Innlent

Fréttamynd

60 ábendingar um klámsíður

Um sextíu ábendingar um klámsíður á netinu berast ábendingarlínu Barnaheilla á Íslandi að meðaltali á mánuði, af þeim birtir þriðjungur barnaklám. Þetta segir Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.

Innlent
Fréttamynd

Fá eftirlaun en gegna öðru starfi

Níu fyrrverandi ráðherrar þiggja nú eftirlaun þótt þeir séu í öðrum störfum hjá ríkinu. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að skoða sérstaklega hvers vegna 250 milljón krónum meira hefur farið í eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, en ráð var fyrir gert.

Innlent
Fréttamynd

Aragrúi óþekktra barna

Gagnagrunnur Interpol geymir netmyndir af meira en 20.000 börnum sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Aðeins 350 þessara barna hafa fengið hjálp. Í fæstum tilvikum hafa kennsl verið borin á börnin.

Innlent
Fréttamynd

Aragrúi óþekktra barna

Gagnagrunnur Interpol geymir netmyndir af meira en 20.000 börnum sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Aðeins 350 þessara barna hafa fengið hjálp. Í fæstum tilvikum hafa kennsl verið borin á börnin.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir áhugasamir um Ástarfleyið

Upptökur á raunveruleikaþættinum Ástarfleyið, sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Sirkús, hafa vakið athygli í Tyrklandi. Þarlendir sjónvarpsmenn mættu á tökustað fyrir nokkrum dögum og tóku viðtöl við keppendur og umsjónarmenn.

Innlent
Fréttamynd

Faldi hass í holri bók

37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mán­að­ar­fangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dóm­ur­inn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Ryskingar í Reykjanesbæ

Ungur maður sem brá sér út á lífið í Keflavík aðfaranótt sunnudags virðist hafa farið út að skemmta sér á öðrum forsendum en menn eiga að venjast. Þannig fékk lögregla tilkynningu um það að maðurinn hefði slegið annan á skemmtistað í bænum með þeim afleiðingum að sauma þurfti nokkur spor í höfuð fórnarlambsins.

Innlent
Fréttamynd

Gæti orðið ónæmt fyrir sýklalyfjum

Tríklosan, efni sem finnst í mörgum snyrti- og hreinlætisvörum og varað hefur verið við, stuðlar að uppbyggingu mun harðgerðari bakteríustofna og getur valdið því að fólk verði ónæmt fyrir sýklalyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki einkavæðingu

Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að flokkur sinn hljóti að berjast með oddi og egg gegn einkavæðingu Landsvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Minnsta atvinnuleysið í fjögur ár

Avinnuleysi á landinu hefur ekki verið minna í fjögur ár miðað við mælingar í septermánuði og langtímaatvinnuleysi minnkar hratt samkvæmt upplýsingum Alþýðusamnbands Íslands.Meðalfjöldi atvinnulausra í mánuðinum var 2.267, sem rúmlega 500 færra en í ágúst mánuði, og rúmlega 1600 manns færra en í september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi virkni við Grímsey

Verulega tók að draga úr jarðskjálftahrinunni austur af Grímsey síðdegis í gær og hefur verið rólegt á svæðinu í nótt. Frá því að hrinan hófst á föstudag hafa á fjórða hundrað skjálftar mælst, eða heldur færri en í hrinunni í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að greiða sektina?

Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vatnið að sjatna á götum Hafnar

Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Hrærður og þakklátur

Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði.

Innlent
Fréttamynd

Vill afnema synjunarvald forseta

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta verði numið úr gildi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var að fundinum í dag. Þá telur fundurinn að huga verði að almennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður fékk 62,3% atkvæða

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Tíu aðrir sjálfstæðismenn fengu samtals 16 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Býst við að taka ákvörðun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti í Vatnajökli

Jarðskjálfti, upp á 3,6 stig á Richter, reið yfir í Vatnajökli í gærkvöld, fjórtán kílómetra suður af Trölladyngju og fleiri skjálftar fylgdu í kjölfarið í nótt og í morgun. Heilmikil virkni hefur einnig verið austur af Grímsey frá því fyrir helgi. Síðustu ár hafa viðlíka hrinur gengið yfir á þessum svæðum og enn er ekki sjá að þær boði nokkuð sérstakt, að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Lagði til manns með hnífi á balli

Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp kosti 650 milljónir

Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósentum meira en haldið var fram á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Búið að yfirheyra mann á Selfossi

Lögregla á Selfossi hefur nú sleppt manni sem handtekinn var á dansleik í nótt eftir að hann lagði til annars manns með hnífi. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn, sem var ölvaður þegar atvikið átti sér stað, yfirheyrður þegar ölvíman rann af honum og honum sleppt í kjölfarið. Málið fer nú til sýslumanns sem tekur ákvörðun um ákæru á hendur manninum.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær

Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Ófrjósemisaðgerðum fjölgar

Tæplega þrjú hundruð karlar gangast undir ófrjósemisaðgerð á ári en fyrir 25 árum voru þeir aðeins um þrjátíu. Þvagfæraskurðlæknir segir dæmi um að karlar hafi einnig látið endurtengja sig. Það geta konur ekki gert. 

Innlent
Fréttamynd

Verslun varð að félagsmiðstöð

 „Maður verður einhvern veginn að bjarga sér þegar kreppir að,“ segir Ísak Sigurgeirsson en hann og eigin­kona hans, Senee Sankla, eiga verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi sem nú skiptir um hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Björn finnur saksóknara

Björn Bjarnason sagði í Silfri Egils  í gær að hann myndi sennilega taka ákvörðun um nýjan saksóknara sem á að taka við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hafi hugsanlega verið ýtt

Nítján ára piltur hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hann var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér, að sögn lögreglu, og var áfengi haft um hönd. Svo virðist sem pilturinn hafa annað hvort farið út á götuna eða verið ýtt. Ökumaður bílsins var 21 árs gömul stúlka. Enginn var handtekinn, en þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð í áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Flestir fara að lögum og reglum

Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á löggjöf um fjölmiðla

„Þetta var alveg stórkostlegt og frábær stuðningur að fá næstum því tvo þriðju atkvæða. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir fundinn hafa verið kraftmikinn, þar hafi verið bæði mikið af ungu fólki og ekki síður nýju fólki innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bundið í stjórnarsáttmála

„Þetta var hluti af okkar landsfundarályktun síðast og hluti af okkar kosningastefnuskrá,“ sagði Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um matarskattinn. Séra Halldór Gunnarsson í Holti spurði ráðherrann um þetta stefnumál flokksins.

Innlent