Bætum stjórnmálin – breytum stjórnarskránni Árni Páll Árnason skrifar 13. október 2015 07:00 Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Stundum er rætt um breytingar á stjórnarskrá sem einhvers konar gæluverkefni: Eitthvað sem sé vissulega jákvætt en skipti engu sérstöku máli í bráð. Reynsla undanfarinna ára segir okkur allt aðra sögu.Þjóðaratkvæði breytir stjórnmálunum Harkalegustu átök á vettvangi stjórnmálanna hafa snúist um rétt þjóðarinnar til að ráða til lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. Ef við hefðum í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt þjóðarinnar til að kalla umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu væri umgjörð stjórnmálabaráttunnar að þessu leyti betri og myndi skila okkur meiri árangri. Núverandi staða veldur því að við komumst ekki aftur á bak eða áfram og náum hvorki að þróa almennilega fullnægjandi gjaldtöku af auðlindum, né að skapa þeim sem starfa í auðlindagreinum fyrirsjáanleg starfsskilyrði. Og þjóðin er í einstakri stöðu meðal lýðræðisþjóða að eiga ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslur undir geðþótta eins manns, forseta Íslands.Komið að breytingum Eftir áratugaþrætur um þessi tvö sjálfsögðu mál er nú komið að ögurstundu. Allir flokkar hafa einhvern tíma lofað þjóðinni ákvæði um þjóðareign á auðlindum og þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðin tjáði skýrt vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá í október 2012. Nú er tækifæri til að afgreiða þessa breytingu í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum næsta sumar, ef stjórnmálaflokkarnir eru tilbúnir að virða skýran þjóðarvilja og standa við gefin fyrirheit. Stjórnmálin hafa hingað til endurspeglað umgjörðina sem um þau er gerð. Á Íslandi hafa ákvæði stjórnarskrárinnar ýtt undir meirihlutaræði og frekjustjórnmál og lamað rétt minnihlutans til málefnalegrar þátttöku í ákvörðunum. Í Danmörku getur þriðjungur þingmanna vísað málum í þjóðaratkvæði. Hér er ræðustóll Alþingis hins vegar eina vörn minnihlutans gegn yfirgangi meirihlutans sem leitt hefur til harkalegra stjórnmálaumhverfis og linnulausrar baráttu um dagskrárvald Alþingis með málþófi og klækjabrögðum.Endurheimtum tiltrú á Alþingi Afleiðingin getur bara verið ein: Minnkandi tiltrú á Alþingi Íslendinga. Sú tiltrú verður ekki endurreist með ræðum fullum af heitstrengingum um að nú bíði betri tíð, heldur með því að breyta í grundvallaratriðum valdajafnvægi á Alþingi og byggja þannig grunn fyrir farsæl stjórnmál þar sem allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Minnihlutinn þarf að fá möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem nauðsynlegan neyðarhemil og láta þá á móti frá sér réttinn til málþófs og tafaleikja. Við munum öll hagnast á þeirri breytingu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun