Hernáms Palestínu minnst 29. nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar