Sveinn Rúnar Hauksson

Fréttamynd

Hernáms Palestínu minnst 29. nóvember

Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming.

Skoðun
Fréttamynd

8. júlí – stríðsglæpa minnst

Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið.

Skoðun
Fréttamynd

Obama, stöðvaðu blóðbaðið á Gasa!

Ábyrgð Bandaríkjanna á stríðsglæpunum á Gasa er mikil. Það eru ekki bara vopnin og peningarnir til að heyja þetta miskunnarlausa og einhliða árásarstríð gegn óbreyttum borgurum og sér í lagi börnum sem eru í meirihluta á Gasa.

Skoðun
Fréttamynd

An Nabi Saleh – þar sem hernámi og kúgun er mótmælt

Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi

Skoðun
Fréttamynd

15. nóvember – sjálfstæðisyfirlýsing Palestínu

Árið 1988 var Arafat forseti enn útlagi í Túnis, PLO-samtökin voru stimpluð af Ísrael og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök og Yasser Arafat að sjálfsögðu yfirhryðjuverkamaðurinn. Hann fékk því ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og til þess að Arafat gæti ávarpað Allsherjarþingið ákvað þingheimur að flytja sig um set, frá New York til Genfar í Sviss, og þar flutti Arafat sína eftirminnilegu ræðu um sjálfstæði Palestínu og leiðina til friðar.

Skoðun
Fréttamynd

Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert!

Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Bjart er yfir Betlehem

Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Viðurkennum Palestínu strax

Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill.

Skoðun
Fréttamynd

Árið sem ógeðið byrjaði

Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns.

Skoðun
Fréttamynd

Loksins góðar fréttir frá Palestínu

Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Sinadráttur og gróðafíkn

Fjöldi fólks sem á við fótakrampa og sinadrátt að stríða, ekki síst á nóttunni, hefur um langt árabil getað fengið lyf við þessu hjá sínum lækni. Það er gamla malaríulyfið, Kínin, sem reynst hefur býsna vel við þessu. Lengi vel var hægt að kaupa 100 mg töflur án lyfseðils, en læknir skrifaði upp á 250 mg töflur sem hefur reynst hæfilegur skammtur fyrir flesta. Nú brá svo við fyrir nokkrum vikum að Kínin Actavis-töflurnar fengust ekki lengur. Actavis hefur ákveðið að hætta framleiðslu lyfsins hér á landi. Enn eitt lyfið hvarf á þennan hátt, án nokkurs fyrirvara og sjaldnast nokkur skýring gefin.

Skoðun
Fréttamynd

Níundi nóvember

Í Íslandssögunni er níundi nóvem­ber dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í upp­þoti á bæjar­stjórnar­fundi í Reykja­vík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götu­bardagar. Yfir 20 lögreglu­þjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með Ísraelsher! Neyðaraðstoð til Gaza

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Gaza Eins og við hafði verið búist þá linnti árásum Ísraelshers á Gaza um síðustu helgi, að minnsta kosti í bili? Það þurfti að sópa gólf áður en nýr Bandaríkjaforseti tæki við. Enda þótt dauðinn og eyðileggingin af völdum Ísraelshers sé ægileg en hún blasir við sjónum hvarvetna á Gazasvæðinu, þá er önnur eyðilegging sú sem Ísraelsstjórn hefur valdið sjálfri sér og Ísraelsríki um langa framtíð. Hann verður seint máður af morðingjabletturinn sem nú stingur í augun meira en nokkru sinni fyrr í sex áratuga blóðugri hernámssögu Ísraelsríkis gagnvart nágrönnum sínum.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.