Er það góð hugmynd? Haraldur F. Gíslason skrifar 4. október 2023 08:31 Það er ljóst að leikskólar verða ekki starfræktir án kennara. Í tilfelli leikskólans er það bundið í lög að að lágmarki 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf. Það þýðir að það er lögbundið að kennarar í leikskólum eigi að hafa menntun. Í dag er það samt þannig að eingöngu tæplega 1/3 hluti þeirra sem starfa í leikskólum hafa til þess tilskilda menntun eins og lögin kveða á um. Það eru ekki nýjar fréttir. Þessi lagalega krafa um 2/3 er ekki ný. Hún kom fyrst inn í lögin 2008. Fyrir þann tíma voru lögin þannig að allir þeir sem sinntu uppeldi og menntun í leikskólum skyldu hafa til þess menntun. Það má því alveg segja að árið 2008 hafi verið gerð minni krafa til menntunar í leikskólum en á öðrum skólastigum þar sem þetta 2/3 lágmark er ekki til staðar. Eðlilega má spyrja hvort sveitarfélögin séu að gera nægilega mikið til þess að uppfylla lögin og fjölga kennurum. Auðvitað gera þau helling en það er samt þannig að hlutfallið er ekki að hækka. Stutta svarið hlýtur þá að vera nei. Þau eru ekki að gera nóg. Sveitarfélögunum finnst ekki gaman að hafa þessa lagalegu kröfu á sér um menntun starfsmanna í leikskólum. Þeim finnst ekki gaman að vera sífellt minnt á að þeim takist ekki að uppfylla þetta lagalega ákvæði. Þess vegna fannst þremur fulltrúum sveitarfélaganna, með væntanlega umboði og eða fyrirmælum frá sínum yfirmönnum, góð hugmynd að leggja það til í starfshópi menntamálaráðuneytisins um styrkingu leikskólastigsins að taka út úr lögunum kröfuna um 2/3 hlutana. Með því hefði sveitarfélögum verið í sjálfvald sett hvort þau ráði inn kennara. Hvernig það átti að styrkja leikskólastigið er hulin ráðgáta. Er það góð hugmynd? Við þurfum að gera betur hvað varðar starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það er staðreynd að víða er rými í leikskólum fyrir börn og starfsfólk ábótavant. Bæta þarf inn í reglugerð um leikskóla lágmarksviðmiði um stærð leikrýmis sem tilheyrir leikskóladeild. Á því hafa sveitarfélögin ekki áhuga þar sem það setur á þau auknar kröfur. Á því hefur löggjafinn ekki heldur áhuga þar sem að sveitarfélögin eru því mótfallin. Er það góð hugmynd? Við þurfum sums staðar að gera betur í framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum, þó sannarlega mörg sveitarfélög hafi tekið málið föstum tökum, og því ber að fagna og hrósa. Samið var um í kjarasamningi um sérstakt fylgiskjal um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Í stuttu máli er fylgiskjal um betri vinnutíma í leikskólum um markvissa vinnu samningsaðila að ná fullri styttingu vinnuvikunnar án þess að það valdi óhóflegu álagi á starfsfólk. Sá mælikvarði sem notaður er á óhóflegt álag er svokallað hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks. Í fylgiskjalinu er útlistað og tímasett hvernig markvisst er unnið að þessu verkefni. Það ber að hrósa framkvæmdaaðila verkefnisins, samninganefnd sveitarfélaganna, sem í samvinnu við FL vann faglega að verkefninu. Það var hins vegar skortur á fagmennsku of víða í sveitarfélögunum sjálfum hvað framkvæmd og úrlausn varðar. Skussaverðlaunin fær Garðabær, sem samkvæmt fylgiskjali um betri vinnutíma í leikskólum, átti að skila inn tímasettri áætlun um hvernig markmiðum fylgiskjalsins yrði náð í síðasta lagi 31. mars síðastliðinn. Enn bólar ekkert áætluninni þrátt fyrir ítrekanir. Á meðan tekur Garðabær áhættuna á því að „blæða“ kennurum til annarra sveitarfélaga sem er erfitt að hafa samúð með þegar að bærinn stendur sig jafn illa og raun ber vitni hvað þetta verkefni varðar. Er það góð hugmynd? Við þurfum að gera betur í jöfnun launa á milli markaða. Síðastliðið vor var undirritað áfangasamkomulag vegna jöfnunar launa á milli markaða. Sveitarfélögin lögðu til 948 milljónir í fyrsta skref verkefnisins sem skiptist niður á heildarsamtök opinberu stéttarfélaganna og þar niður á ákveðin starfsheiti. Er það afrakstur vinnu sem kölluð hefur verið 7. greinar vinnan. Þann 19. september 2016 var nefnilega undirritað samkomulag Kennarasambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Meðal markmiða samkomulagsins var að jafna bæði lífeyrisréttindi og laun milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Um jöfnun launa er fjallað í 7. grein samkomulagsins. Þar kemur meðal annars fram að samráðshópur skuli setja fram tillögur um hvernig markmiðum um jöfnun launa skuli náð með útfærslu í kjarasamningum á 6 til 10 árum. Enn hefur ekki náðst samstaða í samráðshópnum um slíkar tillögur, nú um sjö árum frá því að samkomulagið var undirritað. Náist slíkt samkomulag ekki fyrir 15. janúar 2024 mun málið fara á kjarasamningsborðið. Það þýðir í raun að fullreynt er að ná sátt með samtali um málið. Gerist það er því eðlilegt að spyrja sig hvort sveitarfélögin vilji ekki uppfylla undirritað loforð nema um það verði átök. Er það góð hugmynd? Það finnst mér ekki. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Garðabær Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að leikskólar verða ekki starfræktir án kennara. Í tilfelli leikskólans er það bundið í lög að að lágmarki 2/3 hlutar þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf. Það þýðir að það er lögbundið að kennarar í leikskólum eigi að hafa menntun. Í dag er það samt þannig að eingöngu tæplega 1/3 hluti þeirra sem starfa í leikskólum hafa til þess tilskilda menntun eins og lögin kveða á um. Það eru ekki nýjar fréttir. Þessi lagalega krafa um 2/3 er ekki ný. Hún kom fyrst inn í lögin 2008. Fyrir þann tíma voru lögin þannig að allir þeir sem sinntu uppeldi og menntun í leikskólum skyldu hafa til þess menntun. Það má því alveg segja að árið 2008 hafi verið gerð minni krafa til menntunar í leikskólum en á öðrum skólastigum þar sem þetta 2/3 lágmark er ekki til staðar. Eðlilega má spyrja hvort sveitarfélögin séu að gera nægilega mikið til þess að uppfylla lögin og fjölga kennurum. Auðvitað gera þau helling en það er samt þannig að hlutfallið er ekki að hækka. Stutta svarið hlýtur þá að vera nei. Þau eru ekki að gera nóg. Sveitarfélögunum finnst ekki gaman að hafa þessa lagalegu kröfu á sér um menntun starfsmanna í leikskólum. Þeim finnst ekki gaman að vera sífellt minnt á að þeim takist ekki að uppfylla þetta lagalega ákvæði. Þess vegna fannst þremur fulltrúum sveitarfélaganna, með væntanlega umboði og eða fyrirmælum frá sínum yfirmönnum, góð hugmynd að leggja það til í starfshópi menntamálaráðuneytisins um styrkingu leikskólastigsins að taka út úr lögunum kröfuna um 2/3 hlutana. Með því hefði sveitarfélögum verið í sjálfvald sett hvort þau ráði inn kennara. Hvernig það átti að styrkja leikskólastigið er hulin ráðgáta. Er það góð hugmynd? Við þurfum að gera betur hvað varðar starfsaðstæður barna og kennara í leikskólum. Það er staðreynd að víða er rými í leikskólum fyrir börn og starfsfólk ábótavant. Bæta þarf inn í reglugerð um leikskóla lágmarksviðmiði um stærð leikrýmis sem tilheyrir leikskóladeild. Á því hafa sveitarfélögin ekki áhuga þar sem það setur á þau auknar kröfur. Á því hefur löggjafinn ekki heldur áhuga þar sem að sveitarfélögin eru því mótfallin. Er það góð hugmynd? Við þurfum sums staðar að gera betur í framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum, þó sannarlega mörg sveitarfélög hafi tekið málið föstum tökum, og því ber að fagna og hrósa. Samið var um í kjarasamningi um sérstakt fylgiskjal um framkvæmd betri vinnutíma í leikskólum. Í stuttu máli er fylgiskjal um betri vinnutíma í leikskólum um markvissa vinnu samningsaðila að ná fullri styttingu vinnuvikunnar án þess að það valdi óhóflegu álagi á starfsfólk. Sá mælikvarði sem notaður er á óhóflegt álag er svokallað hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks. Í fylgiskjalinu er útlistað og tímasett hvernig markvisst er unnið að þessu verkefni. Það ber að hrósa framkvæmdaaðila verkefnisins, samninganefnd sveitarfélaganna, sem í samvinnu við FL vann faglega að verkefninu. Það var hins vegar skortur á fagmennsku of víða í sveitarfélögunum sjálfum hvað framkvæmd og úrlausn varðar. Skussaverðlaunin fær Garðabær, sem samkvæmt fylgiskjali um betri vinnutíma í leikskólum, átti að skila inn tímasettri áætlun um hvernig markmiðum fylgiskjalsins yrði náð í síðasta lagi 31. mars síðastliðinn. Enn bólar ekkert áætluninni þrátt fyrir ítrekanir. Á meðan tekur Garðabær áhættuna á því að „blæða“ kennurum til annarra sveitarfélaga sem er erfitt að hafa samúð með þegar að bærinn stendur sig jafn illa og raun ber vitni hvað þetta verkefni varðar. Er það góð hugmynd? Við þurfum að gera betur í jöfnun launa á milli markaða. Síðastliðið vor var undirritað áfangasamkomulag vegna jöfnunar launa á milli markaða. Sveitarfélögin lögðu til 948 milljónir í fyrsta skref verkefnisins sem skiptist niður á heildarsamtök opinberu stéttarfélaganna og þar niður á ákveðin starfsheiti. Er það afrakstur vinnu sem kölluð hefur verið 7. greinar vinnan. Þann 19. september 2016 var nefnilega undirritað samkomulag Kennarasambands Íslands, Bandalags háskólamanna og BSRB, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Meðal markmiða samkomulagsins var að jafna bæði lífeyrisréttindi og laun milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Um jöfnun launa er fjallað í 7. grein samkomulagsins. Þar kemur meðal annars fram að samráðshópur skuli setja fram tillögur um hvernig markmiðum um jöfnun launa skuli náð með útfærslu í kjarasamningum á 6 til 10 árum. Enn hefur ekki náðst samstaða í samráðshópnum um slíkar tillögur, nú um sjö árum frá því að samkomulagið var undirritað. Náist slíkt samkomulag ekki fyrir 15. janúar 2024 mun málið fara á kjarasamningsborðið. Það þýðir í raun að fullreynt er að ná sátt með samtali um málið. Gerist það er því eðlilegt að spyrja sig hvort sveitarfélögin vilji ekki uppfylla undirritað loforð nema um það verði átök. Er það góð hugmynd? Það finnst mér ekki. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar