Samgönguslys

Rúta fór út af við Ártúnsbrekku
Rúta hafnaði utan vegar við Ártúnsbrekku nú í kvöld.

Fjórir slösuðust í hörðum árekstri á Miklubraut
Fjórir slösuðust þegar harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á öðrum tímanum í nótt.

Fluttur á slysadeild eftir mótorhjólaslys
Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu.

Mótorhjólaslys í Laugardal
Minnst einn slasaðist í mótorhjólaslysi nærri Pylsuvagninum í Laugardal upp úr klukkan sex í kvöld.

Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum
Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús.

Umferðartafir vegna bílveltu í Mosfellsbæ
Bílvelta átti sér stað í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag og olli atvikið nokkrum umferðartöfum.

„Tíminn læknar ekkert öll sár. Og það er allt í lagi“
Mikill harmleikur átti sér stað 9. júní 2019 þegar lítil einkaflugvél hrapaði við Múlakot í Fljótshlíð. Um borð var fjölskylda Idu Bjargar Wessman; báðir foreldrar hennar, tveir bræður og kærasta annars bróðurins.

Fluttur á slysadeild eftir margra bíla árekstur á Miklubraut
Einn var fluttur á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Miklubraut við Rauðagerði á þriðja tímanum í dag. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafði ekki upplýsingar um líðan þess sem slasaðist.

Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins
Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau.

Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur við Miklubraut
Tveir bílar skullu saman við Miklubraut klukkan rúmlega þrjú í dag. Einn var fluttur á slysadeild.

Dekk losnaði undan bíl og skoppaði niður Ártúnsbrekku
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út nokkru fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Dekk hafði þar losnað undan bíl og skoppaði það svo niður Ártúnsbrekkuna án þess þó að lenda á öðru ökutæki.

Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar
Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar.

Slasaðist á sexhjóli í Tálknafirði
Karlmaður slasaðist í sexhjólaslysi í Tálknafirði, utan við pollinn svokallaða, í dag og var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi.

Umferðarslys undir Hafnarfjalli
Umferðarslys varð undir Hafnarfjalli á þrettánda tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en tvær bifreiðar eru töluvert skemmdar.

Miklar tafir á umferð: Tveggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi
Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag. Búast má við töfum á umferð.

Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð
Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð.

Árekstur á Reykjanesbraut
Tilkynning barst um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut nærri Straumsvík á fimmta tímanum í dag og var einn minniháttar slasaður fluttur á slysadeild til athugunar. Sjúkrabíll, lögregla og dælubíll fóru á staðinn og olli slysið nokkrum umferðartöfum.

Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi
Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi nærri Seltjörn rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umferð um veginn hefur verið lokað til Grindavíkur en opið er í hina áttina, frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys
Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent.

Ámælisvert að reglum hafi ekki verið fylgt þegar slys varð hjá vitateyminu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemdir við að starfsmanni á vegum Vegagerðarinnar hafi ekki verið komið undir læknishendur við fyrsta tækifæri eftir að hann hafi fallið útbyrðis úr gúmmíbát þar sem hann hafi auk tveggja annarra verið á leið í land eftir að hafa sinnt viðgerðum á vitanum á Þormóðsskeri í nóvember 2020.