Innlent

Fréttamynd

Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa leitt hugann mikið að varaformannsframboði í flokknum. Það sé enginn þrýstingur á hann og honum liggi ekkert á að ákveða hvort hann fari fram eða ekki. Það komi bara í ljós þegar þar að kemur.

Innlent
Fréttamynd

Húsfélag sýknað af skaðabótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Húsfélagið að Lágmúla 5 af skaðabótakröfum konu sem datt fyrir utan húsið í lok janúar árið 2002 og ökklabrotnaði við það og sneri sig á hné. Varanleg örorka hennar var metin 15% eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

20 prósenta launahækkun

Nýr kjarasamningur tryggir félagsmönnum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, tuttugu prósenta launahækkun á samningstímanum. Samningarnir eru afturvirkir og gilda frá 1. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Óku ölvaðir af dansleik

Tvær bílveltur urðu á Vesturlandsvegi með stuttu millibili í fyrrinótt skammt sunnan við Bifröst en þar var haldinn dansleikur umrædda nótt. Báðir ökumennirnir eru grunaðir um ölvun við akstur. Engin slys urðu á fólki en bílarnir eru báðir mjög skemmdir eða ónýtir að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Fyrr um nóttina hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem hafði fengið sér neðan í því.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð hræðist ekki Önnu

Anna Kristinsdóttir stefnir að fyrsta sætinu á lista framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. Alfreð Þorsteinsson, núverandi oddviti framsóknarmanna, segir Önnu þegar hafa reynt að sigra sig einu sinni og henni sé guðvelkomið að reyna það aftur.

Innlent
Fréttamynd

Fannst látinn í Markarfljóti

Franski ferðamaðurinn Christian Apalléa, sem björgunarsveitir hafa leitað að í dag, fannst látinn í Markarfljóti um klukkan þrjú. Að sögn Þorsteins Þorkelssonar hjá Landsbjörgu virðist sem Apalléa hafi farið ranga leið, aðeins vestar en leiðin liggur, þegar gengið er inn í Húsadal í Þórsmörk frá Álftavatni.

Innlent
Fréttamynd

Fáskrúðsfjarðargöng opnuð

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði jarðgöng undir Kollufjall við hátíðlega athöfn klukkan fjögur í dag. Göngin stytta leiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um 31 kílómetra en þau eru tæplega sex kílómetra löng. Áætlaður kostnaður við gerð ganganna er um fjórir milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Einkarekinn spítali innan 5 ára

Augljóst er að einkarekinn spítali verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir formaður Læknafélags Íslands. Hópur fólks var vel á veg kominn með slíkar hugmyndir, en bakkaði vegna andspyrnu sem það varð fyrir </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Anna stefnir á fyrsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Davíð fær 70% hærri laun

Tveimur vikum áður en Davíð Oddsson tilkynnti að hann yrði Seðlabankastjóri ákvað bankaráð bankans að hækka laun æðstu stjórnenda um 27 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmet í hópknúsi

Íslandsmetið í hópknúsi var slegið í dag þegar 156 háskólanemar knúsuðust við styttuna af Sæmundi á selnum framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hópknúsið, sem á að auka samkennd og kærleika innan háskólasamfélagsins, var hluti dagskrár Stúdentadaga þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir í skólann.

Lífið
Fréttamynd

Allt stefnir í verkfall

Allt stefnir í verkfall hjá starfsmannafélagi Akraness náist ekki kjarasamningar fyrir 3. október. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun félagsmanna fór fram í gær og voru níutíu og sjö prósent samþykk henni en rúmlega sjötíu prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Innlent
Fréttamynd

Valdabarátta og togstreita

Ástæður deilumála lækna og yfirstjórnar á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru margþættar. Valdabarátta og togstreita af ýmsum toga hafa birst á margvíslegan hátt, allt frá stöðulækkunum til deilna um stimpilklukku.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fagna yfirlýsingu Þorgerðar

Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að hún ætli að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Beit konu í baugfingur

Ákvörðun um refsingu rétt tæplega 26 ára gamallar konu var í gær frestað í Héraðsdómi Vestfjarða, en hún hafði verið kærð fyrir líkamsárás. Haldi konan skilorð í tvö ár fellur refsingin niður.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður á leik

Embætti umboðsmanns alþingis ákveður brátt hvernig brugðist verður við skriflegum ábendingum þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að taka þátt í sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins svonefnda.

