Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Af dyggða­skreytingu Reykja­víkur­borgar

Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir.

Skoðun
Fréttamynd

En þori ég, vil ég, get ég?

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun
Fréttamynd

Per­sónu­vernd og skóla­mál

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varan­legan skaða

Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Innlent
Fréttamynd

Skólarnir

Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum.

Skoðun
Fréttamynd

Að skera vín­ber með sveðju

Nýlega hafa viðtöl við Þorgrím Þráinsson og Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, fengið verðskuldaða athygli þar sem þeir lýsa báðir yfir áhyggjum af stöðu ungmenna. Ég get tekið undir áhyggjur af minnkandi orðaforða, þrautseigju, skorti á félagsfærni o.fl. en þegar þeir leggja til leið til að leysa vandann þá verð ég hugsi. 

Skoðun
Fréttamynd

Vill frekar banna síma utan en innan skóla

Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma.

Innlent
Fréttamynd

Vel loðinn og vel liðinn

Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.

Lífið
Fréttamynd

Sál­fræðingar staldra við á­hyggjur Þor­gríms Þráins­sonar

Tveir sálfræðingar Sálstofunnar hafa svarað yfirlýsingum Þorgríms Þráinssonar um líðan íslenskra barna í grein. Þeir fagna umræðunni en staldra þó við ákveðin atriði hjá Þorgrími. Það sé einföldun að flokka alla vanlíðan undir sama hatt og að það eigi ekki að gera foreldra að sökudólgum heldur líta á uppeldi barna sem samfélagsverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“

„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mar­tröð um fram­halds­skóla

Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju kennarar!

Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna.

Skoðun
Fréttamynd

Er það góð hugmynd?

Það er ljóst að leikskólar verða ekki starfræktir án kennara. Í tilfelli leikskólans er það bundið í lög að að lágmarki 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf. Það þýðir að það er lögbundið að kennarar í leikskólum eigi að hafa menntun. Í dag er það samt þannig að eingöngu tæplega 1/3 hluti þeirra sem starfa í leikskólum hafa til þess tilskilda menntun eins og lögin kveða á um. Það eru ekki nýjar fréttir.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram gakk og gefum íslensku séns

Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. 

Skoðun