Innlent Dr. Hans Blix á leið til Íslands Dr. Hans Blix verður á Íslandi 4.-8. apríl til að halda fyrirlestur um gereyðingavopn, Sameinuðu þjóðirnar og valdbeitingu í alþjóðasamfélaginu. Það er Háskóli Íslands í samvinnu við Sendiráð Svíþjóðar og félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi býður Hans Blix til Íslands. Hans Blix mun einnig opna sýningu í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. apríl kl. 17.30 til minningar um hundrað ára afmæli Dag Hammarskjöld, sem var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna árin 1953-1961. Innlent 31.3.2006 16:02 Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Innlent 31.3.2006 16:03 Fundurinn fyrsta skrefið Fundi viðræðunefnda Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna lauk í utanríkisráðuneytinu á þriðja tímanum í dag. Fulltrúi Bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði eftir fundinn að hann hefði aðeins verið fyrsta skrefið í löngu ferli. Frekari viðræður væru fyrirhugaðar í Bandaríkjunum og á Íslandi næstu vikur og mánuði. Innlent 31.3.2006 16:02 Jóhannes Viðar Ferðafrömuður ársins Útgáfufélagið Heimir hefur valið Jóhannes Viðar Bjarnason, eiganda Fjörukráarinnar, Ferðafrömuð ársins. Þetta er í þriðja sinn sem Heimur stendur fyrir útnefningunni og var það Samgönguráðherra sem afhenti Jóhannesi viðurkenningarskjal að lokinni steningarathöfn Ferðatorgsins. Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar einstaka athafnasemi, frumkvæði, metnað og framúrskarandi árangur sem og að hann Jóhannes hefur með hugmyndaauðgi nýtt sögu og menningararfleifð Íslendinga til að skapa einstakt fyrirtæki í ferðaþjónustu. Innlent 31.3.2006 15:52 ÁTVR breytt í hlutafélag Frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði breytt í hlutafélag verður kynnt í ríkisstjórn eftir helgi. Samkvæmt heimildum NFS er frumvarp fjármálaráðherra um málið tilbúið og stefnt er að því að dreifa frumvarpinu til þingmanna eftir helgi. Innlent 31.3.2006 15:42 Fólksbifreið lenti á brúarstólpa á Kringlumýrarbraut Fólksbíll og jeppabifreið lentu í árekstri á Kringlumýrarbrautinni á þriðja tímanum í dag með þeim afleiðingum að fólksbíllinn hafnaði á einum stólpa göngubrúarinnar sem liggur yfir Kringlumýrarbraut. Innlent 31.3.2006 15:39 Varnarliðið segir upp orku- og vatnskaupa samningi Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi Hitaveitunnar sem nú stendur yfir í Svartsengi, að sögn Víkurfrétta. Samningnum var sagt upp með 180 daga fyrirvara. Í dag eru þessi viðskipti upp á 570 milljónir króna á ári.. Haft er eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitunnar, að þetta sé ekki í neinu samræmi við ákvæði gildandi samnings. Innlent 31.3.2006 15:39 Avion kaupir sjö Boeing 747-400 vélar Avion Aircraft Trading, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á sjö Boeing 747-400 vélum. Um er að ræða eina fraktvél og sex farþegavélar. Einnig hefur verið samið um að fjórum vélanna verði breytt í fraktvélar. Heildarverðmæti viðskiptanna eru 28 milljarðar íslenskra króna. Innlent 31.3.2006 15:13 Bandaríkjamenn hyggjast standa við varnarsamninginn Viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs þjóðanna lauk í utanríkisráðuneytinu um klukkan hálf þrjú. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sögðu við fréttamenn að fundinum loknum að Bandaríkin hyggðust standa við skuldbindingar varnarsamningsins um varnir Íslands, en skýrðu ekki frá því með hvaða hætti það yrði gert. Þá kom ekki fram hvort Bandaríkjamenn hefðu lagt fram áætlun um hvern ing að vörnunum verði staðið, en fullyrt var að slík áætlun væri til. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun ræða við fréttamenn um klukkan fjögur í dag, þar sem viðbrögð íslenskra stjórnvalda munu væntanlega koma fram. Innlent 31.3.2006 15:36 Varnarliðið segir upp orku- og vatnskaupasamningi Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi Hitaveitunnar sem nú stendur yfir í Svartsengi, að sögn Víkurfrétta. Samningnum var sagt upp með 180 daga fyrirvara. Innlent 31.3.2006 14:06 Flugmálastjórn má láta rífa hús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Flugmálastjórn Íslands megi rífa niður og fjarlægja kennsluhúsnæði á Reykjavíkurflugvelli sem hýst hefur Flugskóla Helga Jónssonar. Helgi Jónsson krafðist þess að lögbann yrði sett á niðurrifi hússins en hann hélt því fram að hluti hússins væri í hans eigu. Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að húsið sé í eigu íslenska ríkisins og hafnar því kröfu Helga og skal hann greiða málskostnað Flugmálarstjórnar að upphæð 150.000 krónur Innlent 31.3.2006 13:46 Sinueldur við Höfn Þó nokkur eldur logaði í sinu í Óslandi nærri Höfn í Hornafirði í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Hornafjarðar og var sent á svæðið en mikill eldur logaði beggja vegna við svo kallaðan Gónhól. Vegna vindáttar tókst vel að hefta útbreiðslu eldsins en hann teygði sig eftir þurri sinunni allt niður í fjöru. Innlent 31.3.2006 13:22 Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum. Viðskipti innlent 31.3.2006 13:09 Eldur á vinnusvæði Hringrásar Skjót viðbrögð slökkviliðsins komu í veg fyrir að illa færi, þegar kviknaði í bát á vinnusvæði Hringrásar við Sundahöfn í morgun. Slökkviliðinu gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, en litlu mátti muna að illa færi enda mikill eldsmatur á svæðinu. Slökkviliðið var ekki nema um fimm mínútur á staðinn og tókst mjög fljótt að ráða við eldinn þótt hann hafi verið all nokkur og töluverðan reyk lagði upp af brunastað. Innlent 31.3.2006 13:05 Bensínverð hærra en nokkurn tímann Verð á bensínlítra er að nálgast 125 krónur og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. Það er orðið hátt í tveimur krónum hærra en þegar það rauk upp úr öllu valdi eftir fellibylinn Katrínu í ágúst í fyrra. Essó reið á vaðið með hækkun í gær, Olís hækkaði í morgun og fastelga er búist við að Skeljungur fylgi þeim, en áðurnenft verð er á stöðvum með fulla þjónustu. Innlent 31.3.2006 12:16 Að minnsta kosti 50 létust og 800 slösuðust Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. Upptök skjálftanna þriggja voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga í vesturhluta Írans. Sá fyrsti var öflugastur og mældist sex á Richter. Strax á eftir komu tveir skjálftar upp á um það bil fimm. Erlent 31.3.2006 12:11 Hagnaður Samherja hf. 3,1 milljarður króna Hagnaður Samherja hf. nam rétt rúmum 3 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 190 milljónum króna meira en árið 2004. Rekstrartekjur námu tæpum 21,3 milljörðum króna og jukust þær um ríflega 27 prósent frá árinu á undan. Viðskipti innlent 31.3.2006 12:25 Viðræður um varnarsamstarf hófust í morgun Viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun. Bandaríkjamenn sendu tuttugu og sex manna sendinefnd á fundinn undir forystu sendiherra þeirra á Íslandi. Fyrirfram er ekki búist við að niðurstaða fáist á fundinum. Borðum skrýddir samningamenn Bandaríkjanna, alls 26 manns, streymdu inn í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan hálf tíu í morgun. Innlent 31.3.2006 12:06 Bætt hefur í sinueldinn í morgun Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi býst við að slökkvistarf vegna sinueldanna á Mýrum í Borgarfirði muni standa alla helgina en bætt hefur í eldinn í morgun, eftir að hann virtist vera í rénun í nótt. Slökkviliðsmenn, bændur og lögreglumenn börðust við eldinn langt fram á nótt, en þegar vind lægði, tóku slökkviliðsmenn sér langþráða hvíld. Innlent 31.3.2006 12:01 Mikil ásókn í erlend verðbréf Mikil sókn hefur verið í erlend verðbréf síðustu mánuði. Í Morgunkorni Glitnis segir að það endurspegli að líkindum væntingar um gengislækkun krónunnar. Í leiðinni hafi sóknin í erlend verðbréf átt þátt í gengislækkun krónunnar undanfarið. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:51 Hagnaður Síldarvinnslunnar 413 milljónir Síldarvinnslan hf. á Neskaupsstað var rekin með 413 milljóna króna hagnaði í síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1,6 milljarðar króna, eða 22 prósent, af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1,1 milljarður og nam handbært fé frá rekstri 1 milljarði króna. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:38 Bílvelta rétt utan við Hvolsvöll Bílvelta varð í Ásgarði, í útjaðri Hvolsvallar snemma í morgun. Þrennt var í bílnum sem valt ofan í skurð og var einn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er líðan mannsins þokkaleg en hann hefur verið lagður inn til eftirlits vegna höfuðáverka. Innlent 31.3.2006 11:36 Átelja KR harðlega fyrir strippdans Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur átelur harðlega að Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi keypt til sín skemmtiatriði sem gengur út á hlutgervingu og lítillækkun kvenna. Vísað er til karlakvölds KR á dögunum þar sem keypt var atriði frá Goldfinger sem fólst í því að bjóða upp föt af stúlkum sem stóðu loks uppi brjóstaberar frammi fyrir fullum sal af körlum í íþróttahúsi. Innlent 31.3.2006 11:16 Eldur kom upp hjá Hringrás Eldur kom upp í bát hjá Hringrás á ellefta tímanum í morgun. Verið var að rífa bátinn niður þegar eldurinn kom upp. Einn dælubíll frá slökkviliðinu í Reykjavík fór á staðinn og gengur slökkvistarf vel. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki talin hætta á að eldurinn breiðist út en fyrirtækið er á svokallaðri gjörgæslu þar sem á landi þeirra er mikið af eldfimum efnum. Innlent 31.3.2006 11:06 Fagna að tekið sé á ofbeldi gagnvart lögreglu Landssamband lögreglumanna fagnar niðurstöðum í tveimur nýföllnum dómum er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og segir að með þeim sé verið að gefa skýr skilaboð út í þjóðfélagið að ekki sé liðið að einstaklingar ráðist gegn lögreglu við skyldustörf. Dómarnir sem um ræðir eru annars vegar dómur Hæstaréttar í gær þar sem dómurinn tvöfaldaði refsingu hérðasdóms og dæmdi mann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás Innlent 31.3.2006 10:54 Reykjavíkurborg kærir Landsvirkjun Reykjavíkurborg hefur kært Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins fyrir að hafa ákveðið að taka Laxárvirkjun út úr Landsvirkjun á undirverði og færa hana í fyrirtæki í eigu ríkisvaldsins. Landsvirkjun ákvað þetta 13. janúar síðast liðinn en hvort tveggja borgarráð og borgarstjórn gerðu athugasemdir við að meirihlutaeigandi Landsvirkjunar, ríkisvaldið, hafi beitt afli sínu til að taka eigir út úr rekstri Landsvirkjunar. Innlent 31.3.2006 10:31 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað útlánsvexti á íbúðabréfum úr 4,65 prósentum í 4,85 prósent í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Hækkunin tekur gildi á morgun. Viðskipti innlent 31.3.2006 10:20 Halli á vöruskiptum við útlönd Vöruskiptajöfnuður var 9,5 milljörðum lakari fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra og nam hallinn á vöruskiptum við útlönd nú 18,6 milljörðum. Fluttar voru út vörur að verðmæti tæplega 29 milljarða fyrstu tvo mánuði ársins og var langstærstur hluti þeirra sjávarafurðir sem námu 59 prósentum alls útflutnings. Innlent 31.3.2006 09:38 Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 31.3.2006 09:38 Sundabraut verði fjórar akreinar "Aldrei hefur annað verið í umræðunni en að Sundabraut verði fjórar akreinar" segir í yfirlýsingu sem íbúasamtök Grafarvogs hafa sent frá sér. Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að öll vinna samtakanna hefur miðast við þetta og að þeirra mati eigi að hraða sem kostur er að leggja brautina alla leið upp á Kjalarnes. Innlent 31.3.2006 09:07 « ‹ ›
Dr. Hans Blix á leið til Íslands Dr. Hans Blix verður á Íslandi 4.-8. apríl til að halda fyrirlestur um gereyðingavopn, Sameinuðu þjóðirnar og valdbeitingu í alþjóðasamfélaginu. Það er Háskóli Íslands í samvinnu við Sendiráð Svíþjóðar og félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi býður Hans Blix til Íslands. Hans Blix mun einnig opna sýningu í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. apríl kl. 17.30 til minningar um hundrað ára afmæli Dag Hammarskjöld, sem var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna árin 1953-1961. Innlent 31.3.2006 16:02
Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Innlent 31.3.2006 16:03
Fundurinn fyrsta skrefið Fundi viðræðunefnda Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna lauk í utanríkisráðuneytinu á þriðja tímanum í dag. Fulltrúi Bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði eftir fundinn að hann hefði aðeins verið fyrsta skrefið í löngu ferli. Frekari viðræður væru fyrirhugaðar í Bandaríkjunum og á Íslandi næstu vikur og mánuði. Innlent 31.3.2006 16:02
Jóhannes Viðar Ferðafrömuður ársins Útgáfufélagið Heimir hefur valið Jóhannes Viðar Bjarnason, eiganda Fjörukráarinnar, Ferðafrömuð ársins. Þetta er í þriðja sinn sem Heimur stendur fyrir útnefningunni og var það Samgönguráðherra sem afhenti Jóhannesi viðurkenningarskjal að lokinni steningarathöfn Ferðatorgsins. Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar einstaka athafnasemi, frumkvæði, metnað og framúrskarandi árangur sem og að hann Jóhannes hefur með hugmyndaauðgi nýtt sögu og menningararfleifð Íslendinga til að skapa einstakt fyrirtæki í ferðaþjónustu. Innlent 31.3.2006 15:52
ÁTVR breytt í hlutafélag Frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði breytt í hlutafélag verður kynnt í ríkisstjórn eftir helgi. Samkvæmt heimildum NFS er frumvarp fjármálaráðherra um málið tilbúið og stefnt er að því að dreifa frumvarpinu til þingmanna eftir helgi. Innlent 31.3.2006 15:42
Fólksbifreið lenti á brúarstólpa á Kringlumýrarbraut Fólksbíll og jeppabifreið lentu í árekstri á Kringlumýrarbrautinni á þriðja tímanum í dag með þeim afleiðingum að fólksbíllinn hafnaði á einum stólpa göngubrúarinnar sem liggur yfir Kringlumýrarbraut. Innlent 31.3.2006 15:39
Varnarliðið segir upp orku- og vatnskaupa samningi Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi Hitaveitunnar sem nú stendur yfir í Svartsengi, að sögn Víkurfrétta. Samningnum var sagt upp með 180 daga fyrirvara. Í dag eru þessi viðskipti upp á 570 milljónir króna á ári.. Haft er eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitunnar, að þetta sé ekki í neinu samræmi við ákvæði gildandi samnings. Innlent 31.3.2006 15:39
Avion kaupir sjö Boeing 747-400 vélar Avion Aircraft Trading, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á sjö Boeing 747-400 vélum. Um er að ræða eina fraktvél og sex farþegavélar. Einnig hefur verið samið um að fjórum vélanna verði breytt í fraktvélar. Heildarverðmæti viðskiptanna eru 28 milljarðar íslenskra króna. Innlent 31.3.2006 15:13
Bandaríkjamenn hyggjast standa við varnarsamninginn Viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs þjóðanna lauk í utanríkisráðuneytinu um klukkan hálf þrjú. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sögðu við fréttamenn að fundinum loknum að Bandaríkin hyggðust standa við skuldbindingar varnarsamningsins um varnir Íslands, en skýrðu ekki frá því með hvaða hætti það yrði gert. Þá kom ekki fram hvort Bandaríkjamenn hefðu lagt fram áætlun um hvern ing að vörnunum verði staðið, en fullyrt var að slík áætlun væri til. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun ræða við fréttamenn um klukkan fjögur í dag, þar sem viðbrögð íslenskra stjórnvalda munu væntanlega koma fram. Innlent 31.3.2006 15:36
Varnarliðið segir upp orku- og vatnskaupasamningi Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi Hitaveitunnar sem nú stendur yfir í Svartsengi, að sögn Víkurfrétta. Samningnum var sagt upp með 180 daga fyrirvara. Innlent 31.3.2006 14:06
Flugmálastjórn má láta rífa hús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Flugmálastjórn Íslands megi rífa niður og fjarlægja kennsluhúsnæði á Reykjavíkurflugvelli sem hýst hefur Flugskóla Helga Jónssonar. Helgi Jónsson krafðist þess að lögbann yrði sett á niðurrifi hússins en hann hélt því fram að hluti hússins væri í hans eigu. Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að húsið sé í eigu íslenska ríkisins og hafnar því kröfu Helga og skal hann greiða málskostnað Flugmálarstjórnar að upphæð 150.000 krónur Innlent 31.3.2006 13:46
Sinueldur við Höfn Þó nokkur eldur logaði í sinu í Óslandi nærri Höfn í Hornafirði í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Hornafjarðar og var sent á svæðið en mikill eldur logaði beggja vegna við svo kallaðan Gónhól. Vegna vindáttar tókst vel að hefta útbreiðslu eldsins en hann teygði sig eftir þurri sinunni allt niður í fjöru. Innlent 31.3.2006 13:22
Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum. Viðskipti innlent 31.3.2006 13:09
Eldur á vinnusvæði Hringrásar Skjót viðbrögð slökkviliðsins komu í veg fyrir að illa færi, þegar kviknaði í bát á vinnusvæði Hringrásar við Sundahöfn í morgun. Slökkviliðinu gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, en litlu mátti muna að illa færi enda mikill eldsmatur á svæðinu. Slökkviliðið var ekki nema um fimm mínútur á staðinn og tókst mjög fljótt að ráða við eldinn þótt hann hafi verið all nokkur og töluverðan reyk lagði upp af brunastað. Innlent 31.3.2006 13:05
Bensínverð hærra en nokkurn tímann Verð á bensínlítra er að nálgast 125 krónur og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. Það er orðið hátt í tveimur krónum hærra en þegar það rauk upp úr öllu valdi eftir fellibylinn Katrínu í ágúst í fyrra. Essó reið á vaðið með hækkun í gær, Olís hækkaði í morgun og fastelga er búist við að Skeljungur fylgi þeim, en áðurnenft verð er á stöðvum með fulla þjónustu. Innlent 31.3.2006 12:16
Að minnsta kosti 50 létust og 800 slösuðust Nokkur hundruð þorp eru í rúst eftir þrjá snarpa jarðskjálfta í vesturhluta Írans í morgun. Minnst fimmtíu létust í skjálftunum og 800 slösuðust. Upptök skjálftanna þriggja voru í fjalllendi á milli tveggja iðnaðarborga í vesturhluta Írans. Sá fyrsti var öflugastur og mældist sex á Richter. Strax á eftir komu tveir skjálftar upp á um það bil fimm. Erlent 31.3.2006 12:11
Hagnaður Samherja hf. 3,1 milljarður króna Hagnaður Samherja hf. nam rétt rúmum 3 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 190 milljónum króna meira en árið 2004. Rekstrartekjur námu tæpum 21,3 milljörðum króna og jukust þær um ríflega 27 prósent frá árinu á undan. Viðskipti innlent 31.3.2006 12:25
Viðræður um varnarsamstarf hófust í morgun Viðræður Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun. Bandaríkjamenn sendu tuttugu og sex manna sendinefnd á fundinn undir forystu sendiherra þeirra á Íslandi. Fyrirfram er ekki búist við að niðurstaða fáist á fundinum. Borðum skrýddir samningamenn Bandaríkjanna, alls 26 manns, streymdu inn í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan hálf tíu í morgun. Innlent 31.3.2006 12:06
Bætt hefur í sinueldinn í morgun Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi býst við að slökkvistarf vegna sinueldanna á Mýrum í Borgarfirði muni standa alla helgina en bætt hefur í eldinn í morgun, eftir að hann virtist vera í rénun í nótt. Slökkviliðsmenn, bændur og lögreglumenn börðust við eldinn langt fram á nótt, en þegar vind lægði, tóku slökkviliðsmenn sér langþráða hvíld. Innlent 31.3.2006 12:01
Mikil ásókn í erlend verðbréf Mikil sókn hefur verið í erlend verðbréf síðustu mánuði. Í Morgunkorni Glitnis segir að það endurspegli að líkindum væntingar um gengislækkun krónunnar. Í leiðinni hafi sóknin í erlend verðbréf átt þátt í gengislækkun krónunnar undanfarið. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:51
Hagnaður Síldarvinnslunnar 413 milljónir Síldarvinnslan hf. á Neskaupsstað var rekin með 413 milljóna króna hagnaði í síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1,6 milljarðar króna, eða 22 prósent, af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1,1 milljarður og nam handbært fé frá rekstri 1 milljarði króna. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:38
Bílvelta rétt utan við Hvolsvöll Bílvelta varð í Ásgarði, í útjaðri Hvolsvallar snemma í morgun. Þrennt var í bílnum sem valt ofan í skurð og var einn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er líðan mannsins þokkaleg en hann hefur verið lagður inn til eftirlits vegna höfuðáverka. Innlent 31.3.2006 11:36
Átelja KR harðlega fyrir strippdans Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur átelur harðlega að Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafi keypt til sín skemmtiatriði sem gengur út á hlutgervingu og lítillækkun kvenna. Vísað er til karlakvölds KR á dögunum þar sem keypt var atriði frá Goldfinger sem fólst í því að bjóða upp föt af stúlkum sem stóðu loks uppi brjóstaberar frammi fyrir fullum sal af körlum í íþróttahúsi. Innlent 31.3.2006 11:16
Eldur kom upp hjá Hringrás Eldur kom upp í bát hjá Hringrás á ellefta tímanum í morgun. Verið var að rífa bátinn niður þegar eldurinn kom upp. Einn dælubíll frá slökkviliðinu í Reykjavík fór á staðinn og gengur slökkvistarf vel. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki talin hætta á að eldurinn breiðist út en fyrirtækið er á svokallaðri gjörgæslu þar sem á landi þeirra er mikið af eldfimum efnum. Innlent 31.3.2006 11:06
Fagna að tekið sé á ofbeldi gagnvart lögreglu Landssamband lögreglumanna fagnar niðurstöðum í tveimur nýföllnum dómum er varða ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og segir að með þeim sé verið að gefa skýr skilaboð út í þjóðfélagið að ekki sé liðið að einstaklingar ráðist gegn lögreglu við skyldustörf. Dómarnir sem um ræðir eru annars vegar dómur Hæstaréttar í gær þar sem dómurinn tvöfaldaði refsingu hérðasdóms og dæmdi mann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás Innlent 31.3.2006 10:54
Reykjavíkurborg kærir Landsvirkjun Reykjavíkurborg hefur kært Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins fyrir að hafa ákveðið að taka Laxárvirkjun út úr Landsvirkjun á undirverði og færa hana í fyrirtæki í eigu ríkisvaldsins. Landsvirkjun ákvað þetta 13. janúar síðast liðinn en hvort tveggja borgarráð og borgarstjórn gerðu athugasemdir við að meirihlutaeigandi Landsvirkjunar, ríkisvaldið, hafi beitt afli sínu til að taka eigir út úr rekstri Landsvirkjunar. Innlent 31.3.2006 10:31
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað útlánsvexti á íbúðabréfum úr 4,65 prósentum í 4,85 prósent í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Hækkunin tekur gildi á morgun. Viðskipti innlent 31.3.2006 10:20
Halli á vöruskiptum við útlönd Vöruskiptajöfnuður var 9,5 milljörðum lakari fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra og nam hallinn á vöruskiptum við útlönd nú 18,6 milljörðum. Fluttar voru út vörur að verðmæti tæplega 29 milljarða fyrstu tvo mánuði ársins og var langstærstur hluti þeirra sjávarafurðir sem námu 59 prósentum alls útflutnings. Innlent 31.3.2006 09:38
Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 31.3.2006 09:38
Sundabraut verði fjórar akreinar "Aldrei hefur annað verið í umræðunni en að Sundabraut verði fjórar akreinar" segir í yfirlýsingu sem íbúasamtök Grafarvogs hafa sent frá sér. Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að öll vinna samtakanna hefur miðast við þetta og að þeirra mati eigi að hraða sem kostur er að leggja brautina alla leið upp á Kjalarnes. Innlent 31.3.2006 09:07