Innlent Enn óveður á vestanverðu landinu Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Samfylking missir mann "Þannig var að þegar Gunnar Örlygsson flutti sig til Sjálfstæðisflokksins þá stóðu fjórði maður Samfylkingar og fimmti maður Sjálfstæðisflokks jafnir á hlutföllum innan fjárlaganefndar. Það kom til hlutkestis sem ég tapaði," segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Framsóknarmenn á Akureyri álykta Framsóknarfélag Akureyrar hefur ályktað um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Innlent 23.10.2005 15:00 Skipsbrotsmanni bjargað Einum manni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en annar er talinn látinn, eftir að bandarísk skúta lenti í hafsnauð í gærnótt. Innlent 23.10.2005 15:00 Varað við hvassviðri í Búðardal Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur. Innlent 23.10.2005 14:59 Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. Innlent 23.10.2005 14:59 Óttast að uppskera hafi eyðilagst Eyfirskir bændur óttast að kornuppskera á um það bil áttatíu hektörum af kornökrum hafi eyðilagst í norðan áhlaupinu, sem er alvarlegt áfall fyrir þessa nýju búbót bænda. Svarfdælskir bændur fara einkum illa út úr þessu, að því er kemur fram á Degi. net, því þreksivélin sem kom þangað í síðustu viku bilaði og komst ekki í lag aftur fyrr en það var orðið um seinann. Innlent 23.10.2005 14:59 Losnar hugsanlega úr haldi Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson þurfi ekki að dvelja lengur í haldi skilorðsnefndar Texas í bænum Tyler heldur fái að gista hjá bróður fyrrverandi eiginkonu stjúpföður síns sem þar býr. Aron Pálmi var handtekinn í fyrrinótt og ekki leyft að halda áfram ferð sinni til San Antonio með öðru fólki frá heimabæ hans Beaumont. Erlent 23.10.2005 14:59 Davíð hættur sem ráðherra Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Innlent 23.10.2005 15:00 Ný lögreglustöð í Mjóddinni Ný lögreglustöð verður opnuð í Álfabakka í Mjóddinni á morgun. Um leið verður lögreglustöðinni í Völvufelli í efra Breiðholti lokað. Innlent 23.10.2005 15:00 Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru. Innlent 23.10.2005 15:00 Stóðu í innbrotum og smáþjófnaði Átján ára piltur var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í hlutverki bílstjóra í innbrotaleiðangri þriggja annarra í Reykjavík í mars á þessu ári. Þá var hann dæmdur fyrir lítilræði af hassi sem fannst í bíl hans nokkrum dögum síðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Liggur undir skemmdum Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í. Innlent 23.10.2005 15:00 Davíð kveður þakklátur Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær, en hann tekur við stöðu seðlabankastjóra 20. október næstkomandi. Ráðherraskiptin urðu á ríkisráðsfundi síðdegis í gær. Innlent 23.10.2005 15:00 Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. Innlent 23.10.2005 14:59 Útlit fyrir stormviðri Útlit er fyrir stormviðri á norðvestanverðu og suðaustanverðu landinu síðar í dag með sterkum vindhviðum víða um land. Þannig er varað við að storm geti gert undir Vatnajökli, á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, á sunnanverðu Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og á fjallvegum á Vestfjörðum. Innlent 23.10.2005 14:59 Síðasti fulli vinnudagur Davíðs Dagurinn í dag er síðasti fulli vinnudagur Davíðs Oddssonar í embætti utanríkisráðherra. Á morgun hefur verið boðað til ríkisráðsfundar þar sem Davíð mun segja af sér ráðherradómi og Geir H. Haarde tekur við embætti utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59 Krefjast bæði sýknu af húsbroti Arna Ösp Magnúsardóttir sem ákærð er fyrir eignaspjöll og húsbrot á hótel Nordica í sumar þar sem skvett var grænu skyri á gesti álráðstefnu breytti í gær afstöðu sinni til ákærunnar um húsbrotið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 23.10.2005 14:59 Gleymdi potti á eldavél Mikill reykur gaus upp úr potti sem gleymst hafði á logandi eldavél í sambýlishúsi á Akranesi í gærkvöldi, en með snarræði tókst húsráðanda að ná pottinum af eldavélinni áður en eldur kviknaði út frá honum. Slökkviliðið kom á vettvang og reykræsti íbúðina, en nokkurt tjón hlaust af reyknum. Innlent 23.10.2005 14:59 Lýst eftir 17 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir eftir Söndru Baldursdóttur, til heimilis að Blöndubakka í Reykjavík. Sandra er fædd árið 1988. Hún er um einn og sextíu á hæð, ljóshærð með axlarsítt hár, er brúneygð og grannvaxin. Ekkert hefur spurst til Söndru síðan 10. september. Innlent 23.10.2005 14:59 Taka 70 töflur af parkódíni á dag Neysla parkódíns hér á landi er margfalt meiri en í Danmörku. Lyfin verða tekin úr lausasölu hér vegna misnotkunar. Fleiri og fleiri leita sér aðstoðar vegna lyfjaneyslunnar. Innlent 23.10.2005 14:59 Hafi sent gögn til Styrmis Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Óvíst um fjölda dómara Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu. Innlent 23.10.2005 14:59 Skyrslettumálið tekið fyrir Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsdóttir sem ákærð eru fyrir stórfelld eignaspjöll og húsbrot þegar þau slettu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar. Innlent 23.10.2005 14:59 Svikafyrirtæki eykur umsvifin hér Svikafyrirtækið European City Guide er enn að auka umsvif sín hér á landi. Forráðamenn fyrirtækja eru gabbaðir til að samþykkja skráningu í gagnabanka án endurgjalds en síðan rukkaðir um tugi þúsunda. Innlent 23.10.2005 14:59 Mál Auðar Laxness tekið fyrir Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku. Innlent 23.10.2005 14:59 Sakir aðeins fyrndar að hluta Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar. Innlent 23.10.2005 14:59 Áhugi á tungumálum minnkar eilítið Áhugi grunn- og framhaldsskólanema á erlendum tungumálum virðist hafa minnkað ef marka má nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birtir á degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. Þar kemur fram að skólaárið 2003-2004 lögðu 73,9 prósent nemenda á framhaldsskóla stund á nám í einhverju erlendu tungumáli en ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 73,0 prósent. Frá árinu 1999 hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað um 2,8 prósentustig. Innlent 23.10.2005 14:59 Ríkislögreglustjóri útskýri tafir Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.10.2005 14:59 Aftur fjallað um Halldór Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti. Innlent 23.10.2005 14:59 « ‹ ›
Enn óveður á vestanverðu landinu Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Samfylking missir mann "Þannig var að þegar Gunnar Örlygsson flutti sig til Sjálfstæðisflokksins þá stóðu fjórði maður Samfylkingar og fimmti maður Sjálfstæðisflokks jafnir á hlutföllum innan fjárlaganefndar. Það kom til hlutkestis sem ég tapaði," segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Framsóknarmenn á Akureyri álykta Framsóknarfélag Akureyrar hefur ályktað um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Innlent 23.10.2005 15:00
Skipsbrotsmanni bjargað Einum manni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en annar er talinn látinn, eftir að bandarísk skúta lenti í hafsnauð í gærnótt. Innlent 23.10.2005 15:00
Varað við hvassviðri í Búðardal Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur. Innlent 23.10.2005 14:59
Lakari afkoma en stefnt var að Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs. Innlent 23.10.2005 14:59
Óttast að uppskera hafi eyðilagst Eyfirskir bændur óttast að kornuppskera á um það bil áttatíu hektörum af kornökrum hafi eyðilagst í norðan áhlaupinu, sem er alvarlegt áfall fyrir þessa nýju búbót bænda. Svarfdælskir bændur fara einkum illa út úr þessu, að því er kemur fram á Degi. net, því þreksivélin sem kom þangað í síðustu viku bilaði og komst ekki í lag aftur fyrr en það var orðið um seinann. Innlent 23.10.2005 14:59
Losnar hugsanlega úr haldi Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson þurfi ekki að dvelja lengur í haldi skilorðsnefndar Texas í bænum Tyler heldur fái að gista hjá bróður fyrrverandi eiginkonu stjúpföður síns sem þar býr. Aron Pálmi var handtekinn í fyrrinótt og ekki leyft að halda áfram ferð sinni til San Antonio með öðru fólki frá heimabæ hans Beaumont. Erlent 23.10.2005 14:59
Davíð hættur sem ráðherra Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Innlent 23.10.2005 15:00
Ný lögreglustöð í Mjóddinni Ný lögreglustöð verður opnuð í Álfabakka í Mjóddinni á morgun. Um leið verður lögreglustöðinni í Völvufelli í efra Breiðholti lokað. Innlent 23.10.2005 15:00
Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru. Innlent 23.10.2005 15:00
Stóðu í innbrotum og smáþjófnaði Átján ára piltur var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í hlutverki bílstjóra í innbrotaleiðangri þriggja annarra í Reykjavík í mars á þessu ári. Þá var hann dæmdur fyrir lítilræði af hassi sem fannst í bíl hans nokkrum dögum síðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Liggur undir skemmdum Ríflega þriðjungur af kornuppskeru bænda á Eyjafjarðarsvæðinu liggur undir skemmdum vegna snjókomu norðanlands um síðustu helgi. Samanlagt tjón eyfirskra kornbænda vegna þessa gæti orðið um 20 milljónir króna en bændur eiga enn eftir að skera um 180 hektara af þeim 500 hekturum sem þeir sáðu í. Innlent 23.10.2005 15:00
Davíð kveður þakklátur Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær, en hann tekur við stöðu seðlabankastjóra 20. október næstkomandi. Ráðherraskiptin urðu á ríkisráðsfundi síðdegis í gær. Innlent 23.10.2005 15:00
Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. Innlent 23.10.2005 14:59
Útlit fyrir stormviðri Útlit er fyrir stormviðri á norðvestanverðu og suðaustanverðu landinu síðar í dag með sterkum vindhviðum víða um land. Þannig er varað við að storm geti gert undir Vatnajökli, á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, á sunnanverðu Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og á fjallvegum á Vestfjörðum. Innlent 23.10.2005 14:59
Síðasti fulli vinnudagur Davíðs Dagurinn í dag er síðasti fulli vinnudagur Davíðs Oddssonar í embætti utanríkisráðherra. Á morgun hefur verið boðað til ríkisráðsfundar þar sem Davíð mun segja af sér ráðherradómi og Geir H. Haarde tekur við embætti utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59
Krefjast bæði sýknu af húsbroti Arna Ösp Magnúsardóttir sem ákærð er fyrir eignaspjöll og húsbrot á hótel Nordica í sumar þar sem skvett var grænu skyri á gesti álráðstefnu breytti í gær afstöðu sinni til ákærunnar um húsbrotið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 23.10.2005 14:59
Gleymdi potti á eldavél Mikill reykur gaus upp úr potti sem gleymst hafði á logandi eldavél í sambýlishúsi á Akranesi í gærkvöldi, en með snarræði tókst húsráðanda að ná pottinum af eldavélinni áður en eldur kviknaði út frá honum. Slökkviliðið kom á vettvang og reykræsti íbúðina, en nokkurt tjón hlaust af reyknum. Innlent 23.10.2005 14:59
Lýst eftir 17 ára stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir eftir Söndru Baldursdóttur, til heimilis að Blöndubakka í Reykjavík. Sandra er fædd árið 1988. Hún er um einn og sextíu á hæð, ljóshærð með axlarsítt hár, er brúneygð og grannvaxin. Ekkert hefur spurst til Söndru síðan 10. september. Innlent 23.10.2005 14:59
Taka 70 töflur af parkódíni á dag Neysla parkódíns hér á landi er margfalt meiri en í Danmörku. Lyfin verða tekin úr lausasölu hér vegna misnotkunar. Fleiri og fleiri leita sér aðstoðar vegna lyfjaneyslunnar. Innlent 23.10.2005 14:59
Hafi sent gögn til Styrmis Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Óvíst um fjölda dómara Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu. Innlent 23.10.2005 14:59
Skyrslettumálið tekið fyrir Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsdóttir sem ákærð eru fyrir stórfelld eignaspjöll og húsbrot þegar þau slettu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar. Innlent 23.10.2005 14:59
Svikafyrirtæki eykur umsvifin hér Svikafyrirtækið European City Guide er enn að auka umsvif sín hér á landi. Forráðamenn fyrirtækja eru gabbaðir til að samþykkja skráningu í gagnabanka án endurgjalds en síðan rukkaðir um tugi þúsunda. Innlent 23.10.2005 14:59
Mál Auðar Laxness tekið fyrir Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku. Innlent 23.10.2005 14:59
Sakir aðeins fyrndar að hluta Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar. Innlent 23.10.2005 14:59
Áhugi á tungumálum minnkar eilítið Áhugi grunn- og framhaldsskólanema á erlendum tungumálum virðist hafa minnkað ef marka má nýjar tölur sem Hagstofa Íslands birtir á degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. Þar kemur fram að skólaárið 2003-2004 lögðu 73,9 prósent nemenda á framhaldsskóla stund á nám í einhverju erlendu tungumáli en ári síðar hafði hlutfallið lækkað í 73,0 prósent. Frá árinu 1999 hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað um 2,8 prósentustig. Innlent 23.10.2005 14:59
Ríkislögreglustjóri útskýri tafir Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.10.2005 14:59
Aftur fjallað um Halldór Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti. Innlent 23.10.2005 14:59