Innlent Þrjú alvarleg slys á Norðurlandi Á undanförnum tveimur vikum hafa orðið þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi-eystra. Í öllum tilvikum er um sams konar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög eða hjólsög í borði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Innlent 14.10.2005 06:40 Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Ánægja með laun eykst Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Innlent 14.10.2005 06:40 Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40 Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40 Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40 Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40 Ungmenni á skilorði Málum þriggja ungmenna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Símon Sigvaldason héraðsdómari áminnti 19 ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna á nýju skilorði og ungt par sömuleiðis. Innlent 14.10.2005 06:40 Lést í slysi á sjó Banaslys varð um borð í bátnum Hauki EA í gærkvöldi þegar báturinn var staddur um 30 sjómílur vestnorðvestur af Garðaskaga. Maður á fimmtugsaldri klemmdist á milli trollhlera í bátnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hún kom með hinn látna til Reykjavíkur klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Innlent 14.10.2005 06:40 Íslendingar hlynntir ESB-aðild Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Munurinn er þó ekki mikill því 43 prósent aðspurðra sögðust vilja aðild en 37 prósent voru henni andvíg. Innlent 14.10.2005 06:40 Fór út af við Þingvallavatn Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur. Innlent 14.10.2005 06:40 Keyra lengur frá 15. október Stjórn Strætós bs. samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur að úrbótum á nýja leiðakerfinu, sem koma eiga til móts við athugasemdir sem borist hafa eftir að leiðakerfið var tekið í notkun þann 23. júlí síðastliðinn. Í tillögum stjórnar Strætós er sérstaklega tekið tillit til þarfa vaktavinnufólks á heilbrigðisstofnunum og verður þjónustutími á ákveðnum leiðum lengdur til miðnættis frá og með 15. október. Innlent 14.10.2005 06:40 Íslendings saknað í Missisippi Talið er að allt að tíu þúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Utanríkisráðuneytið hefur grenslast fyrir um tvo Íslendinga sem búa í Missisippi. Annar þeirra fannst síðdegis í gær heill á húfi. Erlent 14.10.2005 06:40 Úthluta hvatapeningum í Garðabæ Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni upphæð, svokölluðum hvatapeningum, sem barnið og/eða foreldrar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Upphæðin verður 10 þúsund krónur á barn á árinu 2005 og 20 þúsund krónur á ársgrundvelli frá og með árinu 2006. Innlent 14.10.2005 06:40 Reykjavíkurvegur lokaður Búast má við umferðartöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun. Innlent 14.10.2005 06:40 Álftanes ekki uppi á borðinu "Við vorum bara að koma af rólegum fundi skipulagsnefndar þegar ég heyrði þetta í fréttum," segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, um ummæli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að vinna sé hafin um að athuga flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes. Innlent 14.10.2005 06:40 Hefur safnað um 3,5 milljónum Rúmlega 3,5 milljónir króna hafa safnast í Frelsissjóðinn frá því Kjartan Jakob Hauksson ræðari hóf róðurinn í kringum landið á árabát á sjómannadaginn, þann 5. júní. Kjartan stefnir að því að loka hringnum á morgun þegar hann siglir inn í Ægisgarð og leggur árabát sínum sem ber nafnið Frelsi. Innlent 14.10.2005 06:40 Svipað og í olíukreppunni Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Innlent 14.10.2005 06:40 Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40 Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40 Nýr forstjóri Kaupþings banka Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri starfsemi Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Kaupþings Banka samstæðunnar og heyrir starf Ingólfs beint undir hann, en Ingólfur sinnir eingöngu starfsemi bankans á Íslandi. Hann segir ekki miklar breytingar á döfinni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Lægsta verðið oftast í Bónus Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40 Ný safnstjóri Listasafns Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Innlent 14.10.2005 06:40 Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag. Innlent 14.10.2005 06:40 Brennisteinssýra mjög skaðleg Ólíklegt þykir að brennisteinssýra geti gert gat á flugvélarskrokk. Sýran er þó mjög skaðleg og í dag fylgdist fréttastofan með tilraunum á raunvísindastofnun Háskóla Íslands í dag. Innlent 14.10.2005 06:40 Leggur ekki árar í bát Engan bilbug er að finna á strætisvagnabílstjóranum Birni Hafsteinssyni, sem missti neðan af báðum fótum við hné í árekstri um miðjan ágústmánuð. Fjársöfnun honum til handa fer fram um helgina. Innlent 14.10.2005 06:40 Síðasta ferð Norrænu á þessu ári Norræna kom í morgun í sína síðustu ferð til Seyðisfjarðar á þessu sumri. Mikið tap er á rekstri Smyril-Line, sem gerir Norrænu út. Tap félagsins fyrstu fjóra mánuði ársins nam um 40 milljónum danskra króna eða sem nemur um 420 milljónum íslenskra króna. Í fyrra nam tap félagsins um 24 milljónum danskra króna og 35 milljónir árið á undan. Innlent 14.10.2005 06:40 Frí dagvistun Foreldrar á Súðavík þurfa ekki lengur að borga fyrir vist barna sinna á leikskóla bæjarins þar sem hann er gjaldfrjáls frá og með deginum í gær. Það ætti að þyngja pyngju Súðvíksra foreldra því þeir spara tæpar tvö hundruð þúsund krónur á ári vegna þessa ef þeir eru með eitt barn í heilsdags vistun. Innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Þrjú alvarleg slys á Norðurlandi Á undanförnum tveimur vikum hafa orðið þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi-eystra. Í öllum tilvikum er um sams konar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög eða hjólsög í borði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Innlent 14.10.2005 06:40
Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Ánægja með laun eykst Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Innlent 14.10.2005 06:40
Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40
Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40
Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40
Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40
Ungmenni á skilorði Málum þriggja ungmenna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Símon Sigvaldason héraðsdómari áminnti 19 ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna á nýju skilorði og ungt par sömuleiðis. Innlent 14.10.2005 06:40
Lést í slysi á sjó Banaslys varð um borð í bátnum Hauki EA í gærkvöldi þegar báturinn var staddur um 30 sjómílur vestnorðvestur af Garðaskaga. Maður á fimmtugsaldri klemmdist á milli trollhlera í bátnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hún kom með hinn látna til Reykjavíkur klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Innlent 14.10.2005 06:40
Íslendingar hlynntir ESB-aðild Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Munurinn er þó ekki mikill því 43 prósent aðspurðra sögðust vilja aðild en 37 prósent voru henni andvíg. Innlent 14.10.2005 06:40
Fór út af við Þingvallavatn Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur. Innlent 14.10.2005 06:40
Keyra lengur frá 15. október Stjórn Strætós bs. samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur að úrbótum á nýja leiðakerfinu, sem koma eiga til móts við athugasemdir sem borist hafa eftir að leiðakerfið var tekið í notkun þann 23. júlí síðastliðinn. Í tillögum stjórnar Strætós er sérstaklega tekið tillit til þarfa vaktavinnufólks á heilbrigðisstofnunum og verður þjónustutími á ákveðnum leiðum lengdur til miðnættis frá og með 15. október. Innlent 14.10.2005 06:40
Íslendings saknað í Missisippi Talið er að allt að tíu þúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Utanríkisráðuneytið hefur grenslast fyrir um tvo Íslendinga sem búa í Missisippi. Annar þeirra fannst síðdegis í gær heill á húfi. Erlent 14.10.2005 06:40
Úthluta hvatapeningum í Garðabæ Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni upphæð, svokölluðum hvatapeningum, sem barnið og/eða foreldrar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Upphæðin verður 10 þúsund krónur á barn á árinu 2005 og 20 þúsund krónur á ársgrundvelli frá og með árinu 2006. Innlent 14.10.2005 06:40
Reykjavíkurvegur lokaður Búast má við umferðartöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun. Innlent 14.10.2005 06:40
Álftanes ekki uppi á borðinu "Við vorum bara að koma af rólegum fundi skipulagsnefndar þegar ég heyrði þetta í fréttum," segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, um ummæli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að vinna sé hafin um að athuga flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes. Innlent 14.10.2005 06:40
Hefur safnað um 3,5 milljónum Rúmlega 3,5 milljónir króna hafa safnast í Frelsissjóðinn frá því Kjartan Jakob Hauksson ræðari hóf róðurinn í kringum landið á árabát á sjómannadaginn, þann 5. júní. Kjartan stefnir að því að loka hringnum á morgun þegar hann siglir inn í Ægisgarð og leggur árabát sínum sem ber nafnið Frelsi. Innlent 14.10.2005 06:40
Svipað og í olíukreppunni Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Innlent 14.10.2005 06:40
Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40
Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40
Nýr forstjóri Kaupþings banka Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri starfsemi Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Kaupþings Banka samstæðunnar og heyrir starf Ingólfs beint undir hann, en Ingólfur sinnir eingöngu starfsemi bankans á Íslandi. Hann segir ekki miklar breytingar á döfinni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Lægsta verðið oftast í Bónus Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40
Ný safnstjóri Listasafns Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Innlent 14.10.2005 06:40
Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag. Innlent 14.10.2005 06:40
Brennisteinssýra mjög skaðleg Ólíklegt þykir að brennisteinssýra geti gert gat á flugvélarskrokk. Sýran er þó mjög skaðleg og í dag fylgdist fréttastofan með tilraunum á raunvísindastofnun Háskóla Íslands í dag. Innlent 14.10.2005 06:40
Leggur ekki árar í bát Engan bilbug er að finna á strætisvagnabílstjóranum Birni Hafsteinssyni, sem missti neðan af báðum fótum við hné í árekstri um miðjan ágústmánuð. Fjársöfnun honum til handa fer fram um helgina. Innlent 14.10.2005 06:40
Síðasta ferð Norrænu á þessu ári Norræna kom í morgun í sína síðustu ferð til Seyðisfjarðar á þessu sumri. Mikið tap er á rekstri Smyril-Line, sem gerir Norrænu út. Tap félagsins fyrstu fjóra mánuði ársins nam um 40 milljónum danskra króna eða sem nemur um 420 milljónum íslenskra króna. Í fyrra nam tap félagsins um 24 milljónum danskra króna og 35 milljónir árið á undan. Innlent 14.10.2005 06:40
Frí dagvistun Foreldrar á Súðavík þurfa ekki lengur að borga fyrir vist barna sinna á leikskóla bæjarins þar sem hann er gjaldfrjáls frá og með deginum í gær. Það ætti að þyngja pyngju Súðvíksra foreldra því þeir spara tæpar tvö hundruð þúsund krónur á ári vegna þessa ef þeir eru með eitt barn í heilsdags vistun. Innlent 14.10.2005 06:40