Íþróttir
Keflavík yfir í hálfleik
Keflvíkingar hafa yfir 63-43 í hálfleik í þriðja leik sínum gegn Skallagrími í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, en leikurinn fer fram í Keflavík. Jafnræði var á með liðunum eftir fyrsta leikhlutann, en pressuvörn Keflvíkinganna virtist slá gestina út af laginu í öðrum leikhlutanum. AJ Moye hjá Keflavík hefur verið besti leikmaður vallarins og er kominn með yfir 20 stig í fyrri hálfleiknum.

Bolton kaupir Ísraela
Úrvalsdeildarfélagið Bolton gekk í dag frá samningi við ísraelska miðjunanninn Idan Tal frá Maccabi Haifa og mun hann ganga til liðs við enska liðið í júlí í sumar. Tal þessi spilaði með Everton á árunum 2000-2002 og á að baki 58 landsleiki fyrir Ísrael.

Ronaldinho verðmætasti leikmaður heims
Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hefur verið útnefndur verðmætasti knattspyrnumaður heims í ítarlegri könnun sem gerð var á dögunum og skýtur þar köppum á borð við David Beckham og Wayne Rooney ref fyrir rass.

Óttast frekari seinkanir á Wembley
Breska sjónvarpsstöðin BBC greinir frá því í dag að ýmis teikn séu á lofti um að nýi Wembley leikvangurinn verði jafnvel ekki tilbúinn fyrir leikinn um samfélagsskjöldinn síðaripart sumars, eftir að í ljós kom að rúgbýleikur sem halda átti á vellinum þann 26. ágúst gæti orðið færður annað - en leikurinn um samfélagsskjöldinn á að fara fram enn fyrr, eða þann 13. ágúst.

LeBron James loksins í úrslitakeppnina
Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð.

Óvæntur sigur Stephen Ames
Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði örugglega á Players meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á TPC Sawgrass vellinum en mótið var í beinni útsendingu á Sýn. Ames lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 5 höggum undir pari, 67 höggum samtals.
Haukar elta Fram eins og skugginn
Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir.
Bjarni og Hörður í tapliði Silkeborg
Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson léku báðir allan leikinn fyrir danska liðið Silkeborg sem tapaði fyrir Bröndby. Með sigrinum tyllti Bröndby sér í efsta sæti deildarinnar með 51 stig, en FCK í Kaupmannahöfn kemur næst með 50 stig en þeir eioga einn leik til góða. Silkeborg er í svo 9. sæti með 23 stig.

Celtic einum sigri frá titlinum
Celtic getur tryggt sér Skotlandsmeistaratitilinn eftir tíu daga en það þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Leikurinn er þann 5. apríl gegn Hearts, sem er í öðru sæti deildarinnar en fastlega má gera ráð fyrir því að Celtic vinni þann leik eftir frábæra leiki undanfarið.

Real Madrid burstaði Deportivo
Real Madrid vann öruggan sigur á Deportivo La Coruna í La Liga á Spáni í dag. Madrídingar færast þar með nær erkifjendum sínum í Barcelona sem verma toppsæti deildarinnar en þeir náðu þó aðeins markalausu jafntefli gegn Malaga í gær.

Bruce lætur deigann ekki síga
Steve Bruce er enn ákveðnari að draga Birmingham upp úr ruglinu sem liðið er í þessa stundina. Lið hans er í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur leikur liðsins að undanförnu aldeilis ekki verið burðugur.
Ólafur með fjögur mörk í sigri Ciudad
Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið bar sigurorð af þýska liðinu Flensborg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Flensborg sá aldrei til sólar í leiknum og Ciudad fór með öruggan níu marka sigur af hólmi, 31-22.

Öruggur sigur Manchester United
Manchester United sáu til þess að vikan sem er að renna sitt skeið á enda er eins sú versta sem Steve Bruce, fyrrum United maður, hefur séð. Lið hans fékk á sig tíu mörk í vikunni en það tapaði 3-0 fyrir United í dag og 7-0 gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni í vikunni.

KR-ingar teknir í karphúsið
Njarðvík vann öruggan sigur á KR í fyrsta leik þeirra í undanúrslitaeinvíginu í Iceland-Express deild karla en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Herbert Guðmundsson þjálfari KR baðst afsökunar á slakri frammistöðu sinna manna sem töpuðu stórt, 101-65.

Man Utd yfir í hálfleik
Manchester United er 2-0 yfir gegn döpru liði Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ryan Giggs skoraði bæði mörkin, það fyrra með glæsilegri aukaspyrnu en hið seinna eftir lipra sókn og góða sendingu frá Wayne Rooney. Ruud Van Nistelrooy er ekki í byrjunarliði United sem hefur verið miklu mun betra í leiknum og á að vera komið lengra yfir í leiknum.
Njarðvík langt yfir í hálfleik
Njarðvíkingar eru á góðri leið með að tryggja sér sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins gegn KR í Iceland Express deild karla. Þeir hafa átján stigum fyrir í hálfleik, 47-29, og hafa borið höfuð og herðar yfir KR-inga sem þurfa að spýta verulega í lófana ef þeir ætla sér að stela sigrinum í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Öruggur sigur Loeb
Franski ökuþórinn Sébastien Loeb sigraði örugglega í Katalóníurallinu sem fór fram um helgina á Spáni. Loeb ekur Citroën Xsara fyrir Kronos-liðið en hann endaði 48,2 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo, sem einnig ekur um á Citroën Xsara. Í þriðja sæti varð Finninn Marcus Grönholm á Ford Focus, 1,45 mínútum á eftir Loeb.

Charlton vann Newcastle
Charlton bar sigurorð af Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og átti skínandi dag í hjarta varnarinnar, líkt og endranær.

Frábær sigur Boro á Bolton
Middlesbrough vann frábæran 4-3 sigur á Bolton í stórskemmtilegum leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir tilraunir Howard Webb dómara til að vera hvað mest í sviðsljósinu var það skemmtanagildi leiksins sem stóð uppúr í lokin.

Njarðvík-KR í beinni á Sýn klukkan 15
Vísir.is minnir alla á beina útsendingu Sýnar frá stórleik Njarðvík og KR í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsending Sýnar skömmu áður. Keflavík vann í gær góðan sigur á Skallagrímsmönnum í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Allir vilja enskan landsliðseinvald
Sam Allardyce stjóri Bolton telur að allir Englendingar vilji sá Englending stýra enska landsliðinu þegar Sven Göran Eriksson hættir með liðið eftir HM í sumar. Allardyce hefur verið sterklega orðaður við starfið sem hann hefur aldrei farið dult með aðdáun sinni á.

Vilja breyta Meistaradeildinni
G-14 hópurinn, þar sem saman eru komin átján af stærstu knattspyrnuliðum heims, vilja breyta Meistaradeildinni í knattspyrnu á nýjan leik til að fá sautján leikdaga í stað þrettán eins og staðan er í dag.

Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Góður sigur Lemgo
Lemgo vann í dag mikilvægan sigur á Gummersbach á útivelli 29-27 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir heimamenn og Róbert Gunnarsson 1, en Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo, sem er nú með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn.

Þetta var hendi
Framherjinn Didier Drogba viðurkenndi að hann hefði fengið knöttinn í höndina þegar hann skoraði annað mark Chelsea í sigrinum á Manchester City í dag, en Sylvain Distin leikmanni City var vikið af leikvelli fyrir kröftug mótmæli sín vegna atviksins.
Stúdínur lögðu Hauka
Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum.

Gerrard lærir af mistökunum
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard muni læra af mistökum sínum í dag þegar hann lét reka sig af velli í leiknum gegn Everton eftir aðeins 18 mínútna leik. Benitez var þó ánægður með að sínir menn skyldu ná að vinna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri lengst af.
ÍBV í sterkri stöðu
Kvennalið ÍBV stendur með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í DHL-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið sigraði Gróttu 28-24 í Vestmannaeyjum í dag. Á sama tíma töpuðu Íslandsmeistarar Haukar fyrir Val 28-25 og því hefur ÍBV eins stigs forskot á Hauka og Val fyrir lokaumferðina.
Keflvíkingar lögðu Skallagrím
Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik 97-82. Keflavík hefur því náð 1-0 forystu í einvíginu og næsti leikur fer fram í Borgarnesi.

Chelsea lagði Manchester City
Chelsea gefur ekkert eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn og í dag lagði liðið Manchester City 2-0 á Stamford Bridge með tveimur mörkum frá Didier Drogba á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik, hið fyrra eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen. Sylvain Distin var rekinn af leikvelli í liði City á 45. mínútu. Chelsea hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða á Liverpool sem er í öðru sætinu.