Innlent

Fréttamynd

Rjúpnaveiði í 28 daga í haust

Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar.

Innlent
Fréttamynd

Ósamið við Gæslukonur

Ekki hafa enn verið gerðir starfslokasamningar við gæslukonur borgarinnar. Þær hafa nú farið fram á sambærileg réttindi og þau sem starfsmönnum Vélamiðstöðvarinnar voru tryggð við sölu hennar frá borginni á dögunum, en missi þeir störf sín vegna hagræðingar eiga þeir rétt á launum í þrjá mánuði umfram það sem kjarasamningar kveða á um. 

Innlent
Fréttamynd

Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt

Samtök verslunar og þjónustu hafa fengið svar við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni er nautakjöt þaðan í lagi. Formaður samtakanna gagnrýnir landbúnaðarráðherra fyrir að banna innflutning. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vill helst komast til Íslands

Yfirvöld í Texas-ríki í Bandaríkjunum hafa gefið Aroni Pálma Ágústssyni, sem hefur verið í stofufangelsi síðustu ár, heimild til skólagöngu. Ríkisstjóraembættið í Texas hefur enn ekki svarað beiðnum stuðningsmannahóps Arons um heimfararleyfi til Íslands, en sex vikur eru frá því að svörum var lofað. Aron Pálmi fékk fyrir helgi margumbeðna heimild til að stunda nám við háskóla í Texas.

Innlent
Fréttamynd

Bræðravíg í Sjálfstæðisflokknum

Össur Skarphéðinsson segir að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins, geri atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita flokksins í borgarstjórn. Þeir vilji fá Gísla Martein Baldursson í fyrsta sætið.

Innlent
Fréttamynd

Vill auka samvinnu þjóðanna

Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aron Pálmi fékk skólavist

Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas, undanfarin ár, hefur nú fengið leyfi til þess að stunda nám við háskóla í ríkinu. Hann þráir enn að komast til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Drengur tekinn með loftbyssu

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af dreng í Þorlákshöfn sem hafði verið að skjóta úr loftbyssu á skylti og ljósastaura.<span style="mso-spacerun: yes">  </span>Ekki hafði orðið neitt tjón af.<span style="mso-spacerun: yes">  </span>Lögreglan skorar á foreldra barna að fylgjast vel með hvort börn þeirra hafi undir höndum loftbyssur og ef svo er að taka þær úr umferð og koma með því í veg fyrir slys sem annars gætu orðið ef slík leikföng eru í notkun innan um börn og unglinga.

Innlent
Fréttamynd

Fornleifar á Hólum í Hjaltadal

Gullþræðir, perlur, steinar úr plómum og hvalspæni er meðal þess sem hefur fundist í fornleifauppgreftri á Hólum í Hjaltadal. Uppgreftrinum í ár er lokið en við tekur viðamikil rannsóknarvinna.

Innlent
Fréttamynd

Biður fyrir þakklæti

Vagnstjórar hjá Strætó hafa hafið fjársöfnun til styrktar vinnufélaga sem slasaðist alvarlega í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudaginn. Bílstjórinn biður fyrir þakkir til þeirra sem hjálpuðu honum á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmeistari í sjöunda sinn

Hannes Hlífar Stefánsson skákmeistari varð um helgina íslandsmeistari í Skák í sjöunda sinn. Aðeins tveir aðrir skákmenn hafa náð þessum árangri, þeir Baldur Möller og Eggert Gilfer. Næstir, með sex titla koma þeir Ásmundur Ásgeirsson, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson.

Innlent
Fréttamynd

Afskipti þrátt fyrir neitun

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, fullyrti í viðtali í Kastljósþætti í síðustu viku að hann hefði engin afskipti haft af ritstjórnum þeirra fjölmiðla sem hann ætti. Í grein um Jón Ásgeir sem birtist í Mannlífi eru hins vegar týnd til tvö dæmi um að hann hafi haft afskipti af ritstjórnum fjölmiðla sinna.  

Innlent
Fréttamynd

F-listinn vill Löngusker

"Við teljum að það sé hagsmunamál jafnt fyrir landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið að það sé flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og við erum því alfarið á móti því að flytja hann til Keflavíkur," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Honum finnst koma til greina að byggja nýjan flugvöll á landfyllingu á Lönguskerjum.

Innlent
Fréttamynd

Litríkt grænmeti

Fjólublátt grænmeti gæti vafalaust vakið lukku yngri sem eldri neytenda en það er meðal nýjunga sem íslenskir garðyrkjubændur bjóða upp á í ár.

Innlent
Fréttamynd

Á batavegi eftir hnífsstungur

Pilturinn sem var stunginn tvisvar sinnum í bakið aðfaranótt sunnudags er á batavegi og verður hann útskrifaður af gjörgæsludeild í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaburður hefur aukist í borginn

Tvö stóralvarleg hnífstungumál komu upp um helgina. Á laugardagsmorgun var ungur maður myrtur í íbúðarhúsi við Hverfisgötu en fyrir snarræði lögreglumanna hélt maður sem stunginn var í bakið miðbænum lífi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni færist það í aukana að menn séu handteknir með eggvopn.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð hækkar enn

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn þótt veltan sé minni en undanfarið. Alls hækkaði verðið um 3,4 prósent í júlí. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka í gær. Einbýlishús og raðhús hækkuðu mest, eða um 3,9 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fimm daga gæsluvarðhald

Sautján ára piltur var í gærkvöldi úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, en hann stakk átján ára pilt tvívegis í bakið á menningarnótt. Pilturinn sem fyrir árásinni varð liggur enn á gjörgæsludeild, eftir að hafa gengist undir aðgerð á brjóstholi.

Innlent
Fréttamynd

Engin aðför gegn Vilhjálmi

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fullyrðir að valdamiklir menn geri harða atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Atlögu sem beinist að því að koma ungum sjónvarpsmanni fram fyrir Vilhjálm. Sjónvarpsmaðurinn ungi, Gísli Marteinn Baldursson, segir þetta alrangt.

Innlent
Fréttamynd

Fundarboð í Garðasókn

Sóknarnefndar Garðasóknar hefur samþykkt einróma að boða til aðalsafnaðarfundar Garðasóknar þriðjudaginn 30. ágúst í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir byrjaðir

Fimmtán þúsund nemendur hófu nám í grunnskólum Reykjavíkur, í dag, og sexþúsund til viðbótar eru að byrja í leikskólum. Af þeim sem byrja í grunnskólum er fjórtánhundruð í fyrsta bekk.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir frá ESB

Þrjú íslensk verkefni fá samtals um 80 milljónir í styrk frá Leonardo Da Vinci-starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Sjö íslenskir aðilar sóttu um. Þeir sem fá styrkina eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Tungl í ljóni gefur lit

Áhrifa fulls tungl á föstudag gætti enn á laugardag, segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Fólk verður oft ergilegra daginn eftir fullt tungl, þegar vaxtarkrafturinn minnkar.

Innlent
Fréttamynd

Akstursbann ekki komið í gildi

Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir trúlega ekki enn hægt að beita ökumenn viðurlögum sem stelast til að aka eftir nýjum akreinum sérmerktum Strætó í Reykjavík. "En það gerist um leið og lögreglan er búin að auglýsa þetta," segir hann og telur þá úrvinnslu hljóta að vera á næsta leiti, enda allt annað til reiðu.

Innlent
Fréttamynd

Opinber heimsókn Klaus hefst í dag

Opinber heimsókn, Vaclav Klaus, forseta Tékklands hefst í dag með athöfn á Bessastöðum að viðstöddum ráðherrum og embættismönnum, en forseti Íslands og Tékklands munu ræða saman á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fjársöfnun fyrir vinnufélaga

Vagnstjórar hjá Strætó bs. hafa hrundið af stað fjársöfnun fyrir starfsbróður sinn sem lenti í alvarlegu slysi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Annarleg ástand tefur yfirheyrslu

Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir fagna flugvelli

Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar umræðunni sem nú á sér stað um flugvallarmál á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndir telja það grundvallaratriði fyrir samgöngu og öryggismál höfuðborgarsvæðisins og landsins alls að flugvöllur sé í hæfilegri nálægð við þær stofnanir og mannafla sem geta brugðist við neyðarástandi.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn kynnti sér orkusöguna

Václav Klaus, forseti Tékklands, byrjar daginn í dag á því að funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesjavallavirkjunar og Þingvalla klukkan tíu.Opinber heimsókn Klaus og eiginkonu hans, frú Liviu Klausová, hófst í gærmorgun með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldfrjáls leikskóli á Súðavík

Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að Fræðslu- og tómstundanefnd Súðavíkurhrepps og hreppsnefnd Súðavíkur samþykktu í gær formlega nýja gjaldskrá fyrir leikskólann í Súðavík. Með hinni nýju gjaldskrá verður leikskólinn í raun gjaldfrjáls. Er Súðavíkurhreppur fyrst sveitarfélaga á Íslandi til þess að stíga það skref að gera allt nám gjaldfrjálst. Í hinni nýju gjaldskrá kemur fram að ekkert gjald verður innheimt fyrir dvöl í leikskólanum fyrir allt að átta tíma á dag.

Innlent