Erlent

Fréttamynd

Ford fækkar störfum um 25-30.000

Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku.

Erlent
Fréttamynd

Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum

Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá.

Erlent
Fréttamynd

Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls

Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins.

Erlent
Fréttamynd

Maður fannst á lífi í rústunum

Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

Nýr dómari skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam

Nýr dómari hefur verið skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnnum hans. Dómarinn, Raouf Abdul Rahman að nafni, er sextíu og fjögurra ára gamall Kúrdi og hefur ekki komið áður að málinu.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumaður veginn og tveir særðir

Ísraelsher skaut Palestínumann til bana og særði tvo til viðbótar nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gærkvöld. Frá þessu greindu palestínskir læknar. Einn hinna særðu er í lífshættu en ekki er vitað hvers vegna hermennirnir skutu á mennina.

Erlent
Fréttamynd

Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada

Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin.

Erlent
Fréttamynd

30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu

Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO.

Erlent
Fréttamynd

Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum

Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Kosningafundir á Vesturbakkanum og Gasaströndinni

Mörg þúsund Palestínumenn tóku þátt í kosningafundum sem Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, Hamas-samtökin og samtökin Heilagt stríð boðuðu til á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld. Nú er aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur þar til Palestínumenn ganga að kjörborðinu og kjósa sér þing.

Erlent
Fréttamynd

Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskipti í Kanada?

Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Breskir njósnarar?

Útvarpssendir í grjóthnullungi sem varpar rússneskum ríkisleyndarmálum til breskra sendiráðsstarfsmanna. Nei, þetta er ekki atriði úr kvikmynd um njósnara hennar hátignar heldur raunverulegar ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Bretum.

Erlent
Fréttamynd

Tekist á um örlög fjögurra ára telpu

Örlög fjögurra ára norskrar telpu sem liggur í dauðadái eru nú bitbein lækna og ástvina hennar. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi, ekki síst eftir að Björgvinjarbiskup skarst í leikinn.

Erlent
Fréttamynd

Hamas-samtökunum spáð góðu gengi í þingkosningum

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir palestínsku þingkosningarnar lýkur í dag. Palestínumenn ganga síðan að kjörborðinu á miðvikudag. Skoðanakannanir benda til þess að Hamas-samtökin verði ráðandi afl í palestínskum stjórnmálum eftir kosningarnar og er þeim spáð 31% atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Gasflutningar á milli Georgíu og Rússlands að komast í lag

Gasflutningar á milli Georgíu og Rússlands eru óðum að komast í lag. Stór gasleiðsla í Norður-Ossetíu var hins vegar sprengd í loft upp í gær. Stjórnvöld í Moskvu kenna aðskilnaðarsinnum á svæðinu um spellvirkið en georgískir embættismenn telja fullvíst að Kremlverjar hafi sjálfir lagt á ráðin um það til að koma af stað orkukreppu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Anibal Carvaco Silva næsti forseti Portúgals

Hægrimaðurinn Anibal Carvaco Silva verður næsti forseti Portúgals en kosningar voru haldnar í landinu í gær. Engu mátti muna að til annarrar umferðar hefði komið. Cavaco Silva fékk 50,6% atkvæða í kosningunum í gær og munaði því aðeins hálfu prósentustigi að kjósa þyrfti aftur á milli hans og ljóðskáldsins Manuel Alegre, sem fékk rúman fimmtung atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Meintir sjóræningjar handteknir

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Ástralíu

Fjölmörg heimili og byggingar hafa eyðilagst í skógareldum í Ástralíu undanfarna daga. Tveir hafa látist en lögreglan rannsakar hvort dauðsföllin megi rekja til skógareldanna eða vegna annarra orsaka en fólkið fannst látið í bíl.

Erlent
Fréttamynd

Gassprengja sprakk í Aþenu

Gassprengja sprakk fyrir utan skrifstofu íhaldsflokksins og pósthúss í Aþenu í morgun en enginn slasaðist. Líttþekktur hópur stjórnleysingjar hefur lýst ábyrgð á sprengjunni. Í síðustu viku var sprakk sprengja fyrir utan aðrar skrifstofu íhaldsflokksins og fyrir utan banka í Aþenu en enginn hefur lýst ábyrgð á því ódæði.

Erlent
Fréttamynd

Þrír hafa slasast alvarlega á nautahátíð í Kólumbíu

Þrír hafa slasast alvarlega á Nautahátíðinni í Kólumbíu, sem haldin er árlega í fjölda bæja í norðurhluta landsins, eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skepnunum sem hátíðin er kennd við. Níu til viðbótar hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna minniháttar áverka.

Erlent
Fréttamynd

Bændur ná háum aldri í Danmörku

Bændur verða karla elstir í Danmörku, meðal þeirra stétta, þar sem fólk, vinnur sjálfstætt. Dánartíðnin er aftur á móti hæst meðal leigubílstjóra. Danska hagstofan kann enga örugga skýringu á þessu en getur sér þess til, að engin leggi út í búskap nema að vera fíl hraustur.

Erlent
Fréttamynd

Sjóræningjar handsamaðir undan ströndum Sómalíu

Bandaríski sjóherinn handtók hóp meintra sjóræningja á skipi á Vestur-Indlandshafi í gær. Talið er að þeir hafi rænt ýmsum verðmætum af nokkrum flutningaskipum á hafsvæðinu undan ströndum Sómalíu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Flugdólgur reyndi að opna hurð á fljúgandi ferð

39 ára gömul bandarísk kona olli nokkurri hræðslu meðal farþega um borð í SAS flugvél þegar hún reyndi að opna hurð á flugvélinni sem var í 10 kílómetra hæð. Flugvélin var á leið frá Zurich til Kaupmannahafnar. Konan var mjög óróleg en flugáhöfnin kom í veg fyrir að henni tækist ætlunarverk sitt. Þegar vélin lenti á Kastrup flugvelli var lögreglan kölluð á staðinn sem flutti hana á geðdeild. Talið er að konan hafi ætlað að fremja sjálfsmorð.

Erlent
Fréttamynd

Húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor

Japanska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor í nágrenni Tokyo í morgun. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið að selja ólöglegar þyrlur til Kína, fjarstýrðar þyrlur til að nota í hernaðarlegum tilgangi. Þyrlurnar hafa ekki verið samþykktar til sölu af efnahags-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu.

Erlent