Innlendar

Fréttamynd

Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri

Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil.

Sport
Fréttamynd

Stefni á að spila næsta sumar

"Ég er að hjóla og lyfta mikið og svo má ég byrja að skokka í næsta mánuði," Það er talað um að menn geti æft sex mánuðum eftir þessi meiðsli og sá tími er í byrjun júní hjá mér. Ég næ því vonandi nokkrum leikjum í sumar." sagði Sigurður Ragnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Jóhann Birnir á heimleið?

Fótboltakappinn Jóhann Birnir Guðmundsson er á leiðinni frá Örgryte í Svíþjóð og gæti snúið heim til Íslands. Jóhann sagði við Fréttablaðið í gær að ef ekkert erlent lið sýndi honum áhuga fljótlega væri líklegast að hann kæmi heim og spilaði hér næsta sumar. Hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á því að fá hann til sín auk þess sem Íslandsmeistarar FH hafa hug á að krækja í Jóhann.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sló KR út

8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar Njaðvíkur komust áfram í undanúrslitin með því að sigra Snæfell á útivelli, 94-98 og Keflvíkingar gjörsigruðu KR á útivelli, 74-98.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan vann nágrannaslaginn

Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk.

Sport
Fréttamynd

Aðstoðarþjálfari ráðinn til Fram

Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar.

Sport
Fréttamynd

Stúdínur í undanúrslitin

Bikarmeistarar Hauka eru úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta en þær töpuðu naumlega fyrir ÍS í 8 liða úrslitunum í gærkvöldi, 63-62. Leikurinn var æsispennandi allan tímann og höfðu Stúdínur 4 stiga forystu í hálfleik, 33-29 en leikið var í Kennaraháskólanum.

Sport
Fréttamynd

Dagný í 43. sæti en Björgvin úr leik

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni í morgun í fyrri ferð á heimsbikarmótinu í skíðum í sem fram fer í Austurríki. Þá er Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri í 43. sæti í bruni kvenna á heimsbikarmótinu í St. Moritz í Sviss en síðar í dag verður keppt í svigi og með góðum árangri þar getur Dagný komist ofar þar sem sameiginlega er keppt í bruni og svigi í dag.

Sport
Fréttamynd

6 marka tap fyrir Frökkum

Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum, 30-36, í síðari æfingaleik liðanna á Ásvöllum nú undir kvöldið. Ísland átti góða möguleika í fyrri hálfleik og leiddi mestan hálfleikinn en Frakkar sigu framúr undir lok hans og voru yfir í hálfleik 15-17. Frakkar tóku öll völd í seinni hálfleik og náðu mest átta marka forskoti.

Sport
Fréttamynd

Ísland 15-17 undir í hálfleik

Íslendingar eru tveimur mörkum undir gegn Frökkum, 15-17 í hálfleik en síðari æfingaleikur liðanna fer nú fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslenska liðið hefur leitt mest allan leikinn með einu marki en Frakkarnir sigu fram úr undir lok fyrri hálfleiks. Markvarslan hefur ekki verið góð hjá íslenska liðinu sem á einnig í vandræðum með sendingar.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur lögðu ÍBV

Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á ÍBV í toppbaráttu DHL-deildar kvenna í handbolta í dag, 36-28 en leikið var á Ásvöllum. Ramune Pekarskyté var markahæst Haukastúlkna með 10 mörk.

Sport
Fréttamynd

Seinni leikurinn gegn Frökkum í dag

Tveir handboltaleikir verða háðir á Ásvöllum í dag þar sem boðið verður upp á báða leikina á verði eins. Kl.14:00 hefst leikur Hauka og ÍBV í DHL deild kvenna og kl.16:15 hefst seinni leikur Íslendinga og Frakka.

Sport
Fréttamynd

Höttur fær liðsstyrk

Úrvalsdeildarlið Hattar á Egilsstöðum hefur fengið til sín serbneskan leikmann að nafni Zekovic Milojica sem er 202 cm hár framherji og á að baki landsleiki fyrir þjóð sína. Að sögn Gísla Sigurðssonar, leikmanns Hattar, er Milojica þessi hinn mesti hvalreki fyrir liðið og ku vera góð skytta og frábær liðsmaður.

Sport
Fréttamynd

Hamri dæmdur sigur á Keflavík

Dómstóll KKÍ hefur dæmt liði Hamars/Selfoss sigur í leik liðsins gegn Keflavík þann 12. janúar síðastliðinn, eftir að sannað þótti að Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur var ekki löglegur með liðinu vegna þess að um frestaðan leik var að ræða. Hamri hefur því verið dæmdur 20-0 sigur í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Skallagrímur sigraði Keflavík

Skallagrímur vann góðan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld 98-88 í Borgarnesi. George Byrd skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Skallagrím, en AJ Moye var atkvæðamestur hjá Keflvíkingum með 22 stig.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Frökkum 31-27 í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir Frakka í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk. Liðin eigast við að nýju á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Frakkar yfir í hálfleik

Frakkar hafa eins marks forystu gegn Íslendingum í æfingaleik sem stendur yfir í Laugardalshöllinni og er staðan 13-12 fyrir Frakka í hálfleik. Birkir Ívar Guðmundsson hefur verið besti leikmaður íslenska liðsins í hálfleiknum og hefur varið 12 skot, en Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 4 mörk og Sigfús Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson hafa skorað 2 mörk hvor.

Sport
Fréttamynd

Annríki hjá Keflvíkingum

Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Frökkum í kvöld

Íslenska handboltalandsliðið leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir EM í Sviss og í kvöld mæta íslensku strákarnir fyrnasterku liði Frakka í Laugardalshöllinni klukkan 20. Þetta er fyrri leikur liðanna, en sá síðari verður á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í Njarðvík

Þrettánda umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með fimm leikjum. Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðs Njarðvíkur og KR í Njarðvík, en auk þess verður viðureign Skallagríms og Keflavíkur í Borgarnesi væntanlega hörkuspennandi. Grindavík tekur á móti Þór, Snæfell mætir ÍR og loks fá Fjölnismenn Hauka í heimsókn í Grafarvoginn.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá toppliðunum

Topplið Hauka og Grindavíkur unnu þægilega sigra í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík lagði ÍS 84-66 í Grindavík, þar sem Jerica Watson skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 24 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Grótta og Valur í undanúrslit

Grótta og Valur eru komin í undanúrslit í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta vann nokkuð óvæntan sigur á Stjörnunni 20-19 eftir framlengdan leik, en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari. Valsstúlkur lögðu Fram 31-25.

Sport
Fréttamynd

Ísland á svipuðum slóðum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er sem stendur í 95. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið fellur því um eitt sæti síðan listinn var gefinn út í lok síðasta árs og hefur verið á mjög svipuðu róli í eitt ár. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans.

Sport
Fréttamynd

Annar sigur Hattar

Lið Hattar á Egilsstöðum vann í kvöld góðan sigur á Hamri/Selfoss í úrvaldsdeild karla í körfubolta 84-74 á Egilsstöðum. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og með honum lyfti liðið sér af botninum, en er þó enn í fallsæti.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Hauka á FH

Haukastúlkur höfðu betur gegn grönnum sínum í FH í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld 36-21. Þá unnu Eyjastúlkur auðveldan sigur á HK á útivelli 29-19.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur mæta grísku liði

Í morgun var dregið í 16-liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta og þar varð ljóst að Valsstúlkur mæta gríska liðinu Athinaikos frá Aþenu. Fyrri leikurinn fer fram ytra 10. eða 11. febrúar, en sá síðari hér heima viku síðar.

Sport
Fréttamynd

Haukar höfðu betur í toppslagnum

Kvennalið Hauka tryggði stöðu sína á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær lögðu Grindavík naumlega 73-72 á heimavelli sínum Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka og skoraði 33 stig, hirti 17 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Jerica Watson skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst í liði Grindavíkur. Haukar hafa nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur á Ásvöllum

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar Haukastúlkur taka á móti Grindvíkingum á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum, en Grindavík er í öðru sætinu með 18 stig úr 11 leikjum. Eina tap Hauka í vetur var einmitt gegn Grindavík og því má eiga von á hörkuleik, sem hefst klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli gegn Noregi

Ísland og Noregur skildu jöfn nú síðdegis, 32-32 í úrslitaleik á æfingamótinu í handbolta sem fram fór í Noregi. Ísland var yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum en manni færri eftir að Sigfús Sigurðsson var rekinn út af þegar hálf mínúta var eftir.

Sport
Fréttamynd

Bætti 16 ára gamalt met

Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni bætti í gær 16 ára gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru í Laugardalshöllinni. Sveinn hljóp á 22,15 sekúndum og bætti met Gunnars Guðmundssonar frá árinu 1990 um 0.2 sekúndur.

Sport