Viðreisn

Fréttamynd

Við brúum bilið

Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Stækkum Við­reisn

Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Stór-Reykja­vík er stór­skemmti­leg

Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst.

Skoðun
Fréttamynd

Verði af sigri Þórdísar Jónu gæti Dagur lent í klandri

Lokað verður fyrir nýskráningar vegna fyrsta prófkjörs Viðreisnar í Reykjavík á miðnætti í dag. Óhætt er að segja að mótframboð Þórdísar Sigurðardóttur hafi hleypt lífi í baráttuna og keppast frambjóðendur við að tryggja sér atkvæði flokksmanna í höfuðborginni.

Klinkið
Fréttamynd

Stöðnun er ekki í boði

Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. 

Skoðun
Fréttamynd

Sara Dögg leiðir lista Viðreisnar í Garðabæ

Listi Viðreisnar í Garðabæ var samþykktur í gærkvöldi á fundi félagsins en þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn í Garðabæ býður fram til sveitastjórnarkosninga. Uppstillinganefnd valdi Söru Dögg Svanhildardóttur, bæjarfulltrúa, til að leiða listann.

Innlent
Fréttamynd

Sam­skipta- og upp­lýsinga­tækni og grænn ferða­máti – eru allir á sömu línu?

Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra?

Skoðun
Fréttamynd

Ef við værum að búa til skóla

Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm nýir grunn­skólar - Fimm ný hverfi

Undanfarin ár hafi verið slegin met í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík. Seinustu þrjú ár hafa hér verið byggðar yfir þúsund íbúðir á ári. Það er ekkert útlit er fyrir að lát verði á þessari miklu uppbyggingu. Alla vega ekki vegna skorts á skipulögðum svæðum. Það eru til dæmis fimm nýir grunnskólar á teikniborðinu í borginni.

Skoðun
Fréttamynd

Færri stefnur og fleiri að­gerðir í Reykja­vík

Byrjum á titli þessarar greinar, stefnur er góðar, þetta ætti ég að vita eftir að hafa starfað um árabil við stjórnun og stefnumótun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Stefnur draga fram sýn stjórnenda og hagsmunaaðila og geta þannig verið fyrsta skref í átt að nýjum markmiðum.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta þarf ekki að vera svona

Efnahagslegur stöðugleiki er eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi. Það er staðreynd að við búum ekki við slíkan stöðugleika í dag með vaxtastigið á fleygiferð og verðbólguna sömuleiðis. Eins og svo oft áður. Fyrirsjáanleikinn í heimilisbókhaldi landsmanna er enginn.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign eða einkaeign?

Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki

Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö vilja í fjögur efstu sætin hjá Viðreisn í Reykjavík

Sjö sækjast eftir fjórum efstu sætunum á lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins sem fer fram helgina fjórða til fimmta mars. Tvær sækjast eftir fyrsta sæti, einn eftir öðru sæti, þrjú eftir þriðja sæti og ein eftir þriðja til fjórða sæti.  

Innlent
Fréttamynd

Þórdís fer fram gegn nöfnu sinni

Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasætinu í prófkjöri Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Nafna hennar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti, sækist einnig eftir fyrsta sætinu.

Innlent
Fréttamynd

Verbúðin er enn okkar saga

Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum bara einfaldara líf

Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­leik­vang í Kapla­krika

Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar

Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni.

Klinkið