Innlent

Fréttamynd

Ákærðir fyrir skattsvik

Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Segir framkvæmdaávinning mikinn

Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögreglan við það að missa tökin

"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Ofsakláði og útbrot eftir baðferð

Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum.

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ráðnir til LHÍ

Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Opna þráðlaust net í Kringlunni

Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Svarar Campbell vegna hvalveiða

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismyndavélar-falskt öryggi

Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins.

Innlent
Fréttamynd

Aðfinnslur um kynþáttamisrétti

Nefnd Sameinuðu Þjóðanna um afnám kynþáttamiséttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru niður framlög til Mannréttindaskrifstofunnar með ákvörðunum stjórnvalda fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensutilfellin skráð

Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldþrotakröfur á ungmenni

Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Samskip opna skrifstofu í Víetnam

Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blokkin seld á tíu milljónir

Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. </font />

Innlent
Fréttamynd

Gustshúsin standa næstu áratugi

Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjárskortur tefur rannsókn

Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Réttað yfir ræningjum

Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa.

Innlent
Fréttamynd

Spáir mildum vetri

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir plantna gróðursettar

"Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

Gott bláberjaár

Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að koma í veg fyrir smit

Íslendingar eru betur settir hvað varðar fuglaflensusmit í alifuglum heldur en aðrar þjóðir í Evrópu. Sjaldgæft er að íslenskir hænsnfuglar gangi úti á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hesthúsabyggð stendur áfram

Hesthúsabyggð Gusts í Kópavogi fær að vera þar áfram og munu bæjaryfirvöld í Kópavogi standa við alla samninga þar að lútandi. Eins og Stöð tvö greindi frá fyrr í mánuðinum hafa tveir aðilar gert fjölmörgum hesthúsaeigendum tilboð í hesthús þeirra, með það að markmiði að byggja atvinnuhúsnæði á félagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparforrit á vefsíðu Strætó

Í fréttatilkynningu frá Strætó bs. er bent á nýjan og endurbættan ráðgjafa sem hefur verið tekinn í notkun á vefsíðu Strætó bs. á slóðinni <a href="http://www.bus.is/">www.bus.is</a>. Ráðgjafinn er öflugt hjálparforrit sem veitir nákvæmar upplýsingar um áfangastaði og ferðir strætó með það að markmiði veita aukna þjónustu og að koma notendum milli staða á höfuðborgarsvæðinu á sem hagkvæmastan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan kannar lögmæti söfnunar

Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrktar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lögreglunni um söfnunina áður en hún hefst.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga málaferli gegn Persónuvernd

Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðarkróki, segir skólann íhuga að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurðar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Jón segir Persónuvernd hafa hvatt sig til að höfða mál til að hrinda úrskurðinum.

Innlent
Fréttamynd

Óskoðaður og ótryggður

Vörubílinn sem lenti í hörðum árekstri við strætisvagn síðastliðinn föstudag var óskoðaður og ótryggður. Bílstjórinn neitar að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Hann heimsótti strætisvagnabílstjórann á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Samstarfsnefnd ræðir ellilífeyri

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir það fagnaðarefni, að forráðamenn tiltekinna fyrirtækja skuli hafa tekið upp þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk með reynslu í vinnu, þannig að það hafi valfrelsi á ævikvöldinu.

Innlent
Fréttamynd

Hollenska skútan fundin

Hollenska skútan, sem leitað hefur verið síðan á laugardag fannst um 160 sjómílur suðvestur af Reykjanesi í morgun. Viðamikil leit hefur staðið yfir að skútunni frá því að eitt neyðarkall barst frá bauju skútunnar þar sem hún var stödd suður af Grænlandi, en skútan hafði misst neyðarbaujuna.

Innlent
Fréttamynd

Engir eftirmálar af myndatöku

Ólíklegt er að njósnamyndavél sem eigandi World Class kom fyrir í búningsklefa, dragi einhvern dilk á eftir sér. Persónuvernd hefur úrskurðað að myndatakan hafi verið ólögleg.

Innlent