Innlent Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Ánægja með laun eykst Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Innlent 14.10.2005 06:40 Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40 Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40 Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40 Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40 Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40 Beltin björguðu vörubílstjóra Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Melasveit um klukkan tvö í gærdag. Innlent 14.10.2005 06:40 Gölluðu strætókerfi breytt Margvíslegar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. voru samþykktar á fundi stjórnar fyrirtækisins í gær. Tímatöflum verður breytt, tengingar á skiptistöðvum lagfærðar og þjónustutími lengdur. Þegar er farið að bæta fleiri vögnum inn á leiðirnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Ókeypis tímar í þjóðhagfræði Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands ætlar að brydda upp á þeirri nýbreytni í haust að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu. Innlent 14.10.2005 06:40 43 prósent hlynnt aðild að ESB Litlar breytingar virðast hafa orðið á afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Þetta leiðir ný könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ljós. 43 prósent svarenda í könnuninni reyndust hlynnt Evrópusambandsaðild en 37 prósent andvíg henni. Innlent 14.10.2005 06:40 Hafa aðeins selt eitt fjöltengi Ikea hefur innkallað Rabalder-fjöltengi sem hafa verið í sölu um allan heim frá því í apríl á þessu ári en byrjað var að selja vöruna hér á landi þann 10. ágúst. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea, segir þetta vera fyrirbyggjandi aðgerðir en galli varð við samsetningu á einhverjum tengjanna sem getur hafa valdið því að vírar í því hafi marist og skemmst. Innlent 14.10.2005 06:40 Ákært fyrir framleiðslu amfetamíns Sameinuð voru mál á hendur 34 ára gömlum manni sem setið hefur í gæsluvarðahaldi í rúma fjóra mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta og svo ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði þannig að sá hlaut af nokkur meiðsli í mars á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40 Ný stefna í flugvallarmáli Ekki er nema hálft ár frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðaði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri en í smækkaðri mynd. Nú hefur flugvallarmálið tekið algerlega nýja stefnu. Innlent 14.10.2005 06:40 Kenna sjö hundruð útlendingum Mímir-Símenntun mun taka að sér íslenskukennslu um sjö hundruð útlendinga en síðustu árin hafa Námsflokkar Reykjavíkur haft umsjón með henni. Innlent 14.10.2005 06:40 Helmingsmunur á körfum Tæplega 50 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Kom í ljós að vörukarfan var ódýrust í verslun Bónuss þar sem hún kostaði rúmlega 5.500 krónur, en hún var dýrust í Hagkaupum og kostaði rúmlega 8.200 krónur. Innlent 14.10.2005 06:40 Neyðarástand á leikskólum Um hundrað starfsmenn vantar í leikskóla Reykjavíkurborgar en engar tölur eru til um fjölda barna á biðlista eftir plássi vegna þessa. Borgarstjóri heitir auknu fjárframlagi svo leysa megi starfsmannavandann. Auk þessa vantar um hundrað starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:40 Þyrftu að vera á geðsjúkrahúsum Áætlað er að 6 til 8 geðsjúkir einstaklingar, sem þyrftu að vera á geðhjúkrunarstofnunum, afpláni nú í fangelsum landsins, að sögn Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun. Um er að ræða einstaklinga sem eru mjög veikir og myndi líða betur og vegna betur annars staðar en innan fangelsisveggjanna. Innlent 14.10.2005 06:40 Ófriður og umferð Lögreglan í Keflavík fór í eitt útkall vegna heimilisófriðar og ölvunar aðfaranótt föstudags, en sagði föstudagsvaktina að öðru leyti hafa verið tíðindalitla. Innlent 14.10.2005 06:40 Tölvukerfi tafði lífeyrisgreiðslur Hnökrar í vinnslu nýs tölvukerfis Tryggingastofnunar ríkisins gerðu það að verkum að ekki fengu allir lífeyrisþegar þær greiðslur sem þeim bar í gærmorgun. Innlent 14.10.2005 06:40 Útivistartíminn breyttist í dag Frá og með 1. september breytist leyfilegur útivistartími barna þannig að nú mega 12 ára börn og yngri ekki vera lengur ein úti en til kl. 20. Og þau sem eru á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera lengur úti en til kl. 22. Innlent 14.10.2005 06:40 Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun á tilbúnum réttum og drykkjarvörum, sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í tíu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mikill munur reyndist á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni, og var mesti munurinn hundrað fimmtíu og sjö prósent, á verði 2ja lítra kókflösku. Innlent 14.10.2005 06:40 Iceland Express fjölgar flugleiðum Iceland Express hyggst fjölga áfangastöðum sínum í níu í stað þeirra þriggja sem nú er flogið til. Gert er ráð fyrir að frá og með maí árið 2006 muni flugfélagið hefja flug til Bergen í Noregi, Stokkhólms og Gautaborgar í Svíþjóð, Hamborgar, Berlínar og Friedrichshafen í Þýskalandi. En þeir áfangastaðir, sem félagið flýgur nú til, eru Kaupmannahöfn, London og Frankfurt-Hahn. Innlent 14.10.2005 06:40 Katrinu kennt um bensínhækkun Verð á öllum tegundum eldsneytis hækkaði umtalsvert í gær hjá olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu en bensínverð hækkaði þó sýnu mestu um heilar fjórar krónur. Innlent 14.10.2005 06:40 Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40 Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40 Nýr forstjóri Kaupþings banka Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri starfsemi Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Kaupþings Banka samstæðunnar og heyrir starf Ingólfs beint undir hann, en Ingólfur sinnir eingöngu starfsemi bankans á Íslandi. Hann segir ekki miklar breytingar á döfinni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Lægsta verðið oftast í Bónus Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40 Ný safnstjóri Listasafns Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Ánægja með laun eykst Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun. Innlent 14.10.2005 06:40
Samúðarskeyti til BNA og Íraks Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad. Innlent 14.10.2005 06:40
Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár. Innlent 14.10.2005 06:40
Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð. Innlent 14.10.2005 06:40
Slösuðust lítillega í bílveltu Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd. Innlent 14.10.2005 06:40
Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð. Innlent 14.10.2005 06:40
Beltin björguðu vörubílstjóra Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Melasveit um klukkan tvö í gærdag. Innlent 14.10.2005 06:40
Gölluðu strætókerfi breytt Margvíslegar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. voru samþykktar á fundi stjórnar fyrirtækisins í gær. Tímatöflum verður breytt, tengingar á skiptistöðvum lagfærðar og þjónustutími lengdur. Þegar er farið að bæta fleiri vögnum inn á leiðirnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Ókeypis tímar í þjóðhagfræði Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands ætlar að brydda upp á þeirri nýbreytni í haust að bjóða öllum áhugamönnum um hagfræði og efnahagsmál að sækja háskólafyrirlestra um þjóðhagfræði sér að kostnaðarlausu. Innlent 14.10.2005 06:40
43 prósent hlynnt aðild að ESB Litlar breytingar virðast hafa orðið á afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Þetta leiðir ný könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í ljós. 43 prósent svarenda í könnuninni reyndust hlynnt Evrópusambandsaðild en 37 prósent andvíg henni. Innlent 14.10.2005 06:40
Hafa aðeins selt eitt fjöltengi Ikea hefur innkallað Rabalder-fjöltengi sem hafa verið í sölu um allan heim frá því í apríl á þessu ári en byrjað var að selja vöruna hér á landi þann 10. ágúst. Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ikea, segir þetta vera fyrirbyggjandi aðgerðir en galli varð við samsetningu á einhverjum tengjanna sem getur hafa valdið því að vírar í því hafi marist og skemmst. Innlent 14.10.2005 06:40
Ákært fyrir framleiðslu amfetamíns Sameinuð voru mál á hendur 34 ára gömlum manni sem setið hefur í gæsluvarðahaldi í rúma fjóra mánuði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta og svo ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði þannig að sá hlaut af nokkur meiðsli í mars á þessu ári. Innlent 14.10.2005 06:40
Ný stefna í flugvallarmáli Ekki er nema hálft ár frá því að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri boðaði að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri en í smækkaðri mynd. Nú hefur flugvallarmálið tekið algerlega nýja stefnu. Innlent 14.10.2005 06:40
Kenna sjö hundruð útlendingum Mímir-Símenntun mun taka að sér íslenskukennslu um sjö hundruð útlendinga en síðustu árin hafa Námsflokkar Reykjavíkur haft umsjón með henni. Innlent 14.10.2005 06:40
Helmingsmunur á körfum Tæplega 50 prósenta munur var á hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Kom í ljós að vörukarfan var ódýrust í verslun Bónuss þar sem hún kostaði rúmlega 5.500 krónur, en hún var dýrust í Hagkaupum og kostaði rúmlega 8.200 krónur. Innlent 14.10.2005 06:40
Neyðarástand á leikskólum Um hundrað starfsmenn vantar í leikskóla Reykjavíkurborgar en engar tölur eru til um fjölda barna á biðlista eftir plássi vegna þessa. Borgarstjóri heitir auknu fjárframlagi svo leysa megi starfsmannavandann. Auk þessa vantar um hundrað starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:40
Þyrftu að vera á geðsjúkrahúsum Áætlað er að 6 til 8 geðsjúkir einstaklingar, sem þyrftu að vera á geðhjúkrunarstofnunum, afpláni nú í fangelsum landsins, að sögn Önnu Kristínar Newton, sálfræðings hjá Fangelsismálastofnun. Um er að ræða einstaklinga sem eru mjög veikir og myndi líða betur og vegna betur annars staðar en innan fangelsisveggjanna. Innlent 14.10.2005 06:40
Ófriður og umferð Lögreglan í Keflavík fór í eitt útkall vegna heimilisófriðar og ölvunar aðfaranótt föstudags, en sagði föstudagsvaktina að öðru leyti hafa verið tíðindalitla. Innlent 14.10.2005 06:40
Tölvukerfi tafði lífeyrisgreiðslur Hnökrar í vinnslu nýs tölvukerfis Tryggingastofnunar ríkisins gerðu það að verkum að ekki fengu allir lífeyrisþegar þær greiðslur sem þeim bar í gærmorgun. Innlent 14.10.2005 06:40
Útivistartíminn breyttist í dag Frá og með 1. september breytist leyfilegur útivistartími barna þannig að nú mega 12 ára börn og yngri ekki vera lengur ein úti en til kl. 20. Og þau sem eru á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera lengur úti en til kl. 22. Innlent 14.10.2005 06:40
Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun á tilbúnum réttum og drykkjarvörum, sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í tíu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mikill munur reyndist á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni, og var mesti munurinn hundrað fimmtíu og sjö prósent, á verði 2ja lítra kókflösku. Innlent 14.10.2005 06:40
Iceland Express fjölgar flugleiðum Iceland Express hyggst fjölga áfangastöðum sínum í níu í stað þeirra þriggja sem nú er flogið til. Gert er ráð fyrir að frá og með maí árið 2006 muni flugfélagið hefja flug til Bergen í Noregi, Stokkhólms og Gautaborgar í Svíþjóð, Hamborgar, Berlínar og Friedrichshafen í Þýskalandi. En þeir áfangastaðir, sem félagið flýgur nú til, eru Kaupmannahöfn, London og Frankfurt-Hahn. Innlent 14.10.2005 06:40
Katrinu kennt um bensínhækkun Verð á öllum tegundum eldsneytis hækkaði umtalsvert í gær hjá olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu en bensínverð hækkaði þó sýnu mestu um heilar fjórar krónur. Innlent 14.10.2005 06:40
Nýr útvarpsstjóri Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Fagnar afstöðu í flugvallarmálinu Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir það stórtíðindi að Sjálfstæðismenn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu til flugvallarins í Vatnsmýrinni. Hann fagnar viðsnúningi Sjálfstæðismanna, sem hafi dregið lappirnar í málinu hingað til. Innlent 14.10.2005 06:40
Hagnaðaraukning flugstöðvar Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Innlent 14.10.2005 06:40
Nýr forstjóri Kaupþings banka Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri starfsemi Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Kaupþings Banka samstæðunnar og heyrir starf Ingólfs beint undir hann, en Ingólfur sinnir eingöngu starfsemi bankans á Íslandi. Hann segir ekki miklar breytingar á döfinni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Lægsta verðið oftast í Bónus Verslanir Bónus eru oftast með lægsta verðið á drykkjarvörum og tilbúnum réttum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 14.10.2005 06:40
Ný safnstjóri Listasafns Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Innlent 14.10.2005 06:40