Kokteilboð á kostnað almennings Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:00 Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Háskólar Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun