Innlent Sjálfstæðismenn á Ísafirði halda prófkjör í febrúar Sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ hafa ákveðið að halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga á komandi vori 11. febrúar. Þetta kemur fram á vef héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta. Búið er að semja reglur vegna prófkjörsins, en framboðsfrestur rennur út 21. janúar. Innlent 7.12.2005 12:41 Met í kaupum á erlendum verðbréfum Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka. Innlent 7.12.2005 11:43 Vilja úttekt á símanotkun Ísafjarðarbæjar Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að gerð verði úttekt á símanotkun sveitarfélagsins og að á grundvelli hennar verði kannað verð og tilhögun á símaþjónustu með það að leiðarljósi að lækka kostnað sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Innlent 7.12.2005 12:47 Rottugangur í safnkössum sem ekki eru með vottun frá Svaninum Rottugang í safnkössum má rekja til þess að fólk kaupir kassa sem ekki eru vottaðir af Norræna umhverfismerkinu Svaninum, segir Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi. Safnkassar með vottun frá Svaninum eilítið dýrari en aðrir og velja því margir ódýrari kostinn. Það getur þó reynst dýrkeypt því slíkir kassar eiga það til gliðna og hleypa inn músum og rottum. Samþykktir kassar eru á hinn bóginn einangraðir og hafa engar rifur sem eru breiðari en 7 millimetrar. Innlent 7.12.2005 12:03 Segir Mjólkursamsöluna hafa hlunnfarið sig Bóndi hefur stefnt Mjólkursamsölunni fyrir að hafa hlunnfarið sig við uppgjör á stofnfjársjóði Samsölunnar. Sams konar mál varða um 500 aðra bændur sem samanlagt ættu tugmilljóna króna kröfu á Samsöluna ef dómstólar fallast á kröfu bóndans. Innlent 7.12.2005 11:53 Heimabankaþjófur aðeins milliliður Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Innlent 7.12.2005 12:09 Öll undir sama þak 1.100 fermetra viðbygging við Breiðagerðisskóla í Reykjavík var formlega tekin í notkun í morgun. Með tilkomu nýju viðbyggingarinnar gerist það í fyrsta sinn í allmörg ár að nemendur Breiðagerðisskóla eru allir í sama húsnæði. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu húsnæði á lóð skólans og í gömlu leikskólahúsnæði. Innlent 7.12.2005 09:49 Samningar BÍ og SA samþykktir í gær Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins vegna Árvakurs og 365 miðla, voru samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu í gær. Fylgjandi samningunum voru rúm 73 prósent en andvíg rúm 24 prósent. Innlent 7.12.2005 07:51 26 þúsund velja fyrirtæki ársins Um 26 þúsund manns taka þátt í viðamestu vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, sameinast um könnun á ánægju, starfsskilyrðum og líðan fólks á vinnustað í byrjun næsta árs. Innlent 7.12.2005 09:58 Allir velkomnir til Karmelsystra Það eru margir sem heimsækja Karmelsystur í Hafnarfirði fyrir jólin enda taka þær öllum opnum örmum. Í lítilli verslun í klaustrinu gætir ýmissa grasa. Innlent 6.12.2005 23:48 Hafnar ásökunum um staðreyndavillur Skýrsla Stjórnhátta hf. um stöðu Byggðastofnunar inniheldur ekki staðreyndavillur eins og stjórn Byggðastofnunar hefur haldið fram segir Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri Stjórnhátta. Innlent 7.12.2005 09:19 Stefna á framboð í sex sveitarfélögum Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra. Innlent 7.12.2005 08:05 Telur sig hafa fundið flakið af Goðafossi Tómas J. Knútsson sportkafari telur sig hafa fundið flakið af Goðafossi sem þýskur kafbátur grandaði á Faxaflóa í síðari heimsstyrjöldinni. Með skipinu fórust margir farþegar og skipverjar en nokkrir björguðust. Innlent 7.12.2005 07:40 Fundað vegna fréttar af heimabankaþjófnaði Fulltrúar banka og sparisjóða sitja nú á fundi til að fara yfir öryggismál vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun af þjófnaði úr heimabönkum. 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning og að sögn Fréttablaðins eru fjögur einstök þjófnaðarmál úr heimabönkum til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 7.12.2005 09:24 Sterkur ríkissjóður eða lök hagstjórn Gert er ráð fyrir nítján milljarða króna afgangi á ríkissjóði í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem verður að lögum í dag. Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir þó á um hvort þau séu til marks um sterka stöðu ríkissjóðs eða að ekki sé tekið á óróa í efnahagslífinu. Innlent 7.12.2005 08:08 Þremur bílum stolið í viku hverri Þremur bílum er stolið í Reykjavík í viku hverri en lögreglan kemur aðeins höndum yfir einn af hverjum tíu sem stunda þessa iðju. Innlent 6.12.2005 23:37 Lögregla leitar enn manns sem beraði sig Lögreglan í Reykjavík leitar enn að manni sem beraði sig framan nokkrar stúlkur við Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Stúlkurnar hlupu dauðskelkaðar heim og hringdu á lögreglu en maðurinn forðaði sér og hefur ekki fundist þrátt fyrir leit og eftirgrennslan. Innlent 7.12.2005 07:24 Maraþonumræða um fjárhagsáætlun í gær Maraþonumræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lauk ekki fyrr en undir miðnætti en hún hófst klukkan tvö í gær. Þar kynnti R-listinn meðal annars áform um að flýta næsta skrefi í átt að gjaldfrjálsum leikskóla. Innlent 7.12.2005 07:21 Í gæsluvarðhald vegna innbrota í heimabanka 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gærluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning. Að sögn Fréttablaðsins var maðurinn handtekinn í fyrrakvöld og snýst rannsóknin um að minnsta kosti fjóra þjófnaði með þessum hætti, allt upp í hálfa aðra milljón í einu tilvikanna. Innlent 7.12.2005 07:15 Stal fyrir tæpa hálfa milljón Tvítugri stúlku var ekki veitt sérstök refsing fyrir innbrot sem hún framdi í Garðabæ í sumar, en kveðinn var upp yfir henni dómur í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun vikunnar. Stúlkan játaði en brotið þótti ekki þess eðlis að leitt hefði til þyngingar á þremur öðrum dómum sem kveðnir voru upp yfir henni í millitíðinni fyrir fleiri þjófnaði. Innlent 6.12.2005 21:21 Skemmdu jólaskreytingu við Akureyrarkirkju Tveir unglingsstrákar, 15 og 16 ára, réðust á jólaskreytingu á tröppunum fyrir framan Akureyrarkirkju um þrjúleytið í nótt og brutu þar og skemmdu allt sem hönd á festi. Lögreglu var tilkynnt um athæfið og kom á vettvang, en piltarnir reyndu þá að komast undan. Innlent 7.12.2005 07:17 Þurfa að skríða til Reykjavíkur "Ef flugvöllurinn fer og þá allur aðflugsbúnaður með er væntanlega ekkert annað að gera en að fljúga aðflugið til Keflavíkur og skríða svo til Reykjavíkur í sjónflugi," segir Jón K. Björnsson, flugrekstrarstjóri hjá Þyrluþjónustunni í Reykjavík. Innlent 6.12.2005 21:21 Enn óljóst hvað olli brunanum á Ísafirði Ekki liggur enn fyrir hvað olli eldsvoða í íbúðarhúsi við Aðalstræti á Ísafirði í fyradag, þar sem einn íbúi hússins fórst. Lögreglumenn frá Ísafirði ásamt tæknimönnum frá lögreglunni í Reykjavík unnu að rannsókn málsins fram á kvöld í gærkvöldi, en niðurstaða liggur ekki fyrir. Innlent 7.12.2005 07:07 Gera ekki samninga í Eystrasaltsríkjum Rúmlega tíu prósent af starfsfólki íslenskra fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum eru í stéttarfélögum og þá helst starfsmenn matvælafyrirtækja. Kjarasamningar eru fátíðir. Forystumenn þriggja landssambanda hittast í dag til að ákveða aðgerðir. Innlent 6.12.2005 21:21 Fengu lægri laun en lofað var Innlent 6.12.2005 21:21 Þurfa að borga tæpa milljón Skipstjóri á Suðurnesjum og starfsmaður útvegsfyrirtækis hafa verið dæmdir til að greiða 400.000 krónur hvor um sig fyrir fiskveiðibrot. Skipstjórinn lét hjá líða að færa í afladagbók afla úr veiðiferð sem farin var í byrjun maí frá Grindavík og passaði ekki upp á að 431 kíló af löngu yrði viktað með öðrum afla á hafnarvigt. Innlent 6.12.2005 21:21 Aðeins einn sagði já Aðeins einn félagi í Blaðamannafélagi Íslands greiddi atkvæði með nýjum kjarasamningi félagsins við 365 ljósvakamiðla. Alls tóku fjórir þátt í atkvæðagreiðslunni og skiluðu hinir þrír auðu. Það var þó ekki þetta eina atkvæði sem réði því að samningarnir voru samþykktir því tuttugu prósenta kjörsókn þarf svo að greidd atkvæði ráði niðurstöðum. Þar sem kjörsókn var nokkuð fjarri þeim mörkum skoðast samningurinn samþykktur. Innlent 6.12.2005 21:22 Berar sig við börn að leik Innlent 6.12.2005 21:22 Stjórnarandstaðan krefst frekari skýringa Steingrímur J. Sigfússon og Mörður Árnason segja að stjórnvöld eigi að rannsaka fangaflug Bandaríkjamanna á eigin forsendum. Guðjón Arnar Kristinsson kallar eftir Norðurlandasamstarfi í málinu og talar um undirlægjuhátt. Innlent 6.12.2005 21:21 Horfið verði frá skilyrðum Íbúasamtök Grafarvogs fara þess á leit við þingmenn Reykjavíkur og samgönguráðherra að engin skilyrði verði um hvar fyrirhuguð Sundabraut skuli liggja í lögum um meðferð söluandvirðis Símans. Innlent 6.12.2005 21:22 « ‹ ›
Sjálfstæðismenn á Ísafirði halda prófkjör í febrúar Sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ hafa ákveðið að halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga á komandi vori 11. febrúar. Þetta kemur fram á vef héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta. Búið er að semja reglur vegna prófkjörsins, en framboðsfrestur rennur út 21. janúar. Innlent 7.12.2005 12:41
Met í kaupum á erlendum verðbréfum Hrein kaup íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum hafa aldrei verið meiri en í október síðastliðnum. Þá námu kaupin tæpum tuttugu og átta milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandsbanka. Innlent 7.12.2005 11:43
Vilja úttekt á símanotkun Ísafjarðarbæjar Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að gerð verði úttekt á símanotkun sveitarfélagsins og að á grundvelli hennar verði kannað verð og tilhögun á símaþjónustu með það að leiðarljósi að lækka kostnað sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Innlent 7.12.2005 12:47
Rottugangur í safnkössum sem ekki eru með vottun frá Svaninum Rottugang í safnkössum má rekja til þess að fólk kaupir kassa sem ekki eru vottaðir af Norræna umhverfismerkinu Svaninum, segir Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi. Safnkassar með vottun frá Svaninum eilítið dýrari en aðrir og velja því margir ódýrari kostinn. Það getur þó reynst dýrkeypt því slíkir kassar eiga það til gliðna og hleypa inn músum og rottum. Samþykktir kassar eru á hinn bóginn einangraðir og hafa engar rifur sem eru breiðari en 7 millimetrar. Innlent 7.12.2005 12:03
Segir Mjólkursamsöluna hafa hlunnfarið sig Bóndi hefur stefnt Mjólkursamsölunni fyrir að hafa hlunnfarið sig við uppgjör á stofnfjársjóði Samsölunnar. Sams konar mál varða um 500 aðra bændur sem samanlagt ættu tugmilljóna króna kröfu á Samsöluna ef dómstólar fallast á kröfu bóndans. Innlent 7.12.2005 11:53
Heimabankaþjófur aðeins milliliður Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Innlent 7.12.2005 12:09
Öll undir sama þak 1.100 fermetra viðbygging við Breiðagerðisskóla í Reykjavík var formlega tekin í notkun í morgun. Með tilkomu nýju viðbyggingarinnar gerist það í fyrsta sinn í allmörg ár að nemendur Breiðagerðisskóla eru allir í sama húsnæði. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu húsnæði á lóð skólans og í gömlu leikskólahúsnæði. Innlent 7.12.2005 09:49
Samningar BÍ og SA samþykktir í gær Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins vegna Árvakurs og 365 miðla, voru samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu í gær. Fylgjandi samningunum voru rúm 73 prósent en andvíg rúm 24 prósent. Innlent 7.12.2005 07:51
26 þúsund velja fyrirtæki ársins Um 26 þúsund manns taka þátt í viðamestu vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, sameinast um könnun á ánægju, starfsskilyrðum og líðan fólks á vinnustað í byrjun næsta árs. Innlent 7.12.2005 09:58
Allir velkomnir til Karmelsystra Það eru margir sem heimsækja Karmelsystur í Hafnarfirði fyrir jólin enda taka þær öllum opnum örmum. Í lítilli verslun í klaustrinu gætir ýmissa grasa. Innlent 6.12.2005 23:48
Hafnar ásökunum um staðreyndavillur Skýrsla Stjórnhátta hf. um stöðu Byggðastofnunar inniheldur ekki staðreyndavillur eins og stjórn Byggðastofnunar hefur haldið fram segir Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri Stjórnhátta. Innlent 7.12.2005 09:19
Stefna á framboð í sex sveitarfélögum Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra. Innlent 7.12.2005 08:05
Telur sig hafa fundið flakið af Goðafossi Tómas J. Knútsson sportkafari telur sig hafa fundið flakið af Goðafossi sem þýskur kafbátur grandaði á Faxaflóa í síðari heimsstyrjöldinni. Með skipinu fórust margir farþegar og skipverjar en nokkrir björguðust. Innlent 7.12.2005 07:40
Fundað vegna fréttar af heimabankaþjófnaði Fulltrúar banka og sparisjóða sitja nú á fundi til að fara yfir öryggismál vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun af þjófnaði úr heimabönkum. 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning og að sögn Fréttablaðins eru fjögur einstök þjófnaðarmál úr heimabönkum til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 7.12.2005 09:24
Sterkur ríkissjóður eða lök hagstjórn Gert er ráð fyrir nítján milljarða króna afgangi á ríkissjóði í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem verður að lögum í dag. Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir þó á um hvort þau séu til marks um sterka stöðu ríkissjóðs eða að ekki sé tekið á óróa í efnahagslífinu. Innlent 7.12.2005 08:08
Þremur bílum stolið í viku hverri Þremur bílum er stolið í Reykjavík í viku hverri en lögreglan kemur aðeins höndum yfir einn af hverjum tíu sem stunda þessa iðju. Innlent 6.12.2005 23:37
Lögregla leitar enn manns sem beraði sig Lögreglan í Reykjavík leitar enn að manni sem beraði sig framan nokkrar stúlkur við Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Stúlkurnar hlupu dauðskelkaðar heim og hringdu á lögreglu en maðurinn forðaði sér og hefur ekki fundist þrátt fyrir leit og eftirgrennslan. Innlent 7.12.2005 07:24
Maraþonumræða um fjárhagsáætlun í gær Maraþonumræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lauk ekki fyrr en undir miðnætti en hún hófst klukkan tvö í gær. Þar kynnti R-listinn meðal annars áform um að flýta næsta skrefi í átt að gjaldfrjálsum leikskóla. Innlent 7.12.2005 07:21
Í gæsluvarðhald vegna innbrota í heimabanka 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gærluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning. Að sögn Fréttablaðsins var maðurinn handtekinn í fyrrakvöld og snýst rannsóknin um að minnsta kosti fjóra þjófnaði með þessum hætti, allt upp í hálfa aðra milljón í einu tilvikanna. Innlent 7.12.2005 07:15
Stal fyrir tæpa hálfa milljón Tvítugri stúlku var ekki veitt sérstök refsing fyrir innbrot sem hún framdi í Garðabæ í sumar, en kveðinn var upp yfir henni dómur í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun vikunnar. Stúlkan játaði en brotið þótti ekki þess eðlis að leitt hefði til þyngingar á þremur öðrum dómum sem kveðnir voru upp yfir henni í millitíðinni fyrir fleiri þjófnaði. Innlent 6.12.2005 21:21
Skemmdu jólaskreytingu við Akureyrarkirkju Tveir unglingsstrákar, 15 og 16 ára, réðust á jólaskreytingu á tröppunum fyrir framan Akureyrarkirkju um þrjúleytið í nótt og brutu þar og skemmdu allt sem hönd á festi. Lögreglu var tilkynnt um athæfið og kom á vettvang, en piltarnir reyndu þá að komast undan. Innlent 7.12.2005 07:17
Þurfa að skríða til Reykjavíkur "Ef flugvöllurinn fer og þá allur aðflugsbúnaður með er væntanlega ekkert annað að gera en að fljúga aðflugið til Keflavíkur og skríða svo til Reykjavíkur í sjónflugi," segir Jón K. Björnsson, flugrekstrarstjóri hjá Þyrluþjónustunni í Reykjavík. Innlent 6.12.2005 21:21
Enn óljóst hvað olli brunanum á Ísafirði Ekki liggur enn fyrir hvað olli eldsvoða í íbúðarhúsi við Aðalstræti á Ísafirði í fyradag, þar sem einn íbúi hússins fórst. Lögreglumenn frá Ísafirði ásamt tæknimönnum frá lögreglunni í Reykjavík unnu að rannsókn málsins fram á kvöld í gærkvöldi, en niðurstaða liggur ekki fyrir. Innlent 7.12.2005 07:07
Gera ekki samninga í Eystrasaltsríkjum Rúmlega tíu prósent af starfsfólki íslenskra fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum eru í stéttarfélögum og þá helst starfsmenn matvælafyrirtækja. Kjarasamningar eru fátíðir. Forystumenn þriggja landssambanda hittast í dag til að ákveða aðgerðir. Innlent 6.12.2005 21:21
Þurfa að borga tæpa milljón Skipstjóri á Suðurnesjum og starfsmaður útvegsfyrirtækis hafa verið dæmdir til að greiða 400.000 krónur hvor um sig fyrir fiskveiðibrot. Skipstjórinn lét hjá líða að færa í afladagbók afla úr veiðiferð sem farin var í byrjun maí frá Grindavík og passaði ekki upp á að 431 kíló af löngu yrði viktað með öðrum afla á hafnarvigt. Innlent 6.12.2005 21:21
Aðeins einn sagði já Aðeins einn félagi í Blaðamannafélagi Íslands greiddi atkvæði með nýjum kjarasamningi félagsins við 365 ljósvakamiðla. Alls tóku fjórir þátt í atkvæðagreiðslunni og skiluðu hinir þrír auðu. Það var þó ekki þetta eina atkvæði sem réði því að samningarnir voru samþykktir því tuttugu prósenta kjörsókn þarf svo að greidd atkvæði ráði niðurstöðum. Þar sem kjörsókn var nokkuð fjarri þeim mörkum skoðast samningurinn samþykktur. Innlent 6.12.2005 21:22
Stjórnarandstaðan krefst frekari skýringa Steingrímur J. Sigfússon og Mörður Árnason segja að stjórnvöld eigi að rannsaka fangaflug Bandaríkjamanna á eigin forsendum. Guðjón Arnar Kristinsson kallar eftir Norðurlandasamstarfi í málinu og talar um undirlægjuhátt. Innlent 6.12.2005 21:21
Horfið verði frá skilyrðum Íbúasamtök Grafarvogs fara þess á leit við þingmenn Reykjavíkur og samgönguráðherra að engin skilyrði verði um hvar fyrirhuguð Sundabraut skuli liggja í lögum um meðferð söluandvirðis Símans. Innlent 6.12.2005 21:22