Skiptum um áhöfn 10. nóvember 2006 06:00 RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar