Afganistan

„Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“
Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar.

Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan
Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins.

Sögðust vera Talibanar og myrtu þrennt til að koma í veg fyrir tónlistarflutning
Þrír vopnaðir menn ruddust inn í mosku þar sem brúðkaup fór fram í Afganistan í gærkvöldi og heimtuðu að tónlistarflutningi yrði hætt í nafni Talibana. Fór svo að þeir myrtu minnst þrennt í skotárás.

Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“
Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana.

Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana.

Mannskæð sprenging í Kandahar
Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir.

Hundrað knattspyrnumönnum komið í burtu frá Afganistan
Um það bil 100 knattspyrnumenn, karlar og konur, voru fluttir ásamt fjölskyldum sínum frá Afganistan til Doha í Katar í gær. Í hópnum voru 20 landsliðsmenn, samkvæmt frétt BBC.

Afganistan efst á baugi á kjördæmisfundi Alþjóðabankans
Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl
Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi.

Bandaríkin aðstoði Afgani en viðurkenni ekki yfirráð Talibana
Talibanar, sem nú fara með stjórn í Afganistan, segja að fulltrúar bandarískra stjórnvalda hafi samþykkt að veita Afgönum mannúðaraðstoð, að loknum fyrstu viðræðum aðilanna frá því Talibanar tóku völd í landinu í ágúst.

Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS
Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu.

Bandaríkjamenn og Talibanar funda um brottflutning og kvenréttindi
Fulltrúar Talibana og Bandaríkjastjórnar funda í dag og á morgun um áframhald á brottflutningi erlendra ríkisborgara og afganskra borgara sem unnu fyrir alþjóðlega herliðið eða stjórnvöld sem Talibanar hröktu fá völdum í ágúst.

Fleiri tugir látnir í sprengjuárás í Afganistan
Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eða særðir eftir sprengjuárás við mosku sjíta í norðanverðu Afganistan í dag. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á sjítamúslima sem eru í minnihluta í landinu.

Hungur blasir við milljónum afganskra barna
Yfirmenn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Afganistan segja skelfingarástand ríkja í næringarmálum barna.

Minnst fimm eru látin: Mannskæðasta árásin í Kabúl frá brottför Bandaríkjahers
Minnst fimm almennir borgarar létu lífið í sprengjuárás við mosku í Kabúl í dag. Um er að ræða mannskæðustu árásina í höfuðborg Afganistan síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið í lok ágúst síðastliðins.

Rauði krossinn: Fjörutíu milljónir til Afganistan
Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan.

Kennir stjórn Donald Trump um yfirtöku talíbana í Afganistan
Einn af æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers sagði þingnefnd sem rannsakar nú brottflutning herliðsins frá Afganistan, að yfirtaka landsins af talíbönum og fall stjórnarhersins sé bein afleiðing af samkomulagi sem Trump stjórnin gerði í Doha í febrúar 2020.

Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt
Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað.

Talibanar hengdu upp lík mannræningja til sýnis
Yfirvöld talibana í borginni Herat í vestanverðu Afganistan drápu fjóra meinta mannræningja og hengdu lík þeirra upp öðrum til varnaðar í opinberu rými. Fórnarlömb mannránsins eru sögð hafa sloppið ómeidd.

Aftökur og aflimanir hefjast á ný
Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum.