Vilborg Ása Guðjónsdóttir

Fréttamynd

Að setja sig í spor lang­veikra

Það er því miður staðreynd að stór hluti fólks sem tekst á við langvinn veikindi missir smám saman tengingu við þá tilveru sem aðrir lifa og hrærast í. Það myndast gjá á milli okkar og ykkar hinna. Með tímanum verður gjáin stærri, við finnum að við tilheyrum ekki lengur okkar fyrri veruleika og grundvöllur innihaldsríkrar tengingar við annað fólk verður sífellt takmarkaðri.

Skoðun
Fréttamynd

Að hlusta á og styðja þá sem þjást

Í dag, 12. maí, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um ME-sjúkdóminn. Af því tilefni hripaði ég niður hugleiðingar mínar á þessum degi sem ég beini ekki síst til heilbrigðiskerfisins, stjórnenda vinnustaða og stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Kok­teil­boð á kostnað al­mennings

Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima.

Skoðun
Fréttamynd

Enn af and­vara­leysi Al­þingis gagn­vart utan­ríkis­málum

Í lok þessarar viku eru sjö mánuðir frá því að utanríkismál voru síðast á dagskrá Alþingis. Meira en hálft ár. Það er ef frá er talin 30 mínútna umræða um græna utanríkisstefnu í október sl. sem þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku þátt í.

Skoðun
Fréttamynd

Her­vald til heima­brúks í vest­rænu lýð­ræðis­ríki

Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Að þora – Ísland í Mannréttindaráði S.þ.

Þátttaka Íslands í starfi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2018-2019 er fyrir margra hluta sakir stórmerkileg. Talað er um tímamót í íslenskri utanríkisþjónustu enda er það rétt að Ísland hefur ekki áður tekið að sér svo stórt hlutverk á alþjóðavettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs

Utanríkisráðuneytið lét nýverið gera könnun á viðhorfi Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti mjög jákvæðar. Þar má nefna það viðhorf stórs meirihluta svarenda að hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,6%) og alþjóðaviðskiptum (78,3%).

Skoðun
Fréttamynd

Trúverðugleiki stjórnmálamanna

Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfkák Íslands gagnvart Evrópuráðinu

Nýverið tilkynntu stjórnvöld þá ákvörðun sína að færa fyrirsvar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg úr sendiráði Íslands í París yfir í utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg.

Skoðun