Pistlar

Fréttamynd

Össur, Guðni og JBH í Silfri

Össur Skarphéðinsson, Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jacques Juillard eru meðal gesta í Silfrinu á sunnudag. Einhverjir fleiri munu svo bætast við þetta einvalalið....

Fastir pennar
Fréttamynd

Sauðvitlausir fulltrúar fólksins

Eiríkur lýsir því hvernig sveitarstjórnir landsins glæptust til að taka að sér grunnskólann - létu ríkið plata sig vill hann meina. Lýsingar Eiríks á samningaviðræðunum þar sem þetta gerðist eru heldur betur skrautlegar....

Fastir pennar
Fréttamynd

Repúblikanar og demókratar á Fróni

Íslensk stjórnmál eru svo langt til vinstri við allt sem tíðkast í Bandaríkjunum að erfitt er að taka það alvarlega þegar fólk hér fer að leika repúblikana  og demókrata. Mér skilst að menn hafi samt verið að skipast í slíkar fylkingar á fundi sem ungir sjálfstæðismenn héldu um síðustu helgi....

Fastir pennar
Fréttamynd

Iðrunarför ritstjóra til Liverpool

Johnson sagði að efnahagsleg hnignun og það hversu háðir borgarbúar séu velferðarkerfinu hafi gert sálarlíf þeirra ókræsilegt. Hvenær sem þeir hafi tækifæri til líti borgarbúar á sig sem fórnarlömb...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skítakaffi og Svínastíur

Fyrir nokkrum árum var þetta ógæfulið flæmt af Keisaranum, skuggalegri búllu á Hlemmi, og niður í sjálft hjarta miðbæjarins. Búllunni var lokað. Hún þótti spilla ásýnd Hlemmsins. Nú heldur það til á stað sem er steinsnar frá Austurvelli, Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og Ráðhúsinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Silfrið - Jón Baldvin næst

Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jacques Juillard...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hörkulið í Silfrinu á sunnudag

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kynni mín af Nóbelshöfum

Ég lýsi ekki vonbrigðunum sem færðust yfir mig þegar Halldór og Svavar ræddu mestallt kvöldið um vísur sem kerlingar í Skaftafellssýslu höfðu yfir þegar þær skvettu úr koppum á tún...

Fastir pennar
Fréttamynd

Smávegis um hlutleysi

Því þarf að stilla upp eins og í lið - það þarf að passa vel upp á að valda alla mjög nákvæmlega, rétt eins og í boltanum. Svo alls hlutleysis sé gætt og enginn rífi sig nú lausan...

Fastir pennar
Fréttamynd

Á Lækjartorgi í rigningu

Ráðherrabílar stóðu í röðum fyrir utan Stjórnarráðið, það var greinilega ríkisstjórnarfundur. Ég taldi ellefu bifreiðar, allar svartar, mestanpart jeppa. Bílarnir voru allir í gangi þó ráðherrarnir væru inni á fundi. Það þykir ekki sérlega umhverfisvænt á þessum síðustu tímum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hamingjusamastir og ríkastir

Daniel Hannan segir í greininni í Spectator að á Íslandi hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk. Því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í minningu Derridas

Derrida og félagar fylltu upp í gatið sem marxismi skildi eftir sig í háskólum í Bandaríkjunum - þar varð speki hans að torskiljanlegu runki í hæsta gæðaflokki. En það var svosem ekki karlinum að kenna - það er ekki hægt að kenna lærimeisturum um alla vitleysuna í aðdáendum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bolir með Che - eða Thatcher?

Ég hef samt ekki séð marga í bolum með mynd af Járnfrúnni. Ganga stuðningsmenn hennar ekki frekar í jakkafötum - kannski í bol innan undir skyrtunni? Þegar ég var í námi í París fyrir mörgum árum bjó ég í sama húsi og ógurlega sæt íslensk stúlka. Hún gekk í mjög smart gallajakka með risastórri mynd af Maó formanni aftan á. Mér varð á að spyrja hana hver þetta væri?

Fastir pennar
Fréttamynd

Silfur á netinu

Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl...

Fastir pennar
Fréttamynd

Forkostulegur forsetavinur

Ætli megi ekki fullyrða að hann hneigist fremur til gamaldags persónusögu. Stóra hetjan í huga hans er Churchill og raunar má segja að hann sé búinn að herma svo mikið eftir breska stjórnmálaskörungnum að hann sé farinn að líkjast honum ansi mikið....

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir á Saga Class

En ef það er satt að hinir ungu bisnessjöfrar fari um heiminn og kaupi fyrirtæki sem þeir svo skíra nöfnum amerískra klámstjarna - ja, þá veit ég ekki á hvaða plani þetta er...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skyldi fólk elskast í svona húsum?

Um daginn var samt uppselt á sýningu þar á Sigri viljans eftir Leni Riefensthal, mestu nasistamynd allra tíma. Meira að segja þingmenn úr VG sáust á sýningunni. Konan mín átti afmæli þennan dag...

Fastir pennar
Fréttamynd

Á flugvallarhótelinu í Aþenu

Er núna staddur á flugvallarhóteli Sofitels við nýja glæsilega flugvöllinn í Aþenu. Er loks kominn aftur í almennilegt netsamband eftir næstum mánuð úti í Eyjahafinu, á Mykonos, Paros, Naxos, Koufonissi, Ios, Folegandros og loks Syros.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þátttaka í þjóðfélagsumræðu

Kunningi minn spurði í tölvupósti um daginn hvort ég væri "gufaður upp"? Ég svaraði að þjóðfélagsumræðan mætti eiga sig fram á haustið - enda væri núna "the Silly Season", allavega ef marka mætti marka fréttir um prump og annað merkilegt í sjónvarpinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úthverfafólkið kemur í bæinn

Vinkonu minni er afskaplega illa við menningarnótt. Hún býr í miðbænum og segir að úthverfafólkið, sem annars hirði ekkert um þennan borgarhluta, noti þennan dag til að koma niður í bæ og pissa utan í húsin. Hún var jafnvel að hugsa um að setja einhvers konar rafmagnsgirðingu utan um húsið hjá sér.

Fastir pennar