
Erlendar

Þessi stúlka var heppin - fékk að eiga skóinn hans Usain Bolt
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt lék listir sínar á hlaupabrautinni í Daegu í Suður-Kóreu í dag þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum 200 metra hlaupsins en hann var vanda uppátækjasamur fyrir og eftir hlaupið.

Heimsmeistarar dagsins á HM í frjálsum - myndir
Sjöunda keppnisdegi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en úrslitin réðust í fimm einstaklingsgreinum og einu boðhlaupi í dag.

Guðmundur keppir í Evrópukeppninni um helgina
Íslandsmeistarinn í borðtennis Guðmundur E. Stephensen leikur um helgina með liði sínu Zoetermeer frá Hollandi í Evrópukeppni félagsliða.

Cheruiyot varði titil sinn í 5000 metra hlaupi
Vivian Jepkemoi Cheruiyot frá Keníu kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum í Suður-Kóreu. Cheruiyot tókst þar með að verja titil sinn frá því í Berlín fyrir tveimur árum.

Storl tryggði sér gullverðlaun með sínu síðasta kasti
Þjóðverjinn David Storl vann gullverðlaun í kúluvarpi karla á HM í frjálsum í Daegu eftir spennandi keppni við Kanadamanninn Dylan Armstrong. Sigurkast Storl var 21,78 metrar.

Bandarískur sigur í 4x400 metra boðhlaupi - Pistorius ekki með
Bandaríska sveitin kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í dag. Sveitin hljóp á tímanum 2.59,31 mínútur og varð rúmri hálfri sekúndu á undan sveit Suður-Afríku.

Campbell-Brown fljótust í 200 metra hlaupi kvenna
Veronica Campbell-Brown frá Jamaíku vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum í dag. Bandaríkin fengu silfur og brons.

Lengsta stökk ársins hjá Phillips tryggði honum gullverðlaun
Bandaríkjamaðurinn Dwight Phillips vann til gullverðlauna í langstökki karla á HM í Daegu. Phillips stökk 8,45 metra, tólf sentimetrum lengra en Ástralinn Mitchell Watt sem varð annar.

Abakumova setti heimsmeistaramótsmet og fékk gull í spjótkasti
Rússinn Maria Abakumova hafði sigur eftir æsispennandi keppni í spjótkasti kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Daegu í Suður-Kóreu. Abakumova bætti perónulegan árangur sinn með kasti upp á 71,99 metra og setti um leið heimsmeistaramótsmet.

Usain Bolt fór örugglega inn í úrslitin í 200 metrunum
Usain Bolt var afslappaður og í sínu vanalega töffara-stuði þegar hann tryggði sér sæti í úrslitahlaupinu í 200 metrunum á Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í dag.

Ein mætti ekki í úrslitin í spjótkasti kvenna - svekkelsi fyrir Ásdísi
Það voru bara ellefu stúlkur sem kepptu til úrslita í spjótkasti kvenna á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í dag því Þjóðverjinn Linda Stahl mætti ekki til leiks. Ásdís Hjálmsdóttir endaði í þrettánda sæti í undankeppninni en tólf stúlkur komust í úrslitin. Ásdís var rúma 50 sentimetra frá því að komast í úrslitin.

Djokovic fór illa með Berlocq
Efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, var í banastuði á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nóttþegar hann lagði Argentínumanninn Carlos Berlocq í þremur settum 6-0, 6-0 og 6-2.

Dansaði fyrir Usain Bolt
Keníumaðurinn Ezekiel Kemboi fagnaði sigri sínum í 3000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu vel og innilega. Kemboi sigldi fram úr keppinautum sínum á lokahringnum og tryggði sér gullið.

Ólympíuleikarnir í London verða sendir út í þrívídd
Ólympíuleikarnir í London sem fram fara á næsta ári verða þeir fyrstu sem hægt verður að fylgjast með í þrívídd.

Andy Murray: Ég mun bæta mig þegar líður á mótið
Tenniskappinn, Andy Murray, segist finna fyrir pressunni frá ensku þjóðinni í hvert einasta skipti sem hann tekur þátt í stórmóti.

Heimsmeistarar sjötta dagsins á HM í frjálsum í Daegu - myndir
Sjötta keppnisdegi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en úrslitin réðust í sex greinum í dag og þar á meðal var 400 metra grindarhlaup hjá bæði konum og körlum.

David Greene varð heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi
David Greene, frá Bretlandi, sigraði í 400 metra grindahlaupi karla í Daegu á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag.

Saladuha stökk lengst allra í Daegu
Úkraínski þrístökkvarinn, Olha Saladuha, stökk lengst allra á heimsmeistaramótinum í frjálsum íþróttum í Daegu í Suður-Kóreu.

Ezekiel Kemboi heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi
Ezekiel Kemboi frá Kenía varð í dag heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi á HM í frjálsum í Daegu í dag.

Jesse Williams heimsmeistari í hástökki karla
Jesse Williams frá Bandaríkjunum bar sigur úr býtum í hástökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Daegu í dag.

Kristinn náði sér ekki á strik á HM í frjálsum
Kristinn Torfason, frjálsíþróttakappi úr FH, er úr leik á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu. Undankeppnin í langstökki fór fram í nótt. Lengsta stökk Kristins var 7,17 metrar.

Ásdís með besta kast ársins - einu sæti frá úrslitum
Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í nótt. Ásdís kastaði lengst 59,15 metra, hennar besta kast á árinu, og varð í 13. sæti í undankeppninni, einu sæti frá því að komast í úrslit.

Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil.

Heimsmeistarar dagsins á HM í frjálsum í Daegu - myndir
Fjórða degi Heimsmeistaramótsins i frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu er lokið en þrír karlar og þrjár konur tryggðu sér heimsmeistaratitil í dag. Úrslitin réðust þá í sex greinum og þar á meðal var sjöþraut kvenna.

Rudisha sigraði 800 metra hlaupið með yfirburðum
David Lekuta Rudisha frá Kenýa sigraði í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Afríku, en hann kom í mark á 1:43,91 mínútum sem er töluvert frá heimsmeti kappans.

Wojciechowski fækk gull í stangarstökki - notaði færri stökk en Borges
Pólverjinn Pawel Wojciechowski fékk gullverðlaun í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Daegu í Suður-Kóreu. Wojciechowski stökk 5.90 metra.

Robles sviptur gullverðlaunum sínum í 110 metra grindahlaupi
Kúbverjinn Dayron Robles hefur verið sviptur gullverðlaunum sínum í 110 metra grindahlaupi. Robles virtist snerta Kínverjann Liu Xiang þegar hann var í forystu og hefur nú verið refsað fyrir það.

Robles vann sigur í 110 metra grindahlaupi - rakst utan í Xiang
Kúbverjinn Dayron Robles kom fyrstur í mark í 110 metra grindahlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu. Ólympíumethafinn hljóp á tímanum 13.14 sekúndur.

Jeter fagnaði sigri í 100 m hlaupi kvenna
Hin bandaríska Carmelita Jeter felldi tár eftir að hún kom fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á HM í frjálsíþróttum í Daegu í morgun.

Bolt: Tilgangslaust að dvelja við liðna atburði
Usain Bolt hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að einbeita sér að 200 metra hlaupinu. Hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með þjófstartið í 100 metra hlaupinu en óskaði landa sínum, Yohan Blake, um leið til hamingju með sigurinn.