Innlent
Fréttamynd

Ásókn í lóðir á Grundarfirði

"Á síðustu vikum hefur bara orðið sprenging í umsóknum fyrir byggingalóðir á Grundarfirði," segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri en hátt í tuttugu umsóknir hafa borist á skömmum tíma. Hún segir að íbúðarverð fari hækkandi í bænum en skortur hefur verið á lóðum undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Truflanir á símkerfum hjá Vegagerð

Vegna vinnu í dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur verður rafmagnslaust í kvöld og nótt í aðalstöðvum Vegagerðannir í Reykjavík. Rafmagnsleysið veldur truflunum á tölvu- og símkerfum Vegagerðarinnar um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ekki þátt í prófkjöri VG

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri vinstri grænna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtabætur skipta máli

Greiðslubyrði ungra hjóna sem kaupa þriggja herbergja íbúð í dag er meiri en ef þau hefðu keypt íbúðina í ársbyrjun 2004 segir á vef Alþýðusambands Íslands. Þetta skýrist af gríðarlegum hækkunum á íbúðarhúsnæði og gerir talsvert meira en að vega upp ávinninginn af lækkun vaxta á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Reiðilestur við Háskóla Íslands

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar hélt í hádeginu reiðilestur við Háskóla Íslands. Hann telur Háskóla Íslands ekki hafa hugað að geðheilbrigði stúdenta sinna, auk þess sem svo ómanneskjulega sé víða tekið á móti nýnemum að fjölmargir brotni undan álaginu og veikist hreinlega á geði.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn sluppu ómeiddir

Tveir spænskir ferðamenn sluppu ómeiddir eftir að bíll sem þeir voru í valt á Þverárfjallsvegi á milli Sauðárkróks og Blönduóss í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum í lausamöl, að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki, en ferðamennirnir voru á leið til Blönduóss þegar óhappið varð. Bifreiðin, sem fólkið hafði leigt, er gjörónýt.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vegatoll á Sundabraut

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, telur að það komi ekki til greina að taka upp vegatoll á væntanlegri Sundabraut þar sem í því felist óviðunandi mismunun fyrir höfuðborgarbúa. Hann segir eðlilegra að taka upp einhvers konar umferðargjald fyrir allt svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fella átti úrskurð í febrúar

Frestur umhverfisráðherra til að fella úrskurð vegna þriggja kæra á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar átti að renna út í febrúar. Viðamikið og óvenjulega flókið mál segir aðstoðarmaður ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins, sem haldinn verður um miðjan október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki styrkir Landsbjörgu

Íslandsbanki undirritaði í morgun samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að verða aðalstyrktaraðili félagsins næstu fjögur árin. Bankinn styrkir Landsbjörgu um þrjár milljónir króna á ári.

Innlent
Fréttamynd

Háskólinn gróðrastía geðsjúkdóma

Tvö þúsund geðsjúklingar stunda nám við Háskóla Íslands og það þarf að sinna þeim, segir formaður Geðhjálpar. Hann segir kennara við skólann hrokafulla í garð nemenda og verst sé ástandið í læknadeild og í sálfræði.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar í varaformannslagnum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ákvað nú fyrir stundu að bjóða sig fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Tvö vilja varaformannsætið

Menntamálaráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri hafa lýst yfir að þau sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en ekki er loku fyrir skotið að fleiri gefi kost á sér. Hvorki kona né landsbyggðarmaður hafa gegnt embætti formanns eða varaformanns flokksins í 76 ára sögu hans.

Innlent
Fréttamynd

Harka og ósveigjanleiki

Sársaukafull sameining tveggja spítala. Talsverð harka yfirstjórnar og ósveigjanleiki lækna í andófi. Þetta telur sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss geta verið áhrifavalda í þeim deilum sem uppi eru á spítalanum. </font /></b />

Innlent