Skiptum um áhöfn 10. nóvember 2006 06:00 RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun