Jóhanna Sigurðardóttir

Fréttamynd

Uppstokkun, uppgjör og endurreisn

Eftir þær efnahagslegu hamfarir sem á Íslandi dundu, beið nýrrar ríkisstjórnar gríðarlega erfitt verkefni. Hrunið bankakerfi, stórlaskaður gjaldmiðill, tekjuöflun ríkissjóðs í engu samræmi við útgjöld, margföldun á skuldum ríkisjóðs var óumflýjanleg,

Skoðun
Fréttamynd

2010 – ár uppgjörs og sátta

Árið sem nú er að líða var mörgum erfitt. Það var ár viðbragða við hruni gengis og banka, ár mótmæla, stjórnarskipta, kosninga og fjárhagsvanda. Það var einnig árið þegar hrein meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks tók við stjórnartaumunum í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.

Skoðun
Fréttamynd

Upphafsár umbreytinga

Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnréttismál í öndvegi

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Heildartök á stjórn efnahagsmála

Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum.

Skoðun
Fréttamynd

Óþarfi eða nauðsyn?

Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Stórir áfangar sem eyða óvissu

Á þeim björtu sumardögum sem nú gleðja landsmenn hillir undir að fast land verði á ný undir fótum í efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið. Þessa dagana eru að nást gríðarlega mikilvægir áfangar í þeim stórmálum sem glímt hefur verið við á vettvangi ríkisstjórnarinnar í vetur.

Skoðun
Fréttamynd

Berjumst gegn ofbeldi á konum

Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18–80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptum um áhöfn

Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur.

Skoðun
Fréttamynd

Áskorun til félagsmálaráðherra

Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitar­félaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða.

Skoðun