Snúa vörn í sókn og kynna eldfjallaleið fyrir ferðamenn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2024 09:01 Eldfjallaleiðin spannar um 700 kílómetra. Vísir/Vilhelm „Við finnum það að þetta nýtist vissulega vel í þessa umræðu um Ísland. Það er búin að vera mjög viðkvæm umræða um Ísland og eldvirknina. Það birtust fjölmargar greinar um Ísland í erlendum fjölmiðlum með röngum upplýsingum og fólk varð smeykt að ferðast til Íslands.“ Þetta segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, í samtali við Vísi um nýja eldfjallaleið sem var þróuð af Markaðsstofu Suðurlands og Reykjaness í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki á svæðunum. Leiðin er hugsuð til að fjölga gistinóttum á svæðunum fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Fólk sé smeykt við eldvirknina „Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð,“ segir á vefsíðu Markaðsstofu Suðurlands þar sem leiðin er kynnt en eldfjöllin eru Fagradalsfjall, Hengill, Hekla, Eyjafjallajökull, Eldfell, Katla, Lakagígar og Öræfajökull. Hægt er að skoða leiðina hér. „Sérstaða þessara svæða er auðvitað eldvirknin. Náttúran á Íslandi mótast almennt á þessu svæði af þessari eldvirkni. Við höfum fundið svolítið fyrir því að ferðamenn hafi áhyggjur vegna eldvirkninnar. Við viljum líka benda á það að við Íslendingar höfum lifað með eldfjöllum í gegnum aldirnar og það er hluti af okkar menningu og sögu.“ Mjög mikill áhugi fyrir leiðinni Ekki er um að ræða skipulagða ferð sem ferðamenn geta bókað sig í enn sem komið er. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafi nú þegar sýnt leiðinni mikinn áhuga. „Við erum ekki söluaðili, við erum að búa til jarðveginn svo að fyrirtækin geti nýtt tækifærin. Það er mjög mikill áhugi fyrir þessu núna. Fyrirtækin eru búin að vera með í þessari þróun. Þetta er mótað af heimamönnum og við leggjum áherslu á það.“ Þarf ekki alltaf að þjóta Ragnhildur tekur fram að tilgangur ferðarinnar sé ekki endilega að ferðamenn klífi hvert og eitt eldfjall heldur til að auka umferð þeirra um svæðin í kringum eldfjöllin og lengja þannig dvöl þeirra og viðskipti við fyrirtæki á svæðinu. Keilir er eldfjall á suðvesturhorninu sem er sýnilegt svo til öllum ferðamönnum sem koma til landsins af Reykjanesbrautinni.Vísir/Vilhelm „Allir koma á Reykjanes en dvelja ekki endilega á svæðinu. Það er svo fjölmargt hægt að skoða á Reykjanesinu sem er spennandi. Þetta á alveg við um Suðurlandið líka. Um 90 prósent ferðamanna koma á Suðurlandið en aðeins 50 prósent gista þar. Við erum að benda fólki á að það þurfi ekki alltaf að þjóta.“ Búið að vera í þróun síðan 2021 Þó nokkuð hefur verið fjallað um neikvæð áhrif eldgosanna á Reykjanesskaganum á ferðamennsku hér á landi undanfarið en vinsældir Íslands virðast fara minnkandi. Ragnhildur tekur þó fram að verkefnið sé ekki til að bregðast við þessu og að það hafi hafist áður en að það gaus fyrst á Reykjanesskaganum árið 2021. „Þetta er búið að vera lengi í þróun. Þegar það byrjaði að gjósa á Reykjanesi þá höfðum við verið að vinna lengi að þessu hérna á Suðurlandi og okkur fannst tilvalið að hafa Reykjanesið þá með. Þá náum við þessari tengingu alla leið frá flugvellinum og austur að Höfn.“ Ákváðu að fresta því að kynna verkefnið Ragnhildur bætir við að upplýsingaóreiða um eldgosið á reykjanesinu í erlendum miðlum hafi haft neikvæð áhrif á áhuga ferðamanna á landinu. Þau hafi verið tilbúin að kynna þetta verkefni í haust en ákveðið var að fresta því þar til núna því þeim fannst ekki við hæfi að kynna þetta fyrr vegna ástandsins á Reykjanesinu. Nokkuð er síðan gaus í Heklu en eldfjallið er fagurt að sjá.vísir/óttar „Við setjum þetta formlega af stað núna til að vekja áhuga á eldvirkninni, hvernig hún spilar inn í líf Íslendinga. Ég segi stundum að við Íslendingar séum með það innbyggt í erfðaefnið okkar. Við höfum búið við það í gegnum árin að náttúran er alltaf að henda einhverju í okkur. Við þurfum alltaf að vera í ákveðinni viðbragðsstöðu.“ Fjölmargir ferðamannastaðir á Reykjanesi og Suðurlandi nota eldvirkni landsins til að auglýsa gagnvart ferðamönnum. Sem dæmi nefnir Ragnheiður hellaferðir, Lava Show í Vík, Katla Geopark og Reykjanes Geopark. Hún bætir við að eldfjallaleiðin rammi inn alla þessa ólíku staði í eina ferð. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Hekla Katla Grindavík Tengdar fréttir Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. 4. júní 2024 12:22 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þetta segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, í samtali við Vísi um nýja eldfjallaleið sem var þróuð af Markaðsstofu Suðurlands og Reykjaness í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki á svæðunum. Leiðin er hugsuð til að fjölga gistinóttum á svæðunum fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Fólk sé smeykt við eldvirknina „Átta eldfjöll vísa leiðina í gegnum söguna af því hvernig þau hafa haft áhrif á land og þjóð,“ segir á vefsíðu Markaðsstofu Suðurlands þar sem leiðin er kynnt en eldfjöllin eru Fagradalsfjall, Hengill, Hekla, Eyjafjallajökull, Eldfell, Katla, Lakagígar og Öræfajökull. Hægt er að skoða leiðina hér. „Sérstaða þessara svæða er auðvitað eldvirknin. Náttúran á Íslandi mótast almennt á þessu svæði af þessari eldvirkni. Við höfum fundið svolítið fyrir því að ferðamenn hafi áhyggjur vegna eldvirkninnar. Við viljum líka benda á það að við Íslendingar höfum lifað með eldfjöllum í gegnum aldirnar og það er hluti af okkar menningu og sögu.“ Mjög mikill áhugi fyrir leiðinni Ekki er um að ræða skipulagða ferð sem ferðamenn geta bókað sig í enn sem komið er. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafi nú þegar sýnt leiðinni mikinn áhuga. „Við erum ekki söluaðili, við erum að búa til jarðveginn svo að fyrirtækin geti nýtt tækifærin. Það er mjög mikill áhugi fyrir þessu núna. Fyrirtækin eru búin að vera með í þessari þróun. Þetta er mótað af heimamönnum og við leggjum áherslu á það.“ Þarf ekki alltaf að þjóta Ragnhildur tekur fram að tilgangur ferðarinnar sé ekki endilega að ferðamenn klífi hvert og eitt eldfjall heldur til að auka umferð þeirra um svæðin í kringum eldfjöllin og lengja þannig dvöl þeirra og viðskipti við fyrirtæki á svæðinu. Keilir er eldfjall á suðvesturhorninu sem er sýnilegt svo til öllum ferðamönnum sem koma til landsins af Reykjanesbrautinni.Vísir/Vilhelm „Allir koma á Reykjanes en dvelja ekki endilega á svæðinu. Það er svo fjölmargt hægt að skoða á Reykjanesinu sem er spennandi. Þetta á alveg við um Suðurlandið líka. Um 90 prósent ferðamanna koma á Suðurlandið en aðeins 50 prósent gista þar. Við erum að benda fólki á að það þurfi ekki alltaf að þjóta.“ Búið að vera í þróun síðan 2021 Þó nokkuð hefur verið fjallað um neikvæð áhrif eldgosanna á Reykjanesskaganum á ferðamennsku hér á landi undanfarið en vinsældir Íslands virðast fara minnkandi. Ragnhildur tekur þó fram að verkefnið sé ekki til að bregðast við þessu og að það hafi hafist áður en að það gaus fyrst á Reykjanesskaganum árið 2021. „Þetta er búið að vera lengi í þróun. Þegar það byrjaði að gjósa á Reykjanesi þá höfðum við verið að vinna lengi að þessu hérna á Suðurlandi og okkur fannst tilvalið að hafa Reykjanesið þá með. Þá náum við þessari tengingu alla leið frá flugvellinum og austur að Höfn.“ Ákváðu að fresta því að kynna verkefnið Ragnhildur bætir við að upplýsingaóreiða um eldgosið á reykjanesinu í erlendum miðlum hafi haft neikvæð áhrif á áhuga ferðamanna á landinu. Þau hafi verið tilbúin að kynna þetta verkefni í haust en ákveðið var að fresta því þar til núna því þeim fannst ekki við hæfi að kynna þetta fyrr vegna ástandsins á Reykjanesinu. Nokkuð er síðan gaus í Heklu en eldfjallið er fagurt að sjá.vísir/óttar „Við setjum þetta formlega af stað núna til að vekja áhuga á eldvirkninni, hvernig hún spilar inn í líf Íslendinga. Ég segi stundum að við Íslendingar séum með það innbyggt í erfðaefnið okkar. Við höfum búið við það í gegnum árin að náttúran er alltaf að henda einhverju í okkur. Við þurfum alltaf að vera í ákveðinni viðbragðsstöðu.“ Fjölmargir ferðamannastaðir á Reykjanesi og Suðurlandi nota eldvirkni landsins til að auglýsa gagnvart ferðamönnum. Sem dæmi nefnir Ragnheiður hellaferðir, Lava Show í Vík, Katla Geopark og Reykjanes Geopark. Hún bætir við að eldfjallaleiðin rammi inn alla þessa ólíku staði í eina ferð.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Hekla Katla Grindavík Tengdar fréttir Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. 4. júní 2024 12:22 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. 4. júní 2024 12:22