Innlent

Fréttamynd

Fjalla á um möguleg brot Hannesar

Héraðsdómur Reykjavíkur á að taka til efnismeðferðar kröfur Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, aðrar en bótakröfur, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í gær. Krafist var um 7,5 milljóna króna í bætur vegna meintra höfundarréttabrota Hannesar við ritun bókarinnar Halldór.

Innlent
Fréttamynd

Hálka á Hellisheiði

Það er snjókoma og hálka á Hellisheiði að sögn vegfarenda þar og Vegagerðin segir að hálka sé á Klettshálsi, krapi á Holtavörðuheiði og snjóþekja eða hálka víða á Norðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpið var sýknað

Ríkisútvarpið var sýknað af kröfum Tefra-Film um greiðslu á rúmlega 38 milljónum króna auk vaxta fyrir sýningarrétt á kennslumyndaröðinni "Viltu læra íslensku?" sem sýnd var í sjónvarpi á þessu og síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál: Kom ekki á óvart

Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið.

Innlent
Fréttamynd

Sendir fannst undir kvöld

Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslu við Sandgerði í gær vegna sendinga neyðarsendis á svæðinu. Að sögn Landhelgisgæslu hófust sendingarnar klukkan 11:17 í morgun og fór strax nokkur viðbúnaður í gang.

Innlent
Fréttamynd

KB gagnrýnir félagsmálaráðherra

Heimildir Íbúðalánasjóðs til að lána fjármálastofnunum fé, sem mikið voru ræddar í sumar, hafa nú verið rýmkaðar með nýjum viðauka við reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Í hálffimm fréttum KB banka er þessi ákvörðun félagsmálaráðherra gagnrýnd, þar sem áhættu sjóðsins sé þannig stýrt með sértækum reglugerðum félagsmálaráðuneytisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nóg komið af körlum

Tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að gerð verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi og henni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs.

Innlent
Fréttamynd

Rotaðist í Norðurárdal

Ökumaður bíls sem fór út af veginum og valt í Norðurárdal síðdegis í gær var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landsspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík. Maðurinn sem var einn í bílnum hafði orðið fyrir nokkru höfuðhöggi og rotast.

Innlent
Fréttamynd

Skerpt á heimildum Íbúðalánasjóðs

Skerpt hefur verið á heimild Íbúðalánasjóðs til áhættustýringar og ávöxtunar lausafjár með sérstökum viðauka við reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan lægst á Íslandi

Verðbólga er hvergi minni í Evrópu en á Íslandi. Verðbólgan hér mældist 0,4 prósent í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neyðsluverðs í EES-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Lettlandi en verðbólgan er að meðaltali 2,2 prósent í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólína klagar Finnboga

Ólína Þorvarðardóttir hefur farið fram á að útvarpsráð fjalli um fréttaflutning Finnboga Hermannssonar, forstöðumanns Svæðisútvarps Vestfjarða, um málefni Menntaskólans á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjör söfnunarinnar birt

Þjóðarhreyfingin hefur birt uppgjör söfnunarinnar „Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“. Meira en fjögur þúsund manns stóðu straum af kostnaði við birtingu auglýsingar í bandaríska stórblaðinu <em>The New York Times</em> þar sem lýst var andstöðu við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja innrásina.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa finnskt matvælafyrirtæki

Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt finnska matvælafyrirtækið Boyfood sem sérhæfir sig í fullvinnslu og sölu á síld. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Finnlandi en Finnar neyta mikillar síldar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grjót sprengt fyrir ofan Ísafjörð

Sprengingar hófust á grjóti á brún Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð í morgun. Engin sérstök hætta er talin á ferðum en nokkrir tugir íbúa við Urðarveg eru samt beðnir um að vera ekki heima milli níu og þrjú í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr hækkunum á íbúðaverði

Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði að undanförnu og spáir Greiningardeild Íslandsbanka því nú að íbúðaverð staðni á næsta ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um rúmlega hálft prósent í síðasta mánuði og er það í fyrsta skipti í eitt ár sem íbúðaverð lækkar milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þora ekki til Bolungarvíkur

"Bolvíkingar láta sig nú flestir hafa það að keyra undir Óshlíðinni þótt þeir séu nú meðvitaðir um þá hættu sem því fylgir, en ég tel að fáir aðrir geri sér ferð til Bolungarvíkur eins og ástandið er," segir Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík og formaður Almannavarnanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Laugalækjarskóli sigraði

Skáksveit Laugalækjarskóla tryggði sér sigur á Norðurlandameistaramóti grunnskólasveita sem haldið var í Árósum í Danmörku um síðustu helgi. Vilhjálmur Pálmason og Einar Sigurðsson voru sigursælastir í sigurliðinu; hvor um sig var með fjóra og hálfan vinning en fimm skákir voru tefldar.

Innlent
Fréttamynd

Bæti aðstoð við sjúklinga

Heilbrigðisráðherra telur nauðsynlegt að stofnanir í heilbrigðiskerfinu bæti aðstoð sína við sjúklinga og öryrkja sem leita úrræða hjá hinu opinbera. Fréttastofan hefur bent á að ofbeldisbrotaþolar hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða hjálp sé að fá heldur villist þeir endalaust í völundarhúsi kerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Fléttulistar um allt land

Landsamband framsóknarkvenna samþykkti ályktun þess efnis að Framsóknarflokkurinn byði fram fléttulista um allt land fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fram fara næsta vor, að sögn Bryndísar Bjarnarsonar nýkjörins formanns sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Staðið verði við ákvörðunina

Samband ungra framsóknarmanna tók í gærkvöldi undir þá ályktun landsþings Landssambands framsóknarkvenna í gær að staðið verði við þá ákvörðun, sem Halldór Ásgrímsson greindi frá á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna fyrir helgi, að standa beri við fyrri ákvarðanir um framboð Íslendinga til setu í öryggisráðinu árin 2009-2010.

Innlent
Fréttamynd

Brynjólfur áfram hjá Símanum

Stjórn Símans hefur gengið frá áframhaldandi ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar sem forstjóra fyrirtækisins. Brynjólfur hefur gegnt starfinu frá árinu 2002 en var áður forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Granda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orrustuþoturnar yfirgefa landið

Fjórar orrustuþotur breska flughersins tóku á loft frá Reykjavíkurflugvelli í dag. Þoturnar fóru í æfingaflug til Keflavíkur fyrir helgi en gátu ekki lent þar vegna veðurs. Sjaldgæft er að eins hreyfils orrustuþotum sé lent með blindflugstækjum.

Innlent
Fréttamynd

Geir frekar fylgjandi framboðinu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert athugavert við ummæli fosætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um að Íslendingar væru í framboði til Öryggisráðsins. Yfirlýsingin hafi verið gefin í samráði við Geir H. Haarde, verðandi utanríkisráðherra, sem frekar hefði verið fylgjandi framboði en ekki.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í uppáhaldi hjá ferðamönnum

Ísland hefur verið útnefnt uppáhalds Evrópuland ferðamanna af breska dagblaðinu <em>Guardian</em>. Í fyrra var Slóvenía vinsælasti áfangastaðurinn og Ísland í öðru sæti og árið þar áður var Ísland einnig efst.

Innlent
Fréttamynd

Verjum mestu fé til menntamála

Íslendingar verja mestu fé OECD ríkja til menntamála. Formaður Kennarasambands Íslands segir að verja mætti meira fé til menntunar kennara

Innlent
Fréttamynd

Frávísun dregin til baka

Ragnar Hall dró til baka kröfu um að framhaldsákæra á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum sem hafa verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á sköttum og launatengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri tengdum Frjálsri fjölmiðlun verði vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Margra mánaða bið eftir aðgerð

Pör sem þurfa á tæknifrjóvgunaraðgerðum að halda verða að sætta sig við að bíða fram í apríl á næsta ári, nema þau hafi tök á að greiða aðgerðina að fullu úr eigin vasa. Skýringin er sú að fjármagn til tæknifrjóvgunaraðgerða er uppurið.

Innlent
Fréttamynd

Dís og Gargandi snilld tilnefndar

Kvikmyndirnar <em>Dís </em>í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem jafnframt er einn þriggja handritshöfunda myndarinnar, og<em> Gargandi snilld</em> í leikstjórn Ara Alexanders, sem jafnframt skrifaði handritið, eru í hópi tíu kvikmynda frá Norðurlöndunum sem tilnefndar hafa verið til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Lífið
Fréttamynd

Verka portúgalskan jólamat

Starfsmenn í saltfiskvinnslu Brims í Grenivík eru nú í óðaönn að undirbúa jólamatinn fyrir Portúgali. Þar starfa fjórtán manns við að verka jólasaltfiskinn en í Portúgal er saltaður þorskur jólamatur á fjölda heimila.

Innlent