst um umræður, grín og glens þeirra á milli ásamt skemmtilegum föstum liðum.

Lífið
Fréttamynd

Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma

Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða

Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn.

Innlent
Fréttamynd

Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu

Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa.

Menning