Árni Páll Árnason

Fréttamynd

Tvær þjóðir í einu landi

Ríkisstjórn ríka fólksins gerir það ekki endasleppt. Nýjasta framlag hennar er frumvarp sem gerir ráð fyrir að efnuðustu einstaklingarnir fái að taka erlend lán, en ekki aðrir. Verði það að lögum mun þjóðin öll bera kerfisáhættuna af slíkum lánveitingum,

Skoðun
Fréttamynd

Verjum norræna velferð!

Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

100 ár

Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt

Skoðun
Fréttamynd

Sameinumst um réttlátari fjárlög

Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur á líka leik

Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hryðjuverk og viðbrögð

Við urðum öll agndofa við árásirnar í París í liðinni viku. Framundan er tími óvissu í alþjóðamálum og við vitum ekki hvaða áhrif þessir atburðir muni hafa til lengri tíma litið. Það er mikilvægt að muna að þessi ofbeldisverk hafa ekkert með trú eða þjóðerni að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað getur Ísland gert í París?

Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr gjaldmiðill eða piss í skóinn?

Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið.

Skoðun
Fréttamynd

Áfangasigur eða hetjudauði – um valkosti í stjórnarskrármálinu í mars 2013

Við hófum merkilega lýðræðistilraun með breytingaferli á stjórnarskrá með þátttöku þjóðarinnar á síðasta kjörtímabili. Þessi tilraun hefur vakið athygli um allan heim og er enn grunnur hugmynda um breytingar. Í umræðu undanfarið hefur borið á því að aðstæðum í lok síðasta kjörtímabils sé lýst þannig að þáverandi stjórnarflokkar hafi haft í hendi sinni að samþykkja fullbúna stjórnarskrá. Svo var ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni

Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Glötuð tækifæri í fjárlögum

Ný fjárlög sýna að fórnirnar sem við færðum á síðasta kjörtímabili eru að skila þeim árangri að ríkisreksturinn skilar myndarlegum afgangi. Hann væri enn meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki sett afslátt af auðlindagjöldum í forgang.

Skoðun
Fréttamynd

Ódýrt en áhrifaríkt

Allir vita hversu alvarlegt ástand er á leigumarkaði í dag. Enginn fær íbúð á boðlegum kjörum og litlar íbúðir á besta stað eru bæði illfáanlegar og dýrar.

Skoðun
Fréttamynd

Höldum baráttunni áfram

Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna er betra að semja

Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun.

Skoðun
Fréttamynd

Enn er ójafnt skipt

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa.

Skoðun
Fréttamynd

Að slátra gullgæsinni

Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám.

Skoðun
Fréttamynd

Er hægt að laga þingið?

Bjarni Benediktsson á hrós skilið fyrir að ræða umbætur á þingstörfum á yfirvegaðan og uppbyggilegan hátt. Ég held að þörf sé á þverpólitískri sátt um breytingar og er sammála Bjarna um að rétt sé að þær taki gildi eftir næstu kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Verndum Rammann

Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.