Eiga von á um 10 þúsund gestum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Frá UT-messunni í Hörpu á síðasta ári. UTmessan Reiknað er með að um 10 þúsund gestir muni sækja UTmessuna sem verður haldin í fimmtánda sinn næstkomandi föstudag og laugardag. Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira