Sænski handboltinn

Teitur á leið til Þýskalands
Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Teitur hafði betur í Íslendingaslag
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde heimsóttu Teit Örn Einarsson og félaga í Kristianstad í sænska handboltanum í dag. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Teitur og félagar forystuna og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 26-24.

Andrea setti fimm í öruggum bikarsigri
Andrea Jacobsen, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, skoraði fimm mörk er lið henanr pakkaði Lugi saman í fyrri leik liðanna í sænska bikarnum í handbolta í kvöld, lokatölur 37-23.

Bjarni Ófeigur frábær í sigri Skövde
Sænska handknattleiksliðið Skövde er komið í 8-liða úrslit sænsku bikarkeppninnar eftir öruggan sjö marka sigur á Hallby í kvöld, lokatölur 33-26.

Teitur skoraði fimm í naumu tapi
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

Liðsfélagi Bjarna í tveggja ára bann
Sænski handknattleiksmaðurinn Richard Hanisch hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.

Teitur Örn og félagar með sigur í sænska bikarnum
Kristianstad mætti Hammarby í sænska bikarnum í handbolta í dag. Teitur Örn Einarsson er á mála hjá Kristianstad sem vann fimm marka sigur, 27-22.

Fór í kynleiðréttingu og er nú kominn á atvinnumannasamning hjá karlaliði
Loui Sand, áður Louise Sand, hefur fengið samning hjá sænska handboltaliðinu Kärra HF.

Kristín og sænsku stöllur hennar í fyrsta sinn í undanúrslit á Ólympíuleikum
Svíþjóð er komið í undanúrslit handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn eftir sigur á Suður-Kóreu, 39-30. Í undanúrslitunum mæta Svíar Frökkum sem völtuðu yfir heimsmeistara Hollendinga, 32-22.

Gat ekki hafnað tilboði Montpellier
Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ.

Ólafur á leið til silfurliðs Montpellier
Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er á leið til Montpellier í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Ólafur yfirgefur Kristianstad í Svíþjóð eftir sex ára dvöl.

Mótherji Ólafs og Teits féll á lyfjaprófi
Richard Hanisch, leikmaður IFK Skövde í sænska handboltanum, féll á lyfjaprófi eftir leik gegn Íslendingaliðinu Kristianstad þann 24. apríl síðastliðinn.

Þjálfara Kolbeins og Hamsiks sparkað
IFK Gautaborg hefur ákveðið að reka þjálfarann Roland Nilsson frá félaginu en hann var ráðinn í september.

Bjarni og félagar í úrslit eftir Íslendingaslag
Skövde, félag Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, sópaði Íslendingaliði Kristianstad í undanúrslitum úrslitakeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Sävehof bíður þeirra í úrslitum.

Kristianstad með bakið upp við vegg eftir tap í Íslendingaslag
Kristianstad tók á móti Skovde í öðrum leik undanúrslita í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Gestirnir, með Bjarna Ófeig Valdimarsson, kláruðu góðan sex marka sigur, 27-33. Staðan í einvíginu er því 2-0 fyrir Skovde, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Íslendingarnir atkvæðamiklir í Svíþjóð og Danmörku
Íslendingalið áttust við í sænska og danska handboltanum í dag og voru íslensku leikmennirnir flestir í stórum hlutverkum.

Tíu íslensk mörk er Kristianstad tryggði sér sæti í undanúrslitum
Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós í sex marka sigri Kristianstad á Malmö er Íslendingaliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, lokatölur 34-28.

Skövde í undanúrslit
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í Skövde eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan fimm marka sigur á Alingsas í dag, lokatölur 26-21.

Svo gott sem úr leik eftir tap í framlengingu
Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif eru í slæmum málum eftir tap gegn Sävehof í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Lokatölur 31-28 Sävehof í vil í framlengdum leik og toppliðið þar með 2-0 yfir í einvíginu.

Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum
Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað.