Hekla

Fréttamynd

Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu

Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu

„Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smá­sjá

Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 

Innlent
Fréttamynd

„Eldstöðin er að minna á sig“

Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta.

Innlent

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.