Pílukast

Fréttamynd

Luke Littler yngstur allra í 16-manna úr­slit

Ekkert lát virðist ætla að verða á góðu gengi hins 16 ára Luke Littler á HM í pílukasti en hann tryggði sér í kvöld farseðil í 16-manna úrslit og varð um leið yngsti keppandinn sem nær svo langt á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Sex­tán ára strákur stal senunni

Luke Littler hefur vakið mikla athygli og er sannkallað undrabarn í pílukasti. Þessi sextán ára gamli strákur stal algjörlega senunni þegar hann þreytti frumraun sína á heimsmeistaramótinu í kvöld. 

Sport
Fréttamynd

Van Gerwen flaug á­fram en James Wade er úr leik

Hollendingurinn Michael van Gerwen sýndi úr hverju hann er gerður þegar hann tryggði sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti með öruggum 3-0 sigri gegn Keane Barry. Englendingurinn James Wade er hins vegar óvænt fallinn úr leik.

Sport
Fréttamynd

Halli Egils fagnaði sigri eftir æsi­spennandi úr­slita­kvöld

Hallgrímur Egilsson stóð uppi sem sigurvegari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti árið 2023 eftir gríðarlega fjörugt og æsispennandi úrslitakvöld á Bullseye. Hann vann undanúrslitin 5-3 gegn Páli Péturssyni og lagði svo Hörð Guðjónsson 6-4 af velli í úrslitaleiknum. 

Sport
Fréttamynd

Tvöfalt stærri úrvalsdeild hefst í kvöld

Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023 í pílukasti hefst í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Alls taka 32 keppendur þátt og deildin er því tvöfalt stærri í ár en í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“

Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey.

Golf
Fréttamynd

Ísland úr leik á HM eftir 4-2 tap gegn S-Afríku

Íslenska landsliðið hefur lokið leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti en liðið tapaði í gær seinni leik sínum á mótinu. Mótið fer fram í Frankfurt í Þýskalandi en þeir Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua kepptu fyrir Íslands hönd í J-riðli.

Sport