Níundi nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar