Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júní 2024 22:00 Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun