Arðsamara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 21. október 2016 00:00 Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun