Srí Lanka

Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda
Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir.

Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar
Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum.

Srílankskir þingmenn kjósa nýjan forseta
Leynileg kosning fer nú fram á þingi Sri Lanka þar sem þingmenn kjósa milli þriggja frambjóðenda til forsetaembættis landsins.

Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga
Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu.

Forseti Srí Lanka segir loks af sér
Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr.

Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina
Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka.

Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja.

Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans.

Forseti Srí Lanka hefur flúið land
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo.

Forseta Srí Lanka mistókst að flýja land
Gotabaya Rajapaksa, forseta Srí Lanka, hefur mistekist að flýja land. Flugvallarstarfsmenn eru sagðir hafa komið í veg fyrir að forsetinn gæti notað sérútgang til að komast í flug til Dubai.

Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér
Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér.

Forseti Srí Lanka segir af sér
Talsmaður þingsins á Srí Lanka segir að Gotabaya Rajapaksa, forseti landsins muni segja af sér á miðvikudag.

Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka
Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Setja verulegar hömlur á sölu eldsneytis
Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri.

Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla
Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins.

Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna
Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær.

Skólalokanir auka ójöfnuð í Suður-Asíu að mati UNICEF
Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í Suður-Asíu.

Nærri 200 skjaldbökur hafa drepist í einu versta umhverfisslysi Sri Lanka
Fjölda dauðra skjaldbaka hefur skolað á land á vesturströnd Sri Lanka eftir versta umhverfisslys af mannavöldum í sögu landsins. Meðal annarra dýra sem hafa drepist í kjölfar slyssins eru höfrungar og hvalir.

Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið
Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar.

Mrs World handtekin eftir uppákomuna
Lögreglan í Srí Lanka hefur handtekið Caroline Jurie, handhafa titilsins Mrs World, eftir atburð sem kom upp við krýningu Mrs Sri Lanka síðastliðinn sunnudag. Atvikið hefur vakið mikla athygli en keppninni var sjónvarpað á Srí Lanka.