Stóra spurningin Árni Páll Árnason skrifar 27. apríl 2016 07:00 Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri staðhæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskattanefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyrissjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim regluvörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skattaskjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugsunar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðsporshnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjólsríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lögmannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar