Innlent

Fréttamynd

Ákærðir fyrir skattsvik

Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Segir framkvæmdaávinning mikinn

Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögreglan við það að missa tökin

"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Ofsakláði og útbrot eftir baðferð

Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum.

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ráðnir til LHÍ

Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Opna þráðlaust net í Kringlunni

Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Svarar Campbell vegna hvalveiða

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismyndavélar-falskt öryggi

Forstjóri Persónuverndar segir vöktunaræði hafa gripið um sig, þar sem allan vanda eigi að leysa með öryggismyndavélum. Hún óttast að fólk upplifi falskt öryggi á kostnað friðhelgi einkalífsins.

Innlent
Fréttamynd

Aðfinnslur um kynþáttamisrétti

Nefnd Sameinuðu Þjóðanna um afnám kynþáttamiséttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru niður framlög til Mannréttindaskrifstofunnar með ákvörðunum stjórnvalda fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensutilfellin skráð

Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að farið sé með fuglaflensuna í Síberíu eins og gert sé annars staðar í heiminum, tilfellin skráð á vefsíðu embættisins. Ekki er neitt annað gert að svo komnu máli.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldþrotakröfur á ungmenni

Gjaldþrotakröfum vegna ógreiddra símareikninga, hjá ungu fólki fer fjölgandi, og hefur símakostnaður heimilanna margfaldast á skömmum tíma. Ráðgjafarstofa heimilanna ráðleggur foreldrum að fylgjast með símanotkun barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Samskip opna skrifstofu í Víetnam

Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blokkin seld á tíu milljónir

Í dag verður skrifað undir kaupsamninga á fjölbýlishúsi á Bíldudal sem var í eigu Vesturbyggðar. Jón Þórðarson athafnamaður átti hæsta boð í hana en það hljóðaði upp á rúmar tíu milljónir króna. </font />

Innlent
Fréttamynd

Gustshúsin standa næstu áratugi

Hesthúsabyggð Gustsmanna í Kópavogi verður þar áfram að minnsta kosti næstu þrjátíu og þrjú árin. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar funduðu með Gustsmönnum í gærkvöldi um framtíð svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjárskortur tefur rannsókn

Yfirdýralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til að rannsaka hugsanlega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Hún hefur ekki verið afgreidd enn. Sérfræðingur í smitsjúkdómum fugla segir liggja á að hraða rannsókn ekki síst í ljósi stöðunnar erlendis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Réttað yfir ræningjum

Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára gömlum, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamarsgerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa.

Innlent
Fréttamynd

Spáir mildum vetri

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, telur að snjóleysi í Esjunni, fimmta árið í röð, bendi til þess að veturinn verði mildur. Hann segir Esjuna vera einskonar langtímahitamæli sem segi ýmislegt um veðrið.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir plantna gróðursettar

"Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síðastliðin fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

Gott bláberjaár

Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálknafirði segir berjasprettu góða út með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjum er ekki fisjað saman

"Ég ætlaði bara að vera eitt til tvö ár en nú eru þau orðin átta, " segir Aleksandra sem kom til Ísafjarðar árið 1997 og fór að vinna í fiskvinnslu til að byrja með en hún undi sér ekki í slorinu og því var hún fegin þegar hún fékk vinnu á fjórðungssjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðu deilumáli lokið

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Garðasókn næstkomandi þriðjudag, en í tilkynningu frá sóknarnefndinni segir að nú sé erfiðu deilumáli lokið innan sóknarinnar. Miklar deilur hafa staðið milli sóknarnefndarinnar og sóknarprestsins, en fyrir stuttu flutti biskup Íslands Sr. Hans Markús Hafsteinsson til í starfi og var honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastdæmi vestra.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar með vöktunaræði

Forstjóri Persónuverndar mun bera það upp á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar hvort skoða eigi notkun eftirlitsmyndavéla í landinu. Forstjórinn segir vöktunaræði hafa gripið Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Eldra fólk velkomið

"Fyrst og fremst er auglýst eftir kennurum til starfa," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. "Ef ekki tekst að fá kennara í öll störf verður hins vegar að ráða leiðbeinendur, og ég veit ekki annað en öllum sé frjálst að sækja um þau störf óháð aldri."

Innlent
Fréttamynd

Hollenska skútan fundin

Hollenska skútan Daisy, sem leitað hafði verið síðan á laugardag, fannst snemma í gærmorgun um 160 mílur suðvestur af Reykjanesi. Skipstjóri skútunnar er þýskur en auk hans voru tveir aðrir um borð en engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Vill auka viðskipti við Ísland

Síðari dagur opinberrar heimsóknar Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst með fundi með Halldóri Ásgrímssyni í Ráðherrabústaðnum. Á fundinum var rætt um samskipti ríkjanna og voru þeir sammála um að auka enn frekar viðskipti á milli landanna. Þá ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést á laugardag

Maðurinn sem stunginn var til bana á Hverfisgötu á laugardagsmorgun hét Bragi Halldórsson, til heimilis að Vesturgötu 50a. Bragi var fæddur 7. mars árið 1985. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Með alvæpni í Hafnarfirði

Vegfarendum í nálægð við Víðistaðatún í Hafnarfirði brá heldur betur í brún í gærkvöldi þegar þar sást til manns með hníf og exi í hönd. Tilkynnti einn vegfarandinn lögreglunni að hann hefði séð vígalega mann með vopn. Lögreglan í Hafnarfirði fór á staðinn, en þá kom í ljós að um hafnfirska víkinga var að ræða og voru þeir að æfa sig.

Innlent
Fréttamynd

Ofvirk börn bíða lengur

"Ég þarf að grípa til þess að fara fyrr heim úr vinnunni á daginn af því að þá getur enginn séð um drenginn minn," segir Vilma Kristín Guðjónsdóttir, einstæð móðir sex ára drengs sem ekki hefur komist að á frístundaheimili við grunnskóla hans í Grafarvogi.

Innlent
Fréttamynd

Hjarðmennska úti á miðjum firði

"Þorskurinn er orðinn svo gjæfur að maður getur klappað honum út á miðjum firði," segir Jón Þórðarson einn af umsjónarmönnum hafrannsóknar á Arnarfirði sem Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir. Rannsóknin, sem hófst í apríl síðastliðnum, felst í því að þorskurinn í firðinum er fóðraður á ákveðnum svæðum með loðnu.

Innlent