Innlent Geir sækist eftir formannsembætti Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi sem fram fer 13. til 16. október. Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagði Davíð að augu manna beindust óhjákvæmilega að Geir án þess að hann lýsti yfir beinum stuðningi við hann. Innlent 14.10.2005 06:41 SUF fagnar ráðstöfun ríkisstjórnar Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar því að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að hleypa söluandvirði Símans ekki út í hagkerfið með því að ráðstafa rúmlega 32 milljörðum króna til niðurgreiðslu erlendra skulda og leggja megnið af því sem eftir er af söluandvirðinu inn á reikning í Seðlabankanum. Innlent 14.10.2005 06:40 Niðurstaða staðfesti hroðvirkni Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Innlent 14.10.2005 06:40 Farið of geyst með ráðstöfun fjár Formaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina fara of geyst í að ráðstafa fénu, sem fékkst fyrir sölu Símans, fram í tímann. Hún telur farsælla að leggja peningana til hliðar og ávaxta þá fyrst um sinn í stað þess að ráðstafa fénu fram í tvö næstu kjörtímabil. Innlent 14.10.2005 06:41 Seðlabankinn á kolrangri leið Seðlabankinn er á kolrangri leið í vaxtamálum, segir varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Húsnæðiskostnaður er aðal þensluhvatinn í efnahagslífinu, en þáttur stóriðjunnar er miklu minni en búist var við vegna fjölda erlendra starfsmanna. Lagt hefur verið til að fjölga þeim ennfrekar. Innlent 14.10.2005 06:41 Virði ákvörðun Davíðs "Davíð Oddsson á mjög farsælan feril í stjórmálum. Hann hefur verið í forystu íslenskra stjórnmála um langt skeið og reynst bæði traustur og úrræðagóður," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Innlent 14.10.2005 06:41 Davíð jafnvel sá sterkasti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að stærstu stundirnar í pólitískum ferli Davíðs Oddssonar hljóti að vera þegar hann var kjörinn borgarstjóri 1982 og formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra 1991. Innlent 14.10.2005 06:41 Kom mörgum í opna skjöldu Ákvörðun Davíðs að láta af þingmennsku og ráðherraembætti kom mörgum helstu samstarfsmönnum hans í opna skjöldu sem vildu ekki trúa því þótt sagt hefði verið frá því í hádegisfréttum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Innlent 14.10.2005 06:41 Búast við að flokkur mildist Davíðs Oddssonar verður minnst sem eins af stórleikurunum á hinu pólitíska sviði, segja formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þeir búast við að Sjálfstæðisflokkurinn mildist eitthvað við brottför Davíðs. Innlent 14.10.2005 06:41 Samningaviðræður hangi á bláþræði Samningaviðræður SFR við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) hanga nú á bláþræði eftir að samninganefnd SFH tilkynnti seint í gærkvöld þegar nýr samningur lá fyrir að hún treysti sér ekki til að skrifa undir, en samningafundur hafði þá staðið allan daginn. Innlent 14.10.2005 06:40 Skilur eftir sig stórt skarð "Þetta eru heilmikil tímamót og ég óska Davíð Oddssyni og hans fjölskyldu alls góðs og fyrst og síðast góðrar heilsu og langra lífdaga," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Innlent 14.10.2005 06:41 Fundað um vaxta- og gengismál Fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um vaxta- og gengismál hófst klukkan hálfníu í morgun. Nú rétt fyrir fréttir stóð fundurinn enn yfir. Innlent 14.10.2005 06:40 Geðlæknar mæla með öryggisvistun Aðskilin voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur manni sem sameinuð voru viku fyrr. Hæstiréttur ógilti í fyrradag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem geðlæknar segja hættulegan. Vísað er til Jónsbókar vegna miskabóta. Innlent 14.10.2005 06:41 Einn sá hæfasti horfinn af þingi Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn sjá á eftir einum mesta stjórnmálaleiðtoga sem uppi hefur verið síðan lýðveldi Íslands var stofnað. Innlent 14.10.2005 06:41 Tók ákvörðunina einn "Það veit enginn hvernig flokkurinn verður án Davíðs," segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Davíð tók þessa ákvörðun einn og við trúum því og treystum að hann hafi verið að meta það rétt." Innlent 14.10.2005 06:41 Eldur við vélsmiðju Eldur kom upp í skúr við Óseyrarbraut 3 í Hafnarfirði um klukkan fimm í gær. Þar sem skúrinn er áfastur vélsmiðju var talin mikil hætta á að eldurinn kæmist í húsnæðið og því var allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Innlent 14.10.2005 06:41 Leituðu konu við Stokkseyri Björgunarsveitir í Árnessýslu vour kallaðar út klukkan hálftíu í morgun til að leita að vistmanni frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Um klukkan 10.30 var svo ákveðið að senda sérhæfða leitarhópa og leitarhunda til leitar frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig var einkaflugvél notuð við leitina. Um klukkan 10.50 fundu björgunarsveitarmenn konuna heila á húfi skammt frá Kumbaravogi og í kjölfarið voru björgunarsveitir afturkallaðar. Innlent 14.10.2005 06:41 Passar upp á gengið Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að mikill missir verði að Davíð þegar hann hættir afskiptum af stjórnmálum. "Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur komið hvað mestu í verk af íslenskum stjórnmálamönnum, bæði fyrr og síðar og hefur gjörbreytt þessu samfélagi." Innlent 14.10.2005 06:41 Fagnar boðuðum samgöngubótum Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að ákveðið hafi verið að leggja átta milljarða króna til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007-2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð um mannvirkið. Innlent 14.10.2005 06:40 Hörð átök milli lækna og stjórnar Sérfræðingur í skurðlækningum á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur sagt upp störfum. Annar er með mál sín í höndum lögfræðings. Hinn þriðji hefur komið kvörtunum á framfæri bréflega. Ástæðan er alls staðar sú sama, ágreiningur við yfirstjórn spítalans. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41 Miðstjórnin einnig boðuð á fund Ekki aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður á fund í Valhöll í dag heldur einnig miðstjórn flokksins, en ráðherra og þingmenn flokksins grunar að Davíð Oddsson utanríkisráðherra muni þá tilkynna að hann hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 14.10.2005 06:40 Fátt sem kemur á óvart Tilkynnt var í gær að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taki við sem sjávarútvegsráðherra 27. september. "Ég hef sem betur ferið verið þátttakandi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á undanförnum árum. Ég var um tíma formaður sjávarútvegsnefndar og sit í sjávarútvegsnefnd, þannig að það er fátt sem kemur mér í rauninni á óvart." Innlent 14.10.2005 06:41 Menn vissu hvað gæti gærst Menn vissu nokkurn veginn fyrir hvað myndi gerast þegar fellibylur á borð við Katrínu gengi yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands, en málstofa um hamfarirnar verður haldin í dag. Erlent 14.10.2005 06:40 Mikið brottfall í inntökupróf Aðeins 51 umsækjandi af alls 140 sem sóttu um skólavist í Lögregluskóla ríkisins á næsta ári verða boðaðir til viðtals fyrir valnefnd en sú nefnd mun velja þá 32 hæfustu úr til að hefja nám árið 2006. Innlent 14.10.2005 06:41 Fátæklegra þjóðlíf "Flokksstarfið, störf á þinginu og þjóðlífið verður mun fátæklegra þegar Davíð hverfur af þessum vettvangi," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi. Innlent 14.10.2005 06:41 Sprengjuhótun á spegli Sprengjuhótun fannst skrifuð á spegil á einu af salernum Boeing flugvélar íslenska flugfélagsins Atlanta sem lenti á Gatwick flugvelli um miðjan dag í gær. Innlent 14.10.2005 06:41 Brotthvarf Davíðs mikil tíðindi "Það eru auðvitað heilmikil pólitísk tíðindi þegar maður sem hefur sett jafnmikinn svip á stjórnmálin og Davíð Oddsson hefur gert er að hverfa af sjónarsviðinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. "Davíð er mjög öflugur og verðugur andstæðingur og ég mun auðvitað sakna hans af hinum pólitíska leikvangi. Innlent 14.10.2005 06:41 Sviðsetti morð Stúlka sem var í netsambandi við pilt gerði honum og lögreglunni í Reykjavík grikk í fyrrkvöld. Þau voru í sambandi á netinu með myndavél svo þau sáu hvort annað á tölvuskjánum. Innlent 14.10.2005 06:41 Reiknar með nýrri ákæru Verði öllum átján ákæruliðunum, af þeim fjörutíu sem héraðsdómur hefur gert athugasemdir við í Baugsmálinu, vísað frá dómi er útlit fyrir að Jóhannes Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir verði ekki dæmd sek. Þetta segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Innlent 14.10.2005 06:41 Kemur aldrei annar Davíð "Það verður náttúrlega mikil breyting í Sjálfstæðisflokknum við brottför Davíðs," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. "Hann hefur lengi setið sem óumdeildur leiðtogi flokksins þannig að hans skarð verður vandfyllt eins og oft vill verða þegar öflugir leiðtogar hverfa af vettvangi. Innlent 14.10.2005 06:41 « ‹ ›
Geir sækist eftir formannsembætti Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi sem fram fer 13. til 16. október. Aðspurður á blaðamannafundinum í dag sagði Davíð að augu manna beindust óhjákvæmilega að Geir án þess að hann lýsti yfir beinum stuðningi við hann. Innlent 14.10.2005 06:41
SUF fagnar ráðstöfun ríkisstjórnar Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar því að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að hleypa söluandvirði Símans ekki út í hagkerfið með því að ráðstafa rúmlega 32 milljörðum króna til niðurgreiðslu erlendra skulda og leggja megnið af því sem eftir er af söluandvirðinu inn á reikning í Seðlabankanum. Innlent 14.10.2005 06:40
Niðurstaða staðfesti hroðvirkni Ef það verður niðurstaða héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar, þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Innlent 14.10.2005 06:40
Farið of geyst með ráðstöfun fjár Formaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina fara of geyst í að ráðstafa fénu, sem fékkst fyrir sölu Símans, fram í tímann. Hún telur farsælla að leggja peningana til hliðar og ávaxta þá fyrst um sinn í stað þess að ráðstafa fénu fram í tvö næstu kjörtímabil. Innlent 14.10.2005 06:41
Seðlabankinn á kolrangri leið Seðlabankinn er á kolrangri leið í vaxtamálum, segir varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Húsnæðiskostnaður er aðal þensluhvatinn í efnahagslífinu, en þáttur stóriðjunnar er miklu minni en búist var við vegna fjölda erlendra starfsmanna. Lagt hefur verið til að fjölga þeim ennfrekar. Innlent 14.10.2005 06:41
Virði ákvörðun Davíðs "Davíð Oddsson á mjög farsælan feril í stjórmálum. Hann hefur verið í forystu íslenskra stjórnmála um langt skeið og reynst bæði traustur og úrræðagóður," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Innlent 14.10.2005 06:41
Davíð jafnvel sá sterkasti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að stærstu stundirnar í pólitískum ferli Davíðs Oddssonar hljóti að vera þegar hann var kjörinn borgarstjóri 1982 og formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra 1991. Innlent 14.10.2005 06:41
Kom mörgum í opna skjöldu Ákvörðun Davíðs að láta af þingmennsku og ráðherraembætti kom mörgum helstu samstarfsmönnum hans í opna skjöldu sem vildu ekki trúa því þótt sagt hefði verið frá því í hádegisfréttum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag. Innlent 14.10.2005 06:41
Búast við að flokkur mildist Davíðs Oddssonar verður minnst sem eins af stórleikurunum á hinu pólitíska sviði, segja formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þeir búast við að Sjálfstæðisflokkurinn mildist eitthvað við brottför Davíðs. Innlent 14.10.2005 06:41
Samningaviðræður hangi á bláþræði Samningaviðræður SFR við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) hanga nú á bláþræði eftir að samninganefnd SFH tilkynnti seint í gærkvöld þegar nýr samningur lá fyrir að hún treysti sér ekki til að skrifa undir, en samningafundur hafði þá staðið allan daginn. Innlent 14.10.2005 06:40
Skilur eftir sig stórt skarð "Þetta eru heilmikil tímamót og ég óska Davíð Oddssyni og hans fjölskyldu alls góðs og fyrst og síðast góðrar heilsu og langra lífdaga," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Innlent 14.10.2005 06:41
Fundað um vaxta- og gengismál Fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um vaxta- og gengismál hófst klukkan hálfníu í morgun. Nú rétt fyrir fréttir stóð fundurinn enn yfir. Innlent 14.10.2005 06:40
Geðlæknar mæla með öryggisvistun Aðskilin voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur manni sem sameinuð voru viku fyrr. Hæstiréttur ógilti í fyrradag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem geðlæknar segja hættulegan. Vísað er til Jónsbókar vegna miskabóta. Innlent 14.10.2005 06:41
Einn sá hæfasti horfinn af þingi Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn sjá á eftir einum mesta stjórnmálaleiðtoga sem uppi hefur verið síðan lýðveldi Íslands var stofnað. Innlent 14.10.2005 06:41
Tók ákvörðunina einn "Það veit enginn hvernig flokkurinn verður án Davíðs," segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. "Davíð tók þessa ákvörðun einn og við trúum því og treystum að hann hafi verið að meta það rétt." Innlent 14.10.2005 06:41
Eldur við vélsmiðju Eldur kom upp í skúr við Óseyrarbraut 3 í Hafnarfirði um klukkan fimm í gær. Þar sem skúrinn er áfastur vélsmiðju var talin mikil hætta á að eldurinn kæmist í húsnæðið og því var allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Innlent 14.10.2005 06:41
Leituðu konu við Stokkseyri Björgunarsveitir í Árnessýslu vour kallaðar út klukkan hálftíu í morgun til að leita að vistmanni frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Um klukkan 10.30 var svo ákveðið að senda sérhæfða leitarhópa og leitarhunda til leitar frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig var einkaflugvél notuð við leitina. Um klukkan 10.50 fundu björgunarsveitarmenn konuna heila á húfi skammt frá Kumbaravogi og í kjölfarið voru björgunarsveitir afturkallaðar. Innlent 14.10.2005 06:41
Passar upp á gengið Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að mikill missir verði að Davíð þegar hann hættir afskiptum af stjórnmálum. "Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur komið hvað mestu í verk af íslenskum stjórnmálamönnum, bæði fyrr og síðar og hefur gjörbreytt þessu samfélagi." Innlent 14.10.2005 06:41
Fagnar boðuðum samgöngubótum Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að ákveðið hafi verið að leggja átta milljarða króna til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007-2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð um mannvirkið. Innlent 14.10.2005 06:40
Hörð átök milli lækna og stjórnar Sérfræðingur í skurðlækningum á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur sagt upp störfum. Annar er með mál sín í höndum lögfræðings. Hinn þriðji hefur komið kvörtunum á framfæri bréflega. Ástæðan er alls staðar sú sama, ágreiningur við yfirstjórn spítalans. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41
Miðstjórnin einnig boðuð á fund Ekki aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður á fund í Valhöll í dag heldur einnig miðstjórn flokksins, en ráðherra og þingmenn flokksins grunar að Davíð Oddsson utanríkisráðherra muni þá tilkynna að hann hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 14.10.2005 06:40
Fátt sem kemur á óvart Tilkynnt var í gær að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taki við sem sjávarútvegsráðherra 27. september. "Ég hef sem betur ferið verið þátttakandi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á undanförnum árum. Ég var um tíma formaður sjávarútvegsnefndar og sit í sjávarútvegsnefnd, þannig að það er fátt sem kemur mér í rauninni á óvart." Innlent 14.10.2005 06:41
Menn vissu hvað gæti gærst Menn vissu nokkurn veginn fyrir hvað myndi gerast þegar fellibylur á borð við Katrínu gengi yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands, en málstofa um hamfarirnar verður haldin í dag. Erlent 14.10.2005 06:40
Mikið brottfall í inntökupróf Aðeins 51 umsækjandi af alls 140 sem sóttu um skólavist í Lögregluskóla ríkisins á næsta ári verða boðaðir til viðtals fyrir valnefnd en sú nefnd mun velja þá 32 hæfustu úr til að hefja nám árið 2006. Innlent 14.10.2005 06:41
Fátæklegra þjóðlíf "Flokksstarfið, störf á þinginu og þjóðlífið verður mun fátæklegra þegar Davíð hverfur af þessum vettvangi," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi. Innlent 14.10.2005 06:41
Sprengjuhótun á spegli Sprengjuhótun fannst skrifuð á spegil á einu af salernum Boeing flugvélar íslenska flugfélagsins Atlanta sem lenti á Gatwick flugvelli um miðjan dag í gær. Innlent 14.10.2005 06:41
Brotthvarf Davíðs mikil tíðindi "Það eru auðvitað heilmikil pólitísk tíðindi þegar maður sem hefur sett jafnmikinn svip á stjórnmálin og Davíð Oddsson hefur gert er að hverfa af sjónarsviðinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. "Davíð er mjög öflugur og verðugur andstæðingur og ég mun auðvitað sakna hans af hinum pólitíska leikvangi. Innlent 14.10.2005 06:41
Sviðsetti morð Stúlka sem var í netsambandi við pilt gerði honum og lögreglunni í Reykjavík grikk í fyrrkvöld. Þau voru í sambandi á netinu með myndavél svo þau sáu hvort annað á tölvuskjánum. Innlent 14.10.2005 06:41
Reiknar með nýrri ákæru Verði öllum átján ákæruliðunum, af þeim fjörutíu sem héraðsdómur hefur gert athugasemdir við í Baugsmálinu, vísað frá dómi er útlit fyrir að Jóhannes Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir verði ekki dæmd sek. Þetta segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Innlent 14.10.2005 06:41
Kemur aldrei annar Davíð "Það verður náttúrlega mikil breyting í Sjálfstæðisflokknum við brottför Davíðs," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. "Hann hefur lengi setið sem óumdeildur leiðtogi flokksins þannig að hans skarð verður vandfyllt eins og oft vill verða þegar öflugir leiðtogar hverfa af vettvangi. Innlent 14.10.2005 06:41