Danski boltinn

Fréttamynd

Kristall Máni á leið til Danmerkur á láni

Samkvæmt hlaðvarpinu Dr. Football er Kristall Máni Ingason á leið til danska liðsins Sönderjyske. Kristall Máni leikur með Rosenborg í Noregi en hann lék með Víkingi í Bestu deildinni í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide á­nægður með vista­skipti Sverris Inga

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er hæstánægður með vistaskipti Sverris Inga Ingasonar. Danska félagið Midtjylland festi kaup á miðverðinum nýverið og kynnti hann til leiks með áhugaverðu myndbandi fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu

Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrósar Frey eftir krafta­verkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“

Sæ­var Atli Magnús­son, at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyng­by, Frey Alexanders­syni há­stert eftir að liðinu tókst að fram­kvæma krafta­verkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úr­vals­deildinni. Sæ­vari líður afar vel hjá Lyng­by en fram­ganga hans með liðinu hefur vakið á­huga annarra liða.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr

Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“

Freyr Alexanders­son þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by, sem í gær vann krafta­verk sem tekið var eftir í Dan­mörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir af­rek gær­dagsins vera það stærsta á sínum þjálfara­ferli. Hann hafði á­vallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ó­mögu­legt.

Fótbolti
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys unnu gríðar­lega mikil­vægan sigur

Læri­sveinar Freys Alexanders­sonar í Lyng­by unnu í dag gríðar­lega mikil­vægan sigur á AaB í fall­bar­áttu dönsku úr­vals­deildarinnar í knatt­spyrnu. Lyng­by á mögu­leika á því að tryggja sér á­fram­haldandi veru í dönsku úr­vals­deildinni fyrir loka­um­ferð deildarinnar.

Fótbolti