
Körfuboltakvöld

„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“
„Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag.

Hörður kominn undan feldinum
Eftir nokkra umhugsun er Hörður Unnsteinsson hættur í þjálfun. Hann stýrði kvennaliði KR upp í Bónus deildina í körfubolta í vetur.

„Við ætluðum bara ekki að tapa“
Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“
„Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“
Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels.

„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“
Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær.

Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum
DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli.

„Ég saknaði þín“
Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn.

„Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“
Hin sænska Paulina Hersler hefur smollið eins og flís við rass inn í lið Njarðvíkur sem nú er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Bónus-deildinni í körfubolta. Hún fann það strax að hún passaði inn í liðið, við komuna í lok janúar.

Hörður undir feldinn
Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum.

„Ég er alltaf stressuð“
Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík.

„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins.

Skelltu sér í jarðarför Hauka
Bónus Körfuboltakvöld Extra var á dagskrá í vikunni. Þar fóru þeir félagar Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson á stúfana og kíktu meðal annars við á Ásvöllum.

„Ef maður er í búning er ekkert að manni“
Leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson var að vonum sáttur eftir sigur Stjörnunnar á ÍR, 101-83, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í gær.

Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“
Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga
Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um.

Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út
Deildarmeistarar Tindastóls mæta Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðeins einu sinni hefur liðið í áttunda sæti unnið deildarmeistarana, en það gerðist einmitt undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Tindastóls í dag.

„Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“
Stjarnan og ÍR munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og endurtaka þar með stórkostlegt einvígi frá árinu 2019. Sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu í spilin.

„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“
Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið.

Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu
Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag.

„Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“
„Hvaða körfuboltamann í sögunni samsvarar Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sér mest við? Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“

Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar
Gestur Bónus Körfuboltakvölds Extra í þessari viku var ekki af verri endanum; fótboltadoktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason.

Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“
Síðasti þáttur Körfuboltakvölds byrjaði á heldur óvanalegan hátt þar sem rætt var við Ólaf Ólafsson, fyrirliða Grindavíkur, innan úr klefa liðsins eftir frækinn sigur á Njarðvík.

Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur
Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni.

„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima.

Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“
DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR.

Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“
Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur.

Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er.

„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“
Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík.

Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu
Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið.