Innlent

Fréttamynd

Kökudropaþjófur á Siglufirði

Bíræfinn innbrotsþjófur fór inn í fjórar íbúðir á Siglurfiði í nótt og gerði bæði rúmrusk og hafði á brott með sér ýmsan varning. Íbúðirnar voru allar ólæstar eins og Siglfirðinga er siður en í einni íbúðinni var hann hrakinn á brott af hundi og í annrri af fatlaðri konu sem gat gefið góða lýsingu á manninum og var hann fljótlega handtekinn. 

Innlent
Fréttamynd

Akureyri fær mest úr jöfnunarsjóði

Akureyrarkaupstaður fær allra sveitarfélaga mest greitt úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar sjóðsins. 192 milljónir renna til Akureyrar, næst kemur Reykjanesbær með 109 milljónir króna. Þessi tvö sveitarfélög fá því um 300 milljónir króna samanlagt eða þriðjung þess fjár sem jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutar.

Innlent
Fréttamynd

Kaflaskil í krabbameinsrannsóknum

Ef að líkum lætur mun nýtt bóluefni fækka tilfellum leghálskrabbameins um sjötíu prósent. Stærsta rannsóknarstöð verkefnisins, sem þróað hefur bóluefnið, er hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vill upplýsingar um sendiherra

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde utanríkisráðherra vegna skipana sendiherra frá árinu 1995. Sigurjón vill vita hversu margir af þeim sendiherrum sem skipaðir hafa verið hafi fengið embættið eftir störf í utanríkisþjónustunni og hversu margir hafi verið skipaðir í stöðu sendiherra eftir störf á öðrum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Verkfalli á Akranesi ekki frestað

Fyrirhuguðu verkfalli Starfsmannafélags Akraness sem hefjast á á miðnætti á sunnudag verður ekki frestað. Þetta varð niðurstaða fundar trúnaðarmanna nú eftir hádegið, en bæjarráð Akraness hafði í gær skorað á starfsmannafélagið að fresta verkfallinu um viku.

Innlent
Fréttamynd

Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða

Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Málið tekið upp aftur?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er nú að láta lögmann sinn í Englandi kanna hvort hann geti fengið meiðyrðadóm Jóns Ólafssonar á hendur sér tekinn upp aftur fyrir dómstólum þar. Jón kveðst sömuleiðis vera að skoða hvort ummæli Hannesar í hádegisfréttum Bylgjunnar á miðvikudag hafi verið brot á lögbanni sem breskir dómstólar settu á að Hannes endurtæki ummæli sín.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sameina Hlíðarnar

Nokkrir íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík hafa tekið höndum saman við að vekja athygli á því að Hlíðahverfið er dag orðið að einskonar hverfi smáeyja, sundurskorið af stórum og umferðarþungum stofnæðum með óþolandi umferðarhávaða og hættulegri mengun sem oftsinnis á vetrum fer yfir heilsufarsmörk.

Innlent
Fréttamynd

Haldið í gömlu klisjuna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, gefur lítið fyrir orð Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um að hann hefði haft aðra afstöðu til innrásarinnar í Írak, hefðu menn vitað fyrir að þar væri engin gjöreyðingarvopn að finna.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðleikhúsið fær mest

Lista- og menningarstofnanir fá fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna á fjáraukalögum samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Mest rennur til Þjóðleikhússins, sem fær annars vegar tvö hundruð og fimmtíu milljónir vegna endurbóta og viðhalds, og hins vegar tuttugu og fimm milljónir vegna hallareksturs.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af 94 milljóna kröfu

Fyrrverandi forstjóri Atlanta, Arngrímur Jóhannsson, var sýknaður af 94 milljón króna kröfu norsks eiganda flugfélags í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Konur og lýðræði

Tuttugu og tveggja manna íslensk sendinefnd tekur nú þátt í ráðstefnunni konur og lýðræði, sem fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi. Þetta er fjórða og síðasta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem ber sama heitið.

Erlent
Fréttamynd

178 hluthafar í Skúlason Ltd

Hundrað sjötíu og átta hluthafar eru í breska fyrirtækinu Skúlason Limited sem á meirihluta í Skúlason ehf. Það félag sætir nú rannsókn bresku lögreglunnar vegna gruns um peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla afnámi bensínstyrks

Stjórn Vinstri - grænna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema örorkustyrk vegna reksturs bifreiða, eða svokallaðs bensínstyrks, eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum sem birt voru í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Írarnir hafa ekki sótt um leyfi

Hópur Íra, sem gripinn hefur verið við ólöglega sölu ýmiss varnings hér á landi undanfarið, virðist ekki hafa ráðið bót á sínum málum. Á meðal þess sem mennirnir hafa boðið til sölu eru rafstöðvar, borvélar og háþrýstidælur.

Innlent
Fréttamynd

Vestmannaeyjabær vill út

Vestmannaeyjabær á í málaferlum til að losna út úr rekstri fyrirtækisins Skúlason ehf. sem efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá í gær að beiðni bresku lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hitti vafasama menn í leit að fé

Eigandi fyrirtækisins Skúlason, sem gerð var húsleit hjá vegna breskrar rannsóknar á fjársvikum og peningaþvætti, segist hafa kynnst vafasömum mönnum í fjárfestaleit sinni í Bretlandi. Það sé líklega skýringin á því að fyrirtækið flækist í málið.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei jafn margir á Airwaves

Dagskrá tónlistarhátíðinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í sjöunda sinn í miðborg Reykjavíkur 19.-23. október, liggur nú endanlega fyrir. Aldrei fyrr hafa jafn margir komið fram á hátíðinni og í ár, eða 160 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar.

Lífið
Fréttamynd

Slapp ómeidd úr eldsvoða

Sautján ára stúlka slapp ómeidd út úr logandi kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöldi en mikill eldur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Allur stigagangurinn var rýmdur þar sem reykur barst um en slökkvistarf gekk vel.

Innlent
Fréttamynd

Remúlaði innkallað vegna örveru

Bónus hefur innkallað svokallað Bónus-remúlaði vegna þess að örverutegund í vörunni er yfir viðmiðunarmörkum. Um er að ræða túbur sem hafa „best fyrir" dagsetninguna 09.01.06. Ekki er talið að remúlaðið geti verið hættulegt fólki en þó þykir ástæða til að biðja þá sem keypt hafa vöruna um að skila henni til verslana Bónuss.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um 16 sameiningartillögur

Kosningar um sameiningu 61 sveitarfélags hér á landi fara fram næstkomandi laugardag. Kosið er um 16 sameiningartillögur en tillögurnar varða um 96 þúsund manns vítt og breitt um landið. Á kjörskrá eru 69.144. Fæstir eru á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi, eða 32, en flestir í Hafnarfirði, eða 15.570.

Innlent
Fréttamynd

Bjórblaðið þjónusta við lesendur

Forsvarsmenn Blaðsins segja í leiðara í dag að sérstakt aukablað þeirra um bjór, sem brýtur væntanlega í bága við lög um áfengisauglýsingar, sé til að þjónusta lesendur. Erlendir miðlar hafi forskot á íslenska í tekjuöflun með áfengisauglýsingum og útgáfa aukablaðsins sýni líka þá hræsni sem í auglýsingabanninu felst. Ríkið sjálft á stærstu auglýsinguna í Blaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir eldsvoða

Starfsmönnum Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði tókst fyrir snarræði að koma í veg fyrir eldsvoða undir kvöld í gær þegar kviknaði í stórri rafmagnstöflu í fiskverkunarhúsi, rétt í þann mund sem vinnu var lokið.

Innlent
Fréttamynd

Tekur við fjárnámskröfu Jóns

Sýslumaðurinn í Reykjavík mun eftir hádegið í dag taka við fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna skaðabóta sem Hannesi var gert að greiða Jóni í Bretlandi nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Stækkun höfuðstöðva Íslandsbank

Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að Steinunn Valdís Óskarsdóttir gangi til viðræðna við fasteignafélagið Klasa, sem er í eigu Íslandsbanka og Sjóvá um kaup á Borgartúni 41, sem er Strætó reiturinn.

Innlent
Fréttamynd

Bilun í varnarbúnaði spennukerfis

Bilun í varnarbúnaði háspennukerfis olli rafmagnsleysinu sem varð um tíma víða á austanverðu höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Varnarbúnaði af þessu tagi er ætlað að bregðast við og rjúfa álag þegar bilun verður í háspennustrengjum eða búnaði.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um fjárnám samþykkt

Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti fyrir stundu kröfu Jóns Ólafssonar um fjárnám upp á tæpar tólf milljónir króna hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fjárnám var gert í skuldabréfi sem Hannes hafði gefið út á Kjartan Gunnarsson, vegna húseignar Hannesar á Hringbraut.

Innlent
Fréttamynd

Einn af íslensku bergi brotinn

Einn mannanna sjö sem handteknir voru í gær í húsleit bresku lögreglunnar er af íslensku bergi brotinn. Hann er þó ekki íslenskur ríkisborgari lengur. Fjársvikin sem um ræðir nema um þremur milljónum punda, eða 324 milljónir íslenskra króna.

Innlent