Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni Árni Páll Árnason skrifar 13. október 2015 07:00 Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar