Afganistan

Fréttamynd

Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan

Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæð sprenging í Kandahar

Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir.

Erlent
Fréttamynd

Tali­banar ætli ekki að starfa með Banda­ríkja­mönnum gegn ISIS

Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri tugir látnir í sprengjuárás í Afganistan

Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eða særðir eftir sprengjuárás við mosku sjíta í norðanverðu Afganistan í dag. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á sjítamúslima sem eru í minnihluta í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kennir stjórn Donald Trump um yfirtöku talíbana í Afganistan

Einn af æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers sagði þingnefnd sem rannsakar nú brottflutning herliðsins frá Afganistan, að yfirtaka landsins af talíbönum og fall stjórnarhersins sé bein afleiðing af samkomulagi sem Trump stjórnin gerði í Doha í febrúar 2020.

Erlent
Fréttamynd

Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt

Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar hengdu upp lík mannræningja til sýnis

Yfirvöld talibana í borginni Herat í vestanverðu Afganistan drápu fjóra meinta mannræningja og hengdu lík þeirra upp öðrum til varnaðar í opinberu rými. Fórnarlömb mannránsins eru sögð hafa sloppið ómeidd.

Erlent
Fréttamynd

Aftökur og aflimanir hefjast á ný

Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.