Heildartök á stjórn efnahagsmála 5. nóvember 2009 06:00 Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum. Finnski sérfræðingurinn Karlo Jännäri gagnrýndi í ítarlegri skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda að efnahagsmál heyrðu undir of marga aðila hér á landi. Hann lagði til að efnahagsmál yrðu færð undir eitt ráðuneyti. Niðurstaðan varð að færa það hlutverk til eflds viðskiptaráðuneytis sem ber nú heitið efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Með þeirri breytingu gefst tækifæri til þess að endurskipuleggja starfsemi allra sem áður fjölluðu um efnahagsmál á vettvangi ríkisins. Í fámennri og smárri stjórnsýslu er afar mikilvægt að samræma þessi verkefni. Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins og efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins hafa verið sameinaðar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankinn, Hagstofan og Fjármálaeftirlitið heyra nú undir efnahags- og viðskiptaráðherrann. Áður var ábyrgð efnahagsmála dreifð á þrjá ráðherra og það gafst því miður ekki vel. Efnahagsmál forgangsmálForsætisráðuneytið mun fyrst og fremst sinna forystu- og samræmingarhlutverki innan stjórnarráðsins í heild sinni samkvæmt nýju skipulagi og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu mála og eftirfylgni verður meðal forgangsmála innan forsætisráðuneytisins. Í samræmi við það er í nýju skipulagi forsætisráðuneytisins sett á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gildandi efnahagsáætlun, undir forystu forsætisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum og fer yfir stöðu helstu verkefna á sviði efnahagsmála. Í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atvikum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins. Fjórar nýjar ráðherranefndirAuk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/skipurit/ og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Forsætisráðherra mun þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif á þessum veigamiklu málefnasviðum og jafnframt nýta í hverju máli fagþekkingu sem liggur í einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra. Þannig eflist þekking og starfsemi fyrst og fremst á hverju fagsviði fyrir sig en ekki á sérstakri fámennri einingu innan forsætisráðuneytisins. Með þessu nýja skipulagi er jafnframt m.a. mætt gagnrýni í nýútkominni greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem smæð íslenskra stofnana er gagnrýnd. Bætt úr ágöllumÍsland hefur allt frá um 1980 verið í hópi hagsælustu þjóða heims og efnisleg lífsgæði verið mikil. Efnislegum gæðum var þó misskipt og fór misskiptingin ört vaxandi í löngum aðdraganda banka- og gjaldeyriskreppunnar haustið 2008 þegar hugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sleppt lausum af helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hluti hinna efnislegu gæða var fjármagnaður með lánsfé og viðskiptahalli þjóðarbúsins var svo mikill og langvarandi að harðri lendingu efnahagslífsins hafði verið spáð um árabil. Það er því ekki að ófyrirsynju sem „útrásartíminn" svokallaði hefur fremur verið kenndur við óráðsíu en raunverulega hagsæld eins og bent er á í Íslandi 2009, stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir þróun undanfarinna ára með viðamiklum bakreikningum. Um það verður ekki deilt að margt brást hér í stjórn efnahagsmála á löngum tíma í aðdraganda hrunsins. Ástæður þess má meðal annars rekja til þess að of margir aðilar voru að fást við stjórn þeirra án þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú hefur verið bætt úr því og mótaður grundvöllur til þess að ná heildartökum á stjórn efnahagsmála innan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Almenningur á heimtingu á því. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum. Finnski sérfræðingurinn Karlo Jännäri gagnrýndi í ítarlegri skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda að efnahagsmál heyrðu undir of marga aðila hér á landi. Hann lagði til að efnahagsmál yrðu færð undir eitt ráðuneyti. Niðurstaðan varð að færa það hlutverk til eflds viðskiptaráðuneytis sem ber nú heitið efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Með þeirri breytingu gefst tækifæri til þess að endurskipuleggja starfsemi allra sem áður fjölluðu um efnahagsmál á vettvangi ríkisins. Í fámennri og smárri stjórnsýslu er afar mikilvægt að samræma þessi verkefni. Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins og efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins hafa verið sameinaðar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankinn, Hagstofan og Fjármálaeftirlitið heyra nú undir efnahags- og viðskiptaráðherrann. Áður var ábyrgð efnahagsmála dreifð á þrjá ráðherra og það gafst því miður ekki vel. Efnahagsmál forgangsmálForsætisráðuneytið mun fyrst og fremst sinna forystu- og samræmingarhlutverki innan stjórnarráðsins í heild sinni samkvæmt nýju skipulagi og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu mála og eftirfylgni verður meðal forgangsmála innan forsætisráðuneytisins. Í samræmi við það er í nýju skipulagi forsætisráðuneytisins sett á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gildandi efnahagsáætlun, undir forystu forsætisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum og fer yfir stöðu helstu verkefna á sviði efnahagsmála. Í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atvikum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins. Fjórar nýjar ráðherranefndirAuk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/skipurit/ og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Forsætisráðherra mun þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif á þessum veigamiklu málefnasviðum og jafnframt nýta í hverju máli fagþekkingu sem liggur í einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra. Þannig eflist þekking og starfsemi fyrst og fremst á hverju fagsviði fyrir sig en ekki á sérstakri fámennri einingu innan forsætisráðuneytisins. Með þessu nýja skipulagi er jafnframt m.a. mætt gagnrýni í nýútkominni greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem smæð íslenskra stofnana er gagnrýnd. Bætt úr ágöllumÍsland hefur allt frá um 1980 verið í hópi hagsælustu þjóða heims og efnisleg lífsgæði verið mikil. Efnislegum gæðum var þó misskipt og fór misskiptingin ört vaxandi í löngum aðdraganda banka- og gjaldeyriskreppunnar haustið 2008 þegar hugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sleppt lausum af helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hluti hinna efnislegu gæða var fjármagnaður með lánsfé og viðskiptahalli þjóðarbúsins var svo mikill og langvarandi að harðri lendingu efnahagslífsins hafði verið spáð um árabil. Það er því ekki að ófyrirsynju sem „útrásartíminn" svokallaði hefur fremur verið kenndur við óráðsíu en raunverulega hagsæld eins og bent er á í Íslandi 2009, stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir þróun undanfarinna ára með viðamiklum bakreikningum. Um það verður ekki deilt að margt brást hér í stjórn efnahagsmála á löngum tíma í aðdraganda hrunsins. Ástæður þess má meðal annars rekja til þess að of margir aðilar voru að fást við stjórn þeirra án þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú hefur verið bætt úr því og mótaður grundvöllur til þess að ná heildartökum á stjórn efnahagsmála innan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Almenningur á heimtingu á því. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar