Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:03 Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